Hvenær brýtur maður lög? Sigursteinn Másson skrifar 8. janúar 2024 14:31 Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera? Í júní á síðasta ári stóð Svandís frammi fyrir því að velja á milli þess að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með dags fyrirvara eða að láta hjá líða að bregðast á nokkurn hátt við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þess efnis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum. Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta. Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans. Þetta var tímamóta ákvörðun á Íslandi í þágu dýravelferðar, sem vissulega var tekin með mjög litlum fyrirvara, en það var líka ástæða fyrir því. Sú ástæða nefnist einu nafni Kristján Loftsson. Fram hefur komið að Kristján og Hvalur hf ollu miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um langreyðarveiðarnar 2022 sem síðan olli því að Fagráð um velferð dýra fékk málið ekki til umfjöllunar fyrr en síðla vors. Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við. Eftirlitsskýrsla MAST leiddi í ljós að um þriðjungur langreyðanna líður miklar og langvarandi kvalir og niðurstaðan var sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð um velferð dýra kvað enn sterkar að orði í sínu áliti og taldi enga leið að stunda þessar veiðar í samræmi við dýravelferðarlög. Þeir sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum verða að svara þeirri spurningu hvað hún átti að gera í þeirri þröngu stöðu sem hún var? Átti hún að láta dýravelferðina lönd og leið og líta fyrst og fremst til atvinnuréttinda Hvals hf, þar sem í lang flestum tilvikum er um að ræða sumarstörf fyrir námsmenn, eða átti hún að gera þá kröfu á fyrirtækið að sýna innan tveggja mánaða fram á betrumbætur svo koma mætti í veg fyrir endurtekið dýraníð? Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga. Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? Umboðsmaður Alþingis kýs að láta hin 75 ára útreltu lög um hvalveiðar trompa lög um dýravelferð frá 2013. Gott og vel. Það er þá hans mat. Í áliti hans segir að skort hafi nægilega skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins. Ef þetta er áfellisdómur yfir einhverjum þá er það yfir löggjafanum sjálfum sem í áratugi hefur staðið vörð um þrönga og satt best að segja furðulega áráttu og hvalveiðihagsmuni eins manns. Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið. Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala? Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sigursteinn Másson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana hugsar gamla ísland sér gott til glóðarinnar. Gömlu hagsmunaöflin um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi, forherrta valdaklíkan sem ekki má anda á og það er Þórðargleði hjá stjórnarandstöðu sem sér færi á að fella ríkisstjórn með vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur út af framgöngu hennar í dýravelferðarmáli. Sjálfstæðismenn gefa undir fótinn með það að greiða slíkri vantrauststillögu atkvæði sitt og að fella þar með sjálfir ríkisstjórnina. Og hvert skildi svo tilefnið vera? Í júní á síðasta ári stóð Svandís frammi fyrir því að velja á milli þess að fresta upphafi veiðitímabils á langreyðum með dags fyrirvara eða að láta hjá líða að bregðast á nokkurn hátt við skýru áliti Fagráðs um velferð dýra þess efnis að ekki væri hægt að tryggja mannúðlegar veiðar á stórhvelum. Svandís hafði einn föstudag og hluta mánudags til að rýna álit Fagráðs og ráðfærði sig við helstu sérfræðinga ráðuneytis hennar sem töldu frestun réttmæta og lögmæta. Niðurstaðan var sú að láta dýravelferðarlögin frá 2013 trompa 75 ára lög um hvalveiðar þótt með því væri vissulega tekin áhætta og að ákvörðunin yrði íþyngjandi fyrir Hval hf. Dýraverndin skildi njóta vafans. Þetta var tímamóta ákvörðun á Íslandi í þágu dýravelferðar, sem vissulega var tekin með mjög litlum fyrirvara, en það var líka ástæða fyrir því. Sú ástæða nefnist einu nafni Kristján Loftsson. Fram hefur komið að Kristján og Hvalur hf ollu miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um langreyðarveiðarnar 2022 sem síðan olli því að Fagráð um velferð dýra fékk málið ekki til umfjöllunar fyrr en síðla vors. Örstuttu fyrir áætlað upphaf langreyðarveiðanna barst skýrt álit Fagráðs til ráðherra sem bar þá að bregðast við. Eftirlitsskýrsla MAST leiddi í ljós að um þriðjungur langreyðanna líður miklar og langvarandi kvalir og niðurstaðan var sú að veiðarnar væru ekki í anda laga um dýravelferð. Fagráð um velferð dýra kvað enn sterkar að orði í sínu áliti og taldi enga leið að stunda þessar veiðar í samræmi við dýravelferðarlög. Þeir sem nú gagnrýna Svandísi hástöfum verða að svara þeirri spurningu hvað hún átti að gera í þeirri þröngu stöðu sem hún var? Átti hún að láta dýravelferðina lönd og leið og líta fyrst og fremst til atvinnuréttinda Hvals hf, þar sem í lang flestum tilvikum er um að ræða sumarstörf fyrir námsmenn, eða átti hún að gera þá kröfu á fyrirtækið að sýna innan tveggja mánaða fram á betrumbætur svo koma mætti í veg fyrir endurtekið dýraníð? Þá ákvörðun tók hún og fór þar með að sannfæringu sinni, af réttlætiskennd og að ráðleggingum sérfræðinga. Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? Umboðsmaður Alþingis kýs að láta hin 75 ára útreltu lög um hvalveiðar trompa lög um dýravelferð frá 2013. Gott og vel. Það er þá hans mat. Í áliti hans segir að skort hafi nægilega skýra lagastoð fyrir frestun veiðitímabilsins. Ef þetta er áfellisdómur yfir einhverjum þá er það yfir löggjafanum sjálfum sem í áratugi hefur staðið vörð um þrönga og satt best að segja furðulega áráttu og hvalveiðihagsmuni eins manns. Það getur enginn haldið því fram að Svandís hafi ekki verið í góðri trú og studd af sérfræðingum ráðuneytis hennar, þegar hún tók þá ákvörðun að standa með málleysingjunum sem hafa í nafni þessarar þjóðar sætt ólýsanlegum pyndingum um áratugaskeið. Ég spyr, hvar eru nú þeir stjórnmálamenn, samtök og aktivistar sem á síðasta ári töluðu fyrir dýravelferð og verndun hvala? Höfundur er fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun