Víkingur vann meðan Fjölnir og Leiknir skildu jöfn Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. janúar 2024 16:52 Víkingur stillti sterku liði upp og vann fyrsta leik Reykjavíkurmótsins gegn ungum og sprækum Fylkismönnum. Vísir/Hulda Margrét Undirbúningstímabil íslenskra knattspyrnuliða fyrir komandi átök í sumar hófst af alvöru með fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins í dag. Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings öttu kappi við Fylki í fyrsta leik dagsins. Leikmennirnir þrír sem sömdu við félagið á dögunum, Valdimar Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson, voru allir utan hóps. Gestirnir úr Árbænum gáfu nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Fylkismenn fengu sömuleiðis að vera þeir fyrstu til að klæða sig og undirbúa sig fyrir leik í nýjum gestaklefa Víkings sem vakið hefur mikla athygli. Víkingur komst marki yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu. Fylkismenn minnkuðu muninn rétt áður en hálfleiksflautið gall og jöfnuðu svo leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Íslandsmeistararnir bættu fljótlega úr því og skoruðu tvívegis til viðbótar. Sigurinn var svo endanlega tryggður þegar Aron Snær Guðbjörnsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Fylkis, var rekinn af velli undir lok leiks. Lokaniðurstaða 4-2 sigur Víkings á heimavelli hamingjunnar. Í seinni leik dagsins mættust svo Lengjudeildarliðin Fjölnir og Leiknir. Aftur kom mark snemma, Leiknir tók forystuna þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af leiknum en Fjölnismenn jöfnuðu fljótlega. Það dró svo ekki aftur til tíðinda fyrr en undir lok leiks. Leiknismenn komust yfir á 80. mínútu en aftur jöfnuðu Fjölnismenn, aðeins fimm mínútum síðar. Liðin gengu því jöfn frá borði, lokaniðurstaða 2-2. Fyrirkomulag Reykjavíkurmótsins Liðin fjögur sem kepptust við í dag eru öll í A-riðli mótsins ásamt ÍR. Nágrannarnir Fylkir og Fjölnir mætast næsta fimmtudag, ÍR tekur svo á móti Víkingi í fyrsta mótsleik sínum næsta laugardag. B-riðillinn er svo skipaður Fram, KR, Val og Þrótti. Leikar hefjast þar næsta föstudag þegar ríkjandi Reykjavíkurmeistarar Fram heimsækja KR. Degi síðar tekur Valur á móti Þrótti. Stöðu riðlanna og leikjafyrirkomulag má finna hér (A-riðill) og hér (B-riðill). Sigurvegarar hvors riðils mætast í úrslitaleik þann 1. febrúar. Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla Víkingur Reykjavík Fjölnir Fylkir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings öttu kappi við Fylki í fyrsta leik dagsins. Leikmennirnir þrír sem sömdu við félagið á dögunum, Valdimar Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson, voru allir utan hóps. Gestirnir úr Árbænum gáfu nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Fylkismenn fengu sömuleiðis að vera þeir fyrstu til að klæða sig og undirbúa sig fyrir leik í nýjum gestaklefa Víkings sem vakið hefur mikla athygli. Víkingur komst marki yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu. Fylkismenn minnkuðu muninn rétt áður en hálfleiksflautið gall og jöfnuðu svo leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Íslandsmeistararnir bættu fljótlega úr því og skoruðu tvívegis til viðbótar. Sigurinn var svo endanlega tryggður þegar Aron Snær Guðbjörnsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Fylkis, var rekinn af velli undir lok leiks. Lokaniðurstaða 4-2 sigur Víkings á heimavelli hamingjunnar. Í seinni leik dagsins mættust svo Lengjudeildarliðin Fjölnir og Leiknir. Aftur kom mark snemma, Leiknir tók forystuna þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af leiknum en Fjölnismenn jöfnuðu fljótlega. Það dró svo ekki aftur til tíðinda fyrr en undir lok leiks. Leiknismenn komust yfir á 80. mínútu en aftur jöfnuðu Fjölnismenn, aðeins fimm mínútum síðar. Liðin gengu því jöfn frá borði, lokaniðurstaða 2-2. Fyrirkomulag Reykjavíkurmótsins Liðin fjögur sem kepptust við í dag eru öll í A-riðli mótsins ásamt ÍR. Nágrannarnir Fylkir og Fjölnir mætast næsta fimmtudag, ÍR tekur svo á móti Víkingi í fyrsta mótsleik sínum næsta laugardag. B-riðillinn er svo skipaður Fram, KR, Val og Þrótti. Leikar hefjast þar næsta föstudag þegar ríkjandi Reykjavíkurmeistarar Fram heimsækja KR. Degi síðar tekur Valur á móti Þrótti. Stöðu riðlanna og leikjafyrirkomulag má finna hér (A-riðill) og hér (B-riðill). Sigurvegarar hvors riðils mætast í úrslitaleik þann 1. febrúar.
Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla Víkingur Reykjavík Fjölnir Fylkir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira