Yrði skandall og um leið vanvirðing við söguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2024 16:00 Sigurveig Agnarsdóttir, sem er með morgunleikfimi, til vinstri og Fjóla í bleikum bol ásamt öflugum konum í vatnsleikfiminni. Þarna söfnuðu þær fyrir Bleiku slaufuna. Sundlaug Fáskrúðsfjarðar Fjóla Þorsteinsdóttir sem boðið hefur upp á vel sótta vatnsleikfimitíma fyrir konur undanfarin tólf ár í sundlauginni á Fáskrúðsfirði er meðal íbúa bæjarins sem hafa miklar áhyggjur af því að sundlauginni verði lokað. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur framtíðarskipulag íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu til skoðunar. Íbúasamtök Fáskrúðsfjarðar sendu fyrir jól erindi til bæjarráðs Fjarðabyggðar. Þar lýstu samtökin yfir áhyggjum sínum af orðrómi þess efnis að til stæði að loka sundlauginni. Fjóla er meðal stjórnarmanna en var á Kanaríeyjum þegar erindið var sent. Nú hvílir hún sig heima eftir að hafa smitast af kórónuveirunni skæðu í sólinni. Ólíklegt er að hitinn hjá Fjólu lækki á meðan framtíð sundlaugarinnar er í lausu lofti. Fjóla er menntaður einkaþjálfari og þolfimikennari sem brennur fyrir lýðheilsu fólks í samfélaginu á Austfjörðum. Hún segist hafa kennt síðasta vatnsleikfimitímann sinn fyrir jól og þá hafi flísar verið byrjaðar að hrynja af veggjum ofan í laugina. „Það var ákveðið að loka henni eftir síðasta tímann minn en sagt að stæði til að opna hana aftur í dag,“ segir Fjóla. Gefið hafi verið út að lagast ætti í lagfæringar á flísunum en engar lagfæringar virðast hafnar. Hún óttast að viðbragðsleysið tengist yfirvofandi lokun. Hluti af liljunum úr vatnsleikfiminni hennar Fjólu.Sundlaug Fáskrúðsfjarðar „Látum vera að laga flísar á einum vegg en mér sýnist á öllu að það eigi að loka þessari sundlaug í einhverjum hægagangi, þannig að fæstir taki eftir.“ Það sé hennar tilfinning. Ofboðslega óhress „Á haustdögum fór maður að heyra fregnir af þessu að í sparnaðarskyni stæði til að loka. Þetta voru kjaftasögur en eiga örugglega við einhver rök að styðjast. Þetta kemur einhvers staðar frá. Þetta er ekki eins og arfi sem kemur upp úr þurru,“ segir Fjóla. „Ég er ofboðslega óhress.“ Fjóla segir laugina eiga sér langa sögu. Um er að ræða tólf metra langa innilaug sem er ein af elstu innilaugum landsins. Fagnaði 75 ára afmæli í fyrra. Samkvæmt mælikvörðum Fjólu er hún mikið notuð. „Það er vatnsleikfimi á morgnana og ég er með vatnsleikfimi seinnipartinn,“ segir Fjóla. Ungbarnasundið hafi ekki verið í ár en árin á undan hafi það verið mjög vel sótt. Svo æfi krakkar sund hjá Leikni á Fáskrúðsfirði í lauginni, frá klukkan 16-19 er leiksund og áfram mætti telja. Sundlaugin á Fáskrúðsfirði er 12,5 metra innilaug sem var reist árið 1948.Fjarðabyggð „Það eru svona 20-25 konur sem mæta í tímana til mín. Það er álíka hópur á morgnana. Ég hef horft á konur upplifa stórkostlega heilsubót í gegnum vatnsleikfimina. Konur sem þjást af gigt og öðrum kvillum sem eru erfiðir viðureignar,“ segir Fjóla. Ef sundlauginni yrði lokað væri það á skjön við lýðheilsuátak sveitarfélagsins sem hafi gripið stefnu Janusar Guðlaugssonar á lofti fyrir ekki margt löngu með því að taka við heilsueflingu Janusar. Fáskrúðsfjörður á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm „Það eru sundlaugar í öllum byggðarkjörnunum hérna,“ segir Fjóla og nefnir Neskaupstað, Eskifjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík og svo Reyðarfjörð þar sem laugin er undir gólfi íþróttahússins og ekki verið notuð í nokkurn tíma. „Mér finnst ofboðslega sorglegt ef af þessu verður,“ segir Fjóla og bætir við að sundlaugin sé meira en sundlaug. Um sé að ræða félagsmiðstöð þar sem fólk komi saman og bralli meira að segja hluti til góðs fyrir samfélagið. Vísar hún í söfnun sem konurnar í vatnsleikfiminni stóðu fyrir í október til styrktar konum með krabbamein. Mynd úr sundleikfimi í lauginni sumarið 2012. Bæjarráð Fjarðabyggðar tók erindi íbúasamtakanna fyrir á fundi ráðsins í morgun. „Bæjarráð þakkar erindið en ekki hafa verið teknar ákvarðanir um einstaka ráðstafanir í rekstri íþróttamannvirkja. Starfshópur á vegum sveitarfélagsins er að störfum sem fjallar um framtíðarfyrirkomulag íþróttamannvirkja en hann mun skila bæjarstjórn tillögum sínum á næstu vikum,“ segir í fundargerðinni. Fjóla segist vona að starfshópurinn skoði málið virkilega vandlega. Lífsgæði og lýðheilsa íbúa á Fáskrúðsfirði og nágrenni sé í húfi. „Þetta yrði skandall og vanvirðing við þessa sögufrægu laug.“ Fjarðabyggð Sundlaugar Heilsa Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Íbúasamtök Fáskrúðsfjarðar sendu fyrir jól erindi til bæjarráðs Fjarðabyggðar. Þar lýstu samtökin yfir áhyggjum sínum af orðrómi þess efnis að til stæði að loka sundlauginni. Fjóla er meðal stjórnarmanna en var á Kanaríeyjum þegar erindið var sent. Nú hvílir hún sig heima eftir að hafa smitast af kórónuveirunni skæðu í sólinni. Ólíklegt er að hitinn hjá Fjólu lækki á meðan framtíð sundlaugarinnar er í lausu lofti. Fjóla er menntaður einkaþjálfari og þolfimikennari sem brennur fyrir lýðheilsu fólks í samfélaginu á Austfjörðum. Hún segist hafa kennt síðasta vatnsleikfimitímann sinn fyrir jól og þá hafi flísar verið byrjaðar að hrynja af veggjum ofan í laugina. „Það var ákveðið að loka henni eftir síðasta tímann minn en sagt að stæði til að opna hana aftur í dag,“ segir Fjóla. Gefið hafi verið út að lagast ætti í lagfæringar á flísunum en engar lagfæringar virðast hafnar. Hún óttast að viðbragðsleysið tengist yfirvofandi lokun. Hluti af liljunum úr vatnsleikfiminni hennar Fjólu.Sundlaug Fáskrúðsfjarðar „Látum vera að laga flísar á einum vegg en mér sýnist á öllu að það eigi að loka þessari sundlaug í einhverjum hægagangi, þannig að fæstir taki eftir.“ Það sé hennar tilfinning. Ofboðslega óhress „Á haustdögum fór maður að heyra fregnir af þessu að í sparnaðarskyni stæði til að loka. Þetta voru kjaftasögur en eiga örugglega við einhver rök að styðjast. Þetta kemur einhvers staðar frá. Þetta er ekki eins og arfi sem kemur upp úr þurru,“ segir Fjóla. „Ég er ofboðslega óhress.“ Fjóla segir laugina eiga sér langa sögu. Um er að ræða tólf metra langa innilaug sem er ein af elstu innilaugum landsins. Fagnaði 75 ára afmæli í fyrra. Samkvæmt mælikvörðum Fjólu er hún mikið notuð. „Það er vatnsleikfimi á morgnana og ég er með vatnsleikfimi seinnipartinn,“ segir Fjóla. Ungbarnasundið hafi ekki verið í ár en árin á undan hafi það verið mjög vel sótt. Svo æfi krakkar sund hjá Leikni á Fáskrúðsfirði í lauginni, frá klukkan 16-19 er leiksund og áfram mætti telja. Sundlaugin á Fáskrúðsfirði er 12,5 metra innilaug sem var reist árið 1948.Fjarðabyggð „Það eru svona 20-25 konur sem mæta í tímana til mín. Það er álíka hópur á morgnana. Ég hef horft á konur upplifa stórkostlega heilsubót í gegnum vatnsleikfimina. Konur sem þjást af gigt og öðrum kvillum sem eru erfiðir viðureignar,“ segir Fjóla. Ef sundlauginni yrði lokað væri það á skjön við lýðheilsuátak sveitarfélagsins sem hafi gripið stefnu Janusar Guðlaugssonar á lofti fyrir ekki margt löngu með því að taka við heilsueflingu Janusar. Fáskrúðsfjörður á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm „Það eru sundlaugar í öllum byggðarkjörnunum hérna,“ segir Fjóla og nefnir Neskaupstað, Eskifjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdalsvík og svo Reyðarfjörð þar sem laugin er undir gólfi íþróttahússins og ekki verið notuð í nokkurn tíma. „Mér finnst ofboðslega sorglegt ef af þessu verður,“ segir Fjóla og bætir við að sundlaugin sé meira en sundlaug. Um sé að ræða félagsmiðstöð þar sem fólk komi saman og bralli meira að segja hluti til góðs fyrir samfélagið. Vísar hún í söfnun sem konurnar í vatnsleikfiminni stóðu fyrir í október til styrktar konum með krabbamein. Mynd úr sundleikfimi í lauginni sumarið 2012. Bæjarráð Fjarðabyggðar tók erindi íbúasamtakanna fyrir á fundi ráðsins í morgun. „Bæjarráð þakkar erindið en ekki hafa verið teknar ákvarðanir um einstaka ráðstafanir í rekstri íþróttamannvirkja. Starfshópur á vegum sveitarfélagsins er að störfum sem fjallar um framtíðarfyrirkomulag íþróttamannvirkja en hann mun skila bæjarstjórn tillögum sínum á næstu vikum,“ segir í fundargerðinni. Fjóla segist vona að starfshópurinn skoði málið virkilega vandlega. Lífsgæði og lýðheilsa íbúa á Fáskrúðsfirði og nágrenni sé í húfi. „Þetta yrði skandall og vanvirðing við þessa sögufrægu laug.“
Fjarðabyggð Sundlaugar Heilsa Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira