Auglýsa netspilavíti með krókaleiðum Bjarki Sigurðsson skrifar 10. janúar 2024 21:00 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Vísir/Arnar Erlent netspilavíti auglýsir í íslensku sjónvarpi með krókaleiðum. Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn segir fjárhættuspil á netinu vera normalíseruð í samfélaginu sem getur valdið miklum skaða. Auglýsing frá vefsíðunni Rizk.fun hefur birst áhorfendum Símans Sport síðustu vikur en verið er að auglýsa vefsíðu sem býður fólki upp á leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Á þessari síðu er þó ekki ekki hægt að setja pening undir heldur er síðan alveg ókeypis. Á vefsíðunni er hægt að finna 32 leiki sem allir geta spilað án endurgjalds. Til að setja síðan alvöru pening inn þarf ekki nema að leita að nafni síðunnar, Rizk, í leitarvél eða þá einfaldlega að breyta .fun í .com. Þekkist í auglýsingaheiminum Rizk.fun er í eigu gíbralska félagsins Mavrix Service Limited, félags sem er í eigu maltnesks félags, Zecure Gaming Limited. Það félag á og rekur einnig Rizk.com. Zecure er svo í eigu sænska veðmálarisans Betsson sem hagnaðist um rúma fimmtán milljarða króna árið 2022. Rizk.fun er í eigu Betsson í gegnum litla flækju.Vísir/Vilhelm Þessi aðferð svipar til þess þegar áfengisframleiðendur auglýsa óáfengu útgáfuna af drykkjum sínum. Þessi flaska hér er aldrei auglýst enda inniheldur hún 4,5 prósent áfengis. Þessi hér hins vegar, sem lýtur nánast alveg eins út, má auglýsa enda ekkert áfengi í henni. Samkvæmt lögum um fjölmiðla er óheimilt að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi hér á landi. Rizk.fun býður ekki upp á veðmálastarfsemi og auglýsingin því þannig séð lögleg. Að auglýsa Rizk.com væri aftur á móti ólöglegt. Netspilun orðin venjuleg Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir auglýsingar sem þessa hafa skaðleg áhrif. „Það er alltaf einhver hópur sem ákveður að kíkja og sjá, og trúir því að þetta sé skemmtilegt, ókeypis, frítt. Kemst svo að raunum að svo er ekki. Þetta eykur líkurnar á því að fólk prófi og prófi þá í fyrsta skiptið,“ segir Alma. Þeir einstaklingar sem leitað hafa í ráðgjöf til samtaka Ölmu hafa oft verið í spilakössum á netinu. „Netspilun er orðin normalíseruð. Það virðist vera venjan og mjög margir eru að spila á netinu. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á skaðseminni,“ segir Alma. Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Auglýsing frá vefsíðunni Rizk.fun hefur birst áhorfendum Símans Sport síðustu vikur en verið er að auglýsa vefsíðu sem býður fólki upp á leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Á þessari síðu er þó ekki ekki hægt að setja pening undir heldur er síðan alveg ókeypis. Á vefsíðunni er hægt að finna 32 leiki sem allir geta spilað án endurgjalds. Til að setja síðan alvöru pening inn þarf ekki nema að leita að nafni síðunnar, Rizk, í leitarvél eða þá einfaldlega að breyta .fun í .com. Þekkist í auglýsingaheiminum Rizk.fun er í eigu gíbralska félagsins Mavrix Service Limited, félags sem er í eigu maltnesks félags, Zecure Gaming Limited. Það félag á og rekur einnig Rizk.com. Zecure er svo í eigu sænska veðmálarisans Betsson sem hagnaðist um rúma fimmtán milljarða króna árið 2022. Rizk.fun er í eigu Betsson í gegnum litla flækju.Vísir/Vilhelm Þessi aðferð svipar til þess þegar áfengisframleiðendur auglýsa óáfengu útgáfuna af drykkjum sínum. Þessi flaska hér er aldrei auglýst enda inniheldur hún 4,5 prósent áfengis. Þessi hér hins vegar, sem lýtur nánast alveg eins út, má auglýsa enda ekkert áfengi í henni. Samkvæmt lögum um fjölmiðla er óheimilt að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi hér á landi. Rizk.fun býður ekki upp á veðmálastarfsemi og auglýsingin því þannig séð lögleg. Að auglýsa Rizk.com væri aftur á móti ólöglegt. Netspilun orðin venjuleg Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir auglýsingar sem þessa hafa skaðleg áhrif. „Það er alltaf einhver hópur sem ákveður að kíkja og sjá, og trúir því að þetta sé skemmtilegt, ókeypis, frítt. Kemst svo að raunum að svo er ekki. Þetta eykur líkurnar á því að fólk prófi og prófi þá í fyrsta skiptið,“ segir Alma. Þeir einstaklingar sem leitað hafa í ráðgjöf til samtaka Ölmu hafa oft verið í spilakössum á netinu. „Netspilun er orðin normalíseruð. Það virðist vera venjan og mjög margir eru að spila á netinu. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á skaðseminni,“ segir Alma.
Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira