Ætlar aldrei að flytja til Íslands aftur Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2024 09:01 Mikael hefur komið sér vel fyrir í Kaliforníu með fjölskyldu sinni: Hús, bíll, tveir hundar og Harley. Svo eitthvað sé nefnt. Hann sér ekki fyrir sér að flytja aftur til Íslands. Stefanía Berndsen Mikael Torfason rithöfundur er fluttur með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og hann er eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir. Mikael er ekki á leiðinni heim. Hann er yfirlýsingaglaður og segist kannski aldrei koma aftur. Segist vera kominn heim. Nema hugsanlega að kvikmyndaiðnaðurinn, sem nú á hug hans allan, verði til þess að draga hann á klakann. Ein sjónvarpsþáttaröð sem Mikael skrifaði er að fara í tökur og tökustaðurinn er á Íslandi. Mikael er búinn að kaupa sér hús í Riverside sýslu rétt fyrir utan Los Angeles, bíl, mótorhjól, tveir hundar, nefndu það og hann sýnir blaðamanni vinnustofuna sem hann er búinn að koma sér upp. Þar grípur augað abstrakt málverk. Og kemur á daginn að eiginkonan Stefanía Berndsen er höfundurinn. Já, er hún að mála? „Hún hefur alltaf málað. Hún málar málverkaseríu fyrir hvern karakter sem hún leikur. Hún gerði þetta í leikhúsinu líka. Þegar hún fær hlutverk byrjar hún á því að tengjast karakternum á þennan hátt. Þetta hefur alltaf fylgt henni en þetta er svolítið sérstakt ferli.“ Er þetta þá einhvers konar method-aðferð? „Já, eða þetta tengist kannski meira undirmeðvitundinni. Sumir listamenn sjá fyrir sér tilfinningar í litum, hún er ekki í orðum leikkonan, hún fer með setningar einhverrar annar persónu, eftir annan höfund sem hún þarf að túlka og þá þarf hún að finna leið til að tengjast persónunni. Þetta er tilfinningatengt. Hún er stórkostleg leikkona hún Stefanía og nú er hún að stúdera Önnu Becker lögreglukonu, í þýsk/íslenskri seríu sem verður tekin upp á Íslandi. Við erum að gera hana í samvinnu við ZDF, sem er Stöð 2 þeirra Þjóðverja og á Íslandi erum við í samstarfi við Símann.“ Á leið til Íslands með seríu Mikael segist svo heppinn að vera að vera að klára tvær þýskar seríur og vinna tvær aðrar bandarískar sjónvarpseríur sem verða hugsanlega teknar upp á Íslandi á næstu misserum. En fyrst í tökur er þýsk/íslenska serían sem tekin verður upp á Íslandi, síðsumars eða í haust. „Ég bjó náttúrulega í Þýskalandi og Austurríki síðustu fimm ár. Þessar tvær þýsku seríur er ég búinn að skrifa og þær verða teknar og unnar næsta vetur. Önnur fyrir ZDF og hin fyrir ARD. Báðar stöðvarnar eru ríkisstöðvar og mjög vinsælar í Þýskalandi.“ Mikael er ofvirkur og hér er hann að þrífa mótorhjólið sitt. Mikael segir okkur hætta til að gleyma því að Þýskaland sé 83 milljóna samfélag þannig að þetta er risastórt batterí sem hann er að eiga við. Og er sjálfu sér nægt ef því er að skipta með hvað eina. „Serían fyrir ZDF heitir Verloren og sú fyrir ARD heitir Es war liebe. Sú sería er algerlega þýsk, gerist í þýskri borg, og verður tekin þar. ARD segjast lítið þurfa á samstarfi við önnur lönd og við höfum ekkert verið að selja seríuna heim eða annað. ARD er svo stórt batterí að þau hafa efni á að framleiða sínar seríur án erlendra samstarfsaðila. Ólíkt okkur á Íslandi sem þurfum á miklu samstarfi að halda til að hafa efni á að gera gott sjónvarp. En ZDF serían er skotin á Íslandi og því lá beinast við að fá Símann í samstarf. Ég hef ekki búið á Íslandi í sex ár og það verður gaman að koma heim og skjóta fyrir sjónvarp næsta haust.“ Mikki á ferð og flugi Mikael hefur verið á flandri allt sitt líf. Þegar blaðamaður er að reyna að henda reiður á ferðalagi hans um víða veröld kemur á daginn að þetta er talsvert ferðalag. Líf hans einkennist ekki af kyrrstöðu: 0-20 ára: 16 heimili í Reykjavík. 21-30 ára: 12 heimili í Reykjavík, Danmörku og Portúgal 31-40 ára: 5 heimili í Reykjavík, Stykkishólmi og Los Angeles 41-50 ára: 5 heimili í Reykjavík, Vín, Berlín og Los Angeles. „Mér finnst ég allur að róast í flutningum en síðustu fimm ár hafa verið í Vín, Berlín og Los Angeles. Nú er ég hins vegar hættur að flytja í bili og ætla að búa í LA lengi – hugsanlega restina af ævinni,“ segir Mikael. Fæst sem skrifað er fer í framleiðslu Mikael flutti til Þýskalands til að skrifa fyrir leikhús, og það gerði hann svikalaust en það endaði með því að hann fékk sér þýskan umboðsmann og hefur undanfarin árin lifað á því að skrifa fyrir þýskt sjónvarp. Og nú er afraksturinn farinn að líta dagsins ljós. En bara brot, því Mikki skrifar og skrifar. „Það er þannig í sjónvarpsbransanum að þú getur lifað góðu lífi á því að skrifa fyrir sjónvarp án þess að nokkuð sé framleitt sem þú skrifar. Kallast „development hell“. Þú skrifar og skrifar en mest af þínu besta dóti er aldrei framleitt. Sjónvarpsstöðvar í Þýskalandi og Bandaríkjunum og víðar, ekki á Íslandi samt, eyða miklum peningum í þróun og þú getur fest þar. Ég er því mjög ánægður með að þessar tvær séu komnar í framleiðslu.“ Mikael fer í möppu sína og flettir upp í verkefnunum, eitt, tvö … þrettán, fjórtán … átján. „Þetta 18. er eiginlega að deyja og númer 19 stendur tæpt. Þetta eru sjónvarpsseríur, ekki bara einhverjar hugmyndir mínar heldur eitthvað sem ég er búinn að skrifa minnst einn þátt. Þetta er erfiður bransi. Eitt árið hófst á því að ég og Óttar M. Norðfjörð byrjuðum árið á því að selja Paramount Plus risaseríu. Það fór svo að nokkrum mánuðum síðar var búið að selja Paramount eða sameina og breyta öllu og serían var aldrei framleidd. Mikael kann vel við sig í Bandaríkjunum. Svo seldi ég einn seríu til Disney, skrifaði pilot og heila biblíu fyrir þá. En það urðu breytingar á Disney með nýjum forstjóra í Ameríku og það verkefni varð aldrei að veruleika. En ég var að fá fínustu laun,“ segir Mikael kampakátur. Gríðarlegt fjármagn í þróun Disney-verkefnið er reyndar lifandi á öðrum vettvangi ennþá. „Verkefnin geta fengið líf annars staðar. Þetta er svo ýkt allt hérna í Bandaríkjunum. Hér eru til handritshöfundar sem hafa skrifað alla sína tíð, eiga flott hús, fína bíla, hafa komið börnunum í gegnum rándýra háskóla en ef þú ferð inn á IMDB þá kemur í ljós að þeir hafa aldrei fengið neitt kredit fyrir skrif sín. Þeir hafa aldrei fengið neitt framleitt eftir sig. Það er verið að eyða gífurlegum peningum í þróun.“ Það hljóta að teljast grimm örlög að festast í development hell? „Það böggar mig ekki en hefði ábyggilega gert það þegar ég var yngri. Skáldsagnahöfundurinn í mér skildi þetta ekki; að hvert einasta orð sem skrifað var væri ekki gefið út.“ En í dag segir Mikael að allt gagnist þetta nú. Liður í þróun og þroska. „Liður í þróun stíls og sagnagáfu. Þú tapar ekkert á þessu. Það er alltaf gaman að detta í eitthvað „writers-room“ en stundum er maður ráðinn í eitthvert verkefni, ekki sem aðalhöfundur heldur bara til að koma að leggja í púkkið. Kannski skrifa einn og einn þátt og svona. Sú er meðal annars ástæðan fyrir því að ég endaði hérna úti; til að taka þátt í slíku. Þá geta verið fjórir til sex höfundar, upp í 20, í herberginu. Við vorum með jafn marga blaðamenn á DV í gamla daga þegar ég var þar ritstjóri og eru að skrifa Grey‘s Anatomy.“ Handrit er ekki bókmenntatexti En nú er oft fabúlerað um að höfundar þurfi á viðbrögðum áhorfenda eða lesenda að halda. Barthes skrifaði að bækur byggi á bókum, bókmenntafræði sé allt eins mikill partur af bókmenntunum og verkin sem þeir fjalla um. Standtrúðar þurfa að keyra prógram sitt til að sjá hvað virkar og svo framvegis. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að rithöfundar séu svo nískir á texta sinn að þeir bregði sjaldan skærunum á loft. Ég nefni engin nöfn en Hallgrímur Helgason væri fyrsti stafurinn? „Nei, það gerði það ekki hjá mér heldur þegar ég var að skrifa skáldsögur,“ segir Mikki hugsi. „Það er ekki mikið mál að gefa út bækur í dag. Þú getur skrifað þær inn í ritvinnsluforrit og svo gefur þú þetta út. Beint, þess vegna. Þetta er tæknilegra og hið ótrúlega er að mér finnst þetta spennandi. Þetta er skrítið form. Að skrifa handrit.“ Mikael og Ída dóttir hans í garðinum heima. Mikael reynir að lýsa því hvað sé frábrugðið því að skrifa bók og svo að vera handritshöfundur. „Þú ert ekki beint að skrifa fyrir lesendur heldur leikstjóra, kvikmyndatökumann, leikara … kvikmyndatökulið. Og þú þarft að vera þér meðvitaður um það að skjalið sjálft eru ekki bókmenntir. En ég er ótrúlega hrifinn af þessu og ástæðan fyrir því að ég hef lengi verið spenntur fyrir því að komast hingað til USA.“ Lætur vel að vera með mörg járn í eldinum Mikki útskýrir að Evrópska módelið sé þannig að handritshöfundurinn skrifi handritin en sá sem komi því á skjáinn sé leikstjórinn sem verður alpha og omega alls. Höfundur verksins að einhverju leyti. „Stundum skrifar maður eitthvað og kemur varla á tökustað, handritshöfundurinn verður að einni deild, eins og hljóðvinnsla, leikmynd og svo framvegis. Leikstjórinn býr til bíómyndina með öllum stoðdeildum. Í amerísku sjónvarpi er það annarskonar, handritshöfundurinn skrifar stjórnvarpshandrit og leikstjórinn er bara ein af stoðdeildunum. Það sem þú sérð í amerísku sjónvarpi er höfundarverk handritshöfundarins sem jafnvel ræður leikstjórann, velur leikarana og alla sem að koma. Hann verður „showrunner“.“ Mikael segir að Baltasar Kormákur hafi eitthvað reynt að breyta þessu með því að gera Sigurjón Kjartansson að þessum svokallaða „showrunner“ sem er það sem hann horfir til. „Fyrir mér er þetta mest spennandi, að þú getir fylgt handriti eftir alla leið. Persónulegur metnaður minn snýr að því að verða „showrunner“ á eigin seríu. Í staðinn fyrir að ég sé að þróa einhverja sjónvarpsþætti í nokkur ár og svo taki einhver annar við og klári verkið. Mér finnst skrítið að í Evrópu sé ekki meira horft til þessa kerfis. Besta sjónvarp í heimi er bandarískt. Ennþá. Þó það sé margt frábært sem Ísland gerir og gert er í Evrópu, en þetta er best hér eins og staðan er.“ Þér lætur vel að vera með mörg járn í eldinum? „Já en það tók mig tíma að fatta að þú munt ekki ná neinum árangri ef þú ert bara með eitt egg í körfunni. Þetta er erfiður bransi, þú verður sífellt að vera að bæta þig og leggja meira á þig. Ég hitti stundum fólk sem er að byrja í þessu. Og maður segir, talaðu við mig þegar þú ert búinn að skrifa átta handrit. Átta? Ég er búinn að skrifa HANDRITIÐ. En, nei, það er ekki alveg þannig sem þetta virkar.“ Verbúðin breytti miklu Mikael lýsir því nú með mörgum orðum hversu flókið það sé að skrifa sjónvarpsþátt og halda taktinum. Þetta sé allt öðruvísi en skáldsagan sem getur verið bara tónn og stemmning. „Stundum les maður skáldsögu sem er góð en það hvernig þú miðlar upplýsingum, hvað áhorfandinn veit og ekki og svo framvegis er svo miklu flóknara í sjónvarpshandriti. Að skrifa Falskan fugl og treysta á einhverja Mikka Torfa orku … þú þarft að hafa það allt plús og svo miklu meira þegar þú skrifar sjónvarpsþættir. Og vera þér meðvitaður um að þetta eru ekki bókmenntir.“ Og svo ertu að skrifa Verbúð II? „Jaaaá. Við erum að vinna einhvers konar sjálfstætt framhald. Það er rétt, við erum bara að vinna það núna. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt um það. Þetta er svo stutt á veg komið. Þetta er ekki beint „Season 2“ heldur einhvers konar Íslandssaga sem er þó ekki svo fjarri í tíma.“ Mikael, Ísold, Ída og Stefánía á ströndinni. Mikael segir að Verbúðin hafi breytt öllu fyrir sig. „Mig dreymdi alltaf um að skrifa fyrir sjónvarp og kvikmyndir, og lenti í að skrifa Brot (Valhalla Murders) í félagi við aðra og svo Verbúð með Vesturporti. Brot varð mjög vinsælt á Netflix. Svo gerðist það að Verbúð kom og vann öll verðlaun hugsanleg í Evrópu. Þá fékk ég, sem er erfitt að komast í, umboðsmenn. Ég er með þýskan umboðsmann og svo annan í London hjá Curtis Brown. Og svo annan hinum megin Atlantsála sem er UTA. Þar spiluðu þessi verðlaun stórt hlutverk. Og í gegnum þessar umboðsskrifstofur fæ ég ótal verkefni.“ Ferlið getur ekki verið slitrótt Mikael segir það leiðinlega við Ísland að þar er borgað svo svakalega lítið fyrir handrit. „Það er ekki hægt að lifa þessu millistéttarlífi á þeim peningum. Meðan nokkrir okkar bestu höfundar fá taugaáfall ef þeir fá ekki listamannalaun. Bónusferðirnar verða helvíti þunglyndislegar þegar svo er. Þú hækkar verulega í launum ef þú ferð að vinna í Evrópu. Og þú hækkar enn meira í launum ef þú ferð til Ameríku. Það erfitt að sjá fyrir sér sem rithöfundur heima á Íslandi.“ Vandamálið er auðvitað fásinnið. Það er ekki nógu mikið af verkefnum á Íslandi. Þú þyrftir að vera með öll sjónvarpsverkefni og helminginn af kvikmyndum sem gerðar eru á Íslandi á þínum vegum ef þú ættir að geta lifað á því. Mikki segir það ekki í boði, Íslendingar hefðu ekki þolinmæði fyrir slíku og fái leið á jafnvel sínu besta fólki. „Við erum ekki nógu stór markaður til að halda lífi í þessu, því miður. Stundum dúkkar upp eins leikrits náungi eða kona og í staðinn fyrir að fókusera á þá, eins og reyndar er gert með okkar besta mann Tyrfing Tyrfingsson, þá ræður nýjungargirnin því að við viljum eitthvað nýtt. Ímyndaðu þér ef Tyrfingur ætti að skrifa leikrit á fimm ára fresti. Þá væri hann ekki góður í þessu. Ég hef ákveðið að helga mig þessu og því er ég hér. Maður þolir það ekki að skrifa handrit á fimm til tíu ára fresti, þá verður það bara lélegt. Þú lendir úr æfingu.“ Ísland að verða fyrirheitna landið í kvikmyndagerð Það sem hins vegar Ísland hefur er verulega gott tæknifólk. Sem þarf til að gera gott bíó eða sjónvarp. Og það er vegna þess að þau eru alltaf að vinna. „Allt er fumlaust sem þau gera. Hættan er að svo mætum við höfundarnir á tökustað með eitthvað sem er ekki nógu gott. Það verður upp á okkur að klaga ef ekki er eitthvað nógu gott. Leikstjórarnir eru farnir að leikstýra erlendu stöffi úti í heimi og fáeinir handritshöfundar farnir að vinna við þetta allt árið um kring og eru að taka þátt í stórum verkefnum.“ Mikael segir að það verði að hrósa þeim sem hrósa ber og hann nefnir Baltasar Kormák sérstaklega til sögunnar. Velgengni Ófærðar var slík að Ísland varð umsvifalaust að einhvers konar pósterbarni fyrir norrænu glæpasöguna. „Sú velgengni gaf öllum sjálfstraust og gerði það að við fórum frá því að gera frábærar listrænar bíómyndir yfir í að taka þátt í þessu skandinavíska sjónvarpsævintýri. Ég nýt góðs af því. Svo líka, þessi fyrirtæki eins og það sem gera Valhalla Murders og slík fyrirtæki. True Detective er nýjasta dæmið. Ekki lítið sem slíkt verkefni gerir fyrir lítið land og talentið sem þar er. Auðvitað breytir þetta öllu. Ég er að vinna í tveimur bandarískum verkefnum sem bæði eru hugsuð, af þeim sem á bak við þau standa, að verði skotin á Íslandi. Af því að alls staðar hefur hróður landsins og bransans borist.“ Tættur á baslinu heima Þú ert sem sagt ekkert á leiðinni heim? „Ég ætla að koma í tengslum við Verloren, þegar á að skjóta þar, annars er ég ekkert á leiðinni til Íslands aftur til að búa þar,“ segir Mikki og hlær skelmislega. „Það er náttúrlega veðrið. Hið fullkomna loftslag er í Kaliforníu. Það er svo fáránlegt að eftir að hafa farið í kalda pottinn í garðinum mínum og hlýjað sér svo í garðinum mínum.“ Mikki segist hafa verið farinn að lýjast á því, með árunum, að vera utangarðs til að mynda hvað varðar til að mynda rithöfundalaunin og það hafi verið mikil frelsun að vera laus frá því. „Það voru mín örlög að vera endurreisnarmaður hvað skrifin varðar. Og lærði að ég þurfti að vera með mörg járn í eldinum til að sjá fyrir mér. Ég tók sprett í fjölmiðlum, gerði heimildaþætti fyrir útvarp, skrifaði leikrit og svo bækur. Maður var út um allt og stundum gat maður upplifað sig sem tættan. Maður bjó ekki við neitt öryggi, ekkert fast starf. Mikael og Stefánía eru ánægð úti í Bandaríkjunum. Sko, vinsælustu höfundar Íslands fá hland fyrir hjartað ef þeir fá ekki ritlaun. Það er erfið staða að vera í. Fullfrískt fólk vill lifa sæmilegu millistéttarlífi fyrir fjölskyldu sína og ég upplifði mig stundum sem tættan, sérstaklega þegar maður var að fara milli miðla.“ Og svo er þetta að breytast. Þó Íslendingar séu uppteknir af jólabókablóði þá er sjónvarpið þar sem hlutirnir gerast. „Merkilegasta skáldverk síðustu ára er örugglega Verbúð, hvað viðbrögð varðar. Heimurinn er breyttur. Ég er ekkert á leiðinni heim. Við keyptum meira að segja hús hérna.“ Það verður að vera vöxtur Þeir sem þekkja Mikael vita að hann er gersamlega ofvirkur. Ertu ekkert að lagast með það? „Nei. Hjartslátturinn er orðinn rólegri en ég er alltaf sami æsti ofvirki Mikkinn. Klukkan 05:30 er ég mættur í Bootcamp, er þar í klukkutíma, svo beint heim í kalda pottinn og svo að vinna. Svo er ég yfirleitt á kvöldin með fjölskylduna í Brazilian jiu-jitsu. Nei, aldurinn róar mig ekkert niður.“ Hvað er það sem drífur þig áfram? Er þetta ótti við dauðann? „Neeei,“ segir Mikki og hugsar sig um. „Sko, ég er búinn að finna út að allt sem er gott fyrir okkur, er í raun vont meðan á því stendur. Ég vakna alltaf fyrir fimm en aldrei af því að mig langar það. Mig langar alltaf til að sofa lengur en ef ég sef lengur þá líður mér illa. Mér líður ekkert vel í bootcampi í myrkrinu, maður svitnar, manni er skítkalt og ég er aldrei spenntur fyrir því að fara beint í kalda pottinn. Ég er kuldaskræfa. En þegar ég kem upp úr pottinum liður mér vel. Maður verður alltaf að pína sig. Maður á alltaf að vera á brúninni þar til maður er nánast vanhæfur til að sinna starfinu sem maður ætlar að taka að sér.“ Ók. „Annars er enginn vöxtur, engin þróun. Ef blóm er ekki að vaxa þá deyr það. Án vaxtar bíður okkur bara dauðinn. Og ég held að fólk sé alltof gott við sig sérstaklega fólk sem er heilbrigt. Við sem erum fullheilbrigð, ef við ætlum líka að fara að setjast í sófann eða gera vel við okkur, þá er það einskonar dauði. Ef maður gúffar í sig nammi, það getur verið gott akkúrat í augnablikinu en ótrúlega vont eftir á. Fjölskyldan öll stundar Jiu-Jitsu af kappi og hér glíma þau Mikael og Ída. En ef þú gerir eitthvað erfitt er það alltaf „vont“. Það verður að vera vont. Ég verð fimmtugur á þessu ári, öxlin er í skralli en allur sársauki er góður fyrir mann eftir á. Fólk er svo gott við sig að það er alveg fáránlegt. Lífið er töff. Og við verðum fyrir ótrúlegum áföllum.“ Byrjaður að öskra í Silfri Egils áður en hann veit af Mikael segist hafa of mikla tilhneigingu til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og gefa sig þá allan í hana. „Ég lendi í Silfri Egils og öskra á einhvern þingmann. Það er ágætt að vera laus við það. Maður tekur hlutunum svo persónulega á Íslandi. Ég er slakari í útlöndum. Það er mjög fínt fyrir mann eins og mig að fá fjarlægð.“ Líturðu þá á þig sem Kana? „Neeei.“ Þó það sé flæði í Mikka er ljóst að hann hafði ekki búist við þessari spurningu. „Ég lít á mig sem Íslending í Ameríku. En Bandaríkjamenn eru, ólíkt því sem við sjáum í fréttum, svo opnir fyrir útlendingum. Sjá þá bara sem part af samfélaginu. Þeir eru að því leitinu til ólíkir Evrópubúum. Nú hef ég búið í Danmörku, Portúgal, Þýskalandi og Austurríki auk Íslands. Og þó við hjón höfum notið mikillar velgengni í bæði Þýskalandi og Austurríki þá eru þeir allt öðru vísi við útlendinga þar en hér. Bandaríkjamenn sem gerðu til dæmis Austurríkismann að fylkisstjóra.“ Mikael er hér að tala um sjálfan Arnold Schwarzenegger. „Það er auðvelt að vera útlendingur í Ameríku, í það minnsta þar sem ég er sem er í Kaliforníu. Það er ekkert mál. Mér leið strax eins og heima.“ Dugnaðurinn í Ameríku á vel við Mikka Ekki fer á milli mála að Mikael er ánægður með sig í Bandaríkjunum. Hann hafði búið þar áður en hann ákvað í hruninu á Íslandi að hann þyrfti annað plan. „Ég ætlaði mér aldrei að verða blaðamaður og ritstjóri. Ég vildi verða rithöfundur, en ég hafi gaman að þessu fjölmiðlabrasi en í hruninu fór ég í háskóla til að læra ensku betur. Svo ég yrði ekki þetta fjötraður af tungumálinu. Fyrir utan þessar síðustu bækur sem ég skrifaði þá hef ég bara skrifað á ensku síðustu ár. Leikritin mín í Þýskalandi og Noregi voru þýdd. Ég hef skrifað á ensku núna í bráðum áratug. Skipti út i miðri á og varð strax hrifinn af Ameríku. Mér finnst hún geggjuð. Það eru auðvitað vandamál hér eins og annars staðar, en flest þetta sem við erum að nota, internetið, símarnir, hvaðan kemur það?“ Ameríka er að sögn Mikka ótrúleg og keyrð áfram af ótrúlegum dugnaði. Það á við okkar mann. „Ég hef alltaf verið fjölskyldumaður en ég hef aldrei skilið það að vilja finna sér vinnu þar sem þú neyðist til að setja múra milli vinnunnar og einkalífsins. Þegar ég er að skrifa handrit er ég að sinna köllun frekar en að það sé einhver vinna. Vinnan á að vera ástríða þín en þetta má ekki segja í dag því fólk er að bögglast með hugtök eins og „burnout“ eða að brenna út. Ég held að það sé af því maður er ekki að gera það sem er köllun manns.“ Þau hjónin stilla sér upp í myndatöku. Mikael segist auðvitað skilja að sumir eru að berjast við andleg veikindi og allskonar en hann segir að menn eigi að stefna að því að fást við það sem kalla megi köllun. „Þórný Þórarinsdóttir, mamma Eiríks Haukssonar, kenndi mér í grunnskóla. Ég var ömurlegur námsmaður, ofvirkur krakkaskratti en hún fór bara með mig heim til sín eftir skóla. Hún bjó skammt frá Vogaskóla. Þar gaf hún mér mjólk og kleinur og lét mig læra. Þetta var markaleysi og óhugsandi í dag. En þetta var af því að hún var ekki kennari að vinnu heldur þetta var köllun hennar. Hún sá í mér dreng sem leið ekki vel í skóla og það var köllun hennar að sinna mér.“ Holl ráð Kára Hún yrði sjálfsagt stimpluð í dag, á þessum síðustu og verstu? „Hún fengi illt auga frá öllum, þetta þætti markaleysi. En hún var ekkert að aðskilja einkalíf sitt frá vinnunni. Tengdapabbi hennar, sem var af allt annarri kynslóð, var alltaf að prjóna vettlinga inni í eldhúsi. Eins er með blaðamannastarfið sem einkennist að algjöru markaleysi. Þú ert alltaf að hugsa um vinnuna. Það er gott.“ Greinilegt er að spurningin um það hvort Mikki óttist dauðann situr í honum. „Nei, ég óttast ekki dauðann en ég óttast kannski ellina. Ég óttast það sem Kári Stefánsson sagði við mig. Hann hringdi óvænt í mig um árið og vildi tala við mig. Ég hafði þá gefið út Týnd í Paradís og hann var hrifinn.“ Kári var að velta þessu fyrir sér og Mikki fór og hitti forstjórann sem vildi ráðleggja þessum miðaldra rithöfundi. „Mikki, sagði hann við mig. Vertu góður við hana mömmu þína. En nú þarft þú að hugsa þinn gang. Þú ert orðinn fertugur. Myndlistarmenn geta verið að sletta málningu á striga fram á grafarbakkann. Fjörgamlir. En þú getur ekki skrifað með fullri orku nema í mesta lagi í þrjátíu ár til viðbótar. Heilinn þolir það ekki. Nú mátt þú ekki fara aftur að ritstýra fjölmiðlum. Þú átt að skrifa skáldsögur.“ Skáldið má ekki líta undan Mikael segist hafa tekið mark á Kára, svona innan þess ramma sem samtíminn ákvarðar. „Samkvæmt Kára á ég tuttugu ár eftir núna. En þetta voru hans skilaboð, að ég þyrfti að vanda mig í því við hvað ég ætti að nota heilann í mér í.“ En þetta er ekki það sama og að óttast dauðann? „Ekki að ég hafi einhvern sérstakan áhuga á því að deyja. En ég fylgdist með pabba deyja og upplifði það þannig að það væri ekkert að óttast. Þetta er stutt líf og maður má ekki taka því of hátíðlega. Við erum alltof hrædd í öllu þessu Covid, rosalegur kvíði. Heilu samfélögin féllu í sjúklegan kvíða við veikindi og dauða. Fólk er alltof hrætt.“ Fólk má ekki vera svo hrætt að það hætti að lifa? „Nei. Kannski er það blaðamaðurinn í mér en hann óttast ekki kaos og hamfarir. Hann horfir á þetta sem verkefni, hvernig eigum við að segja frá þessu?“ En svo eru sumir svo hræddir að þeir fara heim og undir sæng. „Blaðamaðurinn er eins og skáldið, og skáldið og blaðamaðurinn voru alltaf sami maðurinn. Það er áður en iðnbyltingin hófst og við gerðum blaðamennskuna að sérstöku fagi. Werner Herzog er einn af mínum uppáhalds. Hann var einhvern tíma skotinn í miðju viðtali. Og kippir sér ekkert upp við það. Gerir lítið úr því og segir eitthvað á þá leið: Skáldið má aldrei líta undan. Þetta er fyrirmynd. Nú er mikil umræða um eitraða karlmennsku og eitthvað svona en ég held að þetta sé ekkert slíkt. Þetta er skáldið. Við megum ekki líta undan.“ Höfundatal Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslendingar erlendis Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Mikael er ekki á leiðinni heim. Hann er yfirlýsingaglaður og segist kannski aldrei koma aftur. Segist vera kominn heim. Nema hugsanlega að kvikmyndaiðnaðurinn, sem nú á hug hans allan, verði til þess að draga hann á klakann. Ein sjónvarpsþáttaröð sem Mikael skrifaði er að fara í tökur og tökustaðurinn er á Íslandi. Mikael er búinn að kaupa sér hús í Riverside sýslu rétt fyrir utan Los Angeles, bíl, mótorhjól, tveir hundar, nefndu það og hann sýnir blaðamanni vinnustofuna sem hann er búinn að koma sér upp. Þar grípur augað abstrakt málverk. Og kemur á daginn að eiginkonan Stefanía Berndsen er höfundurinn. Já, er hún að mála? „Hún hefur alltaf málað. Hún málar málverkaseríu fyrir hvern karakter sem hún leikur. Hún gerði þetta í leikhúsinu líka. Þegar hún fær hlutverk byrjar hún á því að tengjast karakternum á þennan hátt. Þetta hefur alltaf fylgt henni en þetta er svolítið sérstakt ferli.“ Er þetta þá einhvers konar method-aðferð? „Já, eða þetta tengist kannski meira undirmeðvitundinni. Sumir listamenn sjá fyrir sér tilfinningar í litum, hún er ekki í orðum leikkonan, hún fer með setningar einhverrar annar persónu, eftir annan höfund sem hún þarf að túlka og þá þarf hún að finna leið til að tengjast persónunni. Þetta er tilfinningatengt. Hún er stórkostleg leikkona hún Stefanía og nú er hún að stúdera Önnu Becker lögreglukonu, í þýsk/íslenskri seríu sem verður tekin upp á Íslandi. Við erum að gera hana í samvinnu við ZDF, sem er Stöð 2 þeirra Þjóðverja og á Íslandi erum við í samstarfi við Símann.“ Á leið til Íslands með seríu Mikael segist svo heppinn að vera að vera að klára tvær þýskar seríur og vinna tvær aðrar bandarískar sjónvarpseríur sem verða hugsanlega teknar upp á Íslandi á næstu misserum. En fyrst í tökur er þýsk/íslenska serían sem tekin verður upp á Íslandi, síðsumars eða í haust. „Ég bjó náttúrulega í Þýskalandi og Austurríki síðustu fimm ár. Þessar tvær þýsku seríur er ég búinn að skrifa og þær verða teknar og unnar næsta vetur. Önnur fyrir ZDF og hin fyrir ARD. Báðar stöðvarnar eru ríkisstöðvar og mjög vinsælar í Þýskalandi.“ Mikael er ofvirkur og hér er hann að þrífa mótorhjólið sitt. Mikael segir okkur hætta til að gleyma því að Þýskaland sé 83 milljóna samfélag þannig að þetta er risastórt batterí sem hann er að eiga við. Og er sjálfu sér nægt ef því er að skipta með hvað eina. „Serían fyrir ZDF heitir Verloren og sú fyrir ARD heitir Es war liebe. Sú sería er algerlega þýsk, gerist í þýskri borg, og verður tekin þar. ARD segjast lítið þurfa á samstarfi við önnur lönd og við höfum ekkert verið að selja seríuna heim eða annað. ARD er svo stórt batterí að þau hafa efni á að framleiða sínar seríur án erlendra samstarfsaðila. Ólíkt okkur á Íslandi sem þurfum á miklu samstarfi að halda til að hafa efni á að gera gott sjónvarp. En ZDF serían er skotin á Íslandi og því lá beinast við að fá Símann í samstarf. Ég hef ekki búið á Íslandi í sex ár og það verður gaman að koma heim og skjóta fyrir sjónvarp næsta haust.“ Mikki á ferð og flugi Mikael hefur verið á flandri allt sitt líf. Þegar blaðamaður er að reyna að henda reiður á ferðalagi hans um víða veröld kemur á daginn að þetta er talsvert ferðalag. Líf hans einkennist ekki af kyrrstöðu: 0-20 ára: 16 heimili í Reykjavík. 21-30 ára: 12 heimili í Reykjavík, Danmörku og Portúgal 31-40 ára: 5 heimili í Reykjavík, Stykkishólmi og Los Angeles 41-50 ára: 5 heimili í Reykjavík, Vín, Berlín og Los Angeles. „Mér finnst ég allur að róast í flutningum en síðustu fimm ár hafa verið í Vín, Berlín og Los Angeles. Nú er ég hins vegar hættur að flytja í bili og ætla að búa í LA lengi – hugsanlega restina af ævinni,“ segir Mikael. Fæst sem skrifað er fer í framleiðslu Mikael flutti til Þýskalands til að skrifa fyrir leikhús, og það gerði hann svikalaust en það endaði með því að hann fékk sér þýskan umboðsmann og hefur undanfarin árin lifað á því að skrifa fyrir þýskt sjónvarp. Og nú er afraksturinn farinn að líta dagsins ljós. En bara brot, því Mikki skrifar og skrifar. „Það er þannig í sjónvarpsbransanum að þú getur lifað góðu lífi á því að skrifa fyrir sjónvarp án þess að nokkuð sé framleitt sem þú skrifar. Kallast „development hell“. Þú skrifar og skrifar en mest af þínu besta dóti er aldrei framleitt. Sjónvarpsstöðvar í Þýskalandi og Bandaríkjunum og víðar, ekki á Íslandi samt, eyða miklum peningum í þróun og þú getur fest þar. Ég er því mjög ánægður með að þessar tvær séu komnar í framleiðslu.“ Mikael fer í möppu sína og flettir upp í verkefnunum, eitt, tvö … þrettán, fjórtán … átján. „Þetta 18. er eiginlega að deyja og númer 19 stendur tæpt. Þetta eru sjónvarpsseríur, ekki bara einhverjar hugmyndir mínar heldur eitthvað sem ég er búinn að skrifa minnst einn þátt. Þetta er erfiður bransi. Eitt árið hófst á því að ég og Óttar M. Norðfjörð byrjuðum árið á því að selja Paramount Plus risaseríu. Það fór svo að nokkrum mánuðum síðar var búið að selja Paramount eða sameina og breyta öllu og serían var aldrei framleidd. Mikael kann vel við sig í Bandaríkjunum. Svo seldi ég einn seríu til Disney, skrifaði pilot og heila biblíu fyrir þá. En það urðu breytingar á Disney með nýjum forstjóra í Ameríku og það verkefni varð aldrei að veruleika. En ég var að fá fínustu laun,“ segir Mikael kampakátur. Gríðarlegt fjármagn í þróun Disney-verkefnið er reyndar lifandi á öðrum vettvangi ennþá. „Verkefnin geta fengið líf annars staðar. Þetta er svo ýkt allt hérna í Bandaríkjunum. Hér eru til handritshöfundar sem hafa skrifað alla sína tíð, eiga flott hús, fína bíla, hafa komið börnunum í gegnum rándýra háskóla en ef þú ferð inn á IMDB þá kemur í ljós að þeir hafa aldrei fengið neitt kredit fyrir skrif sín. Þeir hafa aldrei fengið neitt framleitt eftir sig. Það er verið að eyða gífurlegum peningum í þróun.“ Það hljóta að teljast grimm örlög að festast í development hell? „Það böggar mig ekki en hefði ábyggilega gert það þegar ég var yngri. Skáldsagnahöfundurinn í mér skildi þetta ekki; að hvert einasta orð sem skrifað var væri ekki gefið út.“ En í dag segir Mikael að allt gagnist þetta nú. Liður í þróun og þroska. „Liður í þróun stíls og sagnagáfu. Þú tapar ekkert á þessu. Það er alltaf gaman að detta í eitthvað „writers-room“ en stundum er maður ráðinn í eitthvert verkefni, ekki sem aðalhöfundur heldur bara til að koma að leggja í púkkið. Kannski skrifa einn og einn þátt og svona. Sú er meðal annars ástæðan fyrir því að ég endaði hérna úti; til að taka þátt í slíku. Þá geta verið fjórir til sex höfundar, upp í 20, í herberginu. Við vorum með jafn marga blaðamenn á DV í gamla daga þegar ég var þar ritstjóri og eru að skrifa Grey‘s Anatomy.“ Handrit er ekki bókmenntatexti En nú er oft fabúlerað um að höfundar þurfi á viðbrögðum áhorfenda eða lesenda að halda. Barthes skrifaði að bækur byggi á bókum, bókmenntafræði sé allt eins mikill partur af bókmenntunum og verkin sem þeir fjalla um. Standtrúðar þurfa að keyra prógram sitt til að sjá hvað virkar og svo framvegis. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að rithöfundar séu svo nískir á texta sinn að þeir bregði sjaldan skærunum á loft. Ég nefni engin nöfn en Hallgrímur Helgason væri fyrsti stafurinn? „Nei, það gerði það ekki hjá mér heldur þegar ég var að skrifa skáldsögur,“ segir Mikki hugsi. „Það er ekki mikið mál að gefa út bækur í dag. Þú getur skrifað þær inn í ritvinnsluforrit og svo gefur þú þetta út. Beint, þess vegna. Þetta er tæknilegra og hið ótrúlega er að mér finnst þetta spennandi. Þetta er skrítið form. Að skrifa handrit.“ Mikael og Ída dóttir hans í garðinum heima. Mikael reynir að lýsa því hvað sé frábrugðið því að skrifa bók og svo að vera handritshöfundur. „Þú ert ekki beint að skrifa fyrir lesendur heldur leikstjóra, kvikmyndatökumann, leikara … kvikmyndatökulið. Og þú þarft að vera þér meðvitaður um það að skjalið sjálft eru ekki bókmenntir. En ég er ótrúlega hrifinn af þessu og ástæðan fyrir því að ég hef lengi verið spenntur fyrir því að komast hingað til USA.“ Lætur vel að vera með mörg járn í eldinum Mikki útskýrir að Evrópska módelið sé þannig að handritshöfundurinn skrifi handritin en sá sem komi því á skjáinn sé leikstjórinn sem verður alpha og omega alls. Höfundur verksins að einhverju leyti. „Stundum skrifar maður eitthvað og kemur varla á tökustað, handritshöfundurinn verður að einni deild, eins og hljóðvinnsla, leikmynd og svo framvegis. Leikstjórinn býr til bíómyndina með öllum stoðdeildum. Í amerísku sjónvarpi er það annarskonar, handritshöfundurinn skrifar stjórnvarpshandrit og leikstjórinn er bara ein af stoðdeildunum. Það sem þú sérð í amerísku sjónvarpi er höfundarverk handritshöfundarins sem jafnvel ræður leikstjórann, velur leikarana og alla sem að koma. Hann verður „showrunner“.“ Mikael segir að Baltasar Kormákur hafi eitthvað reynt að breyta þessu með því að gera Sigurjón Kjartansson að þessum svokallaða „showrunner“ sem er það sem hann horfir til. „Fyrir mér er þetta mest spennandi, að þú getir fylgt handriti eftir alla leið. Persónulegur metnaður minn snýr að því að verða „showrunner“ á eigin seríu. Í staðinn fyrir að ég sé að þróa einhverja sjónvarpsþætti í nokkur ár og svo taki einhver annar við og klári verkið. Mér finnst skrítið að í Evrópu sé ekki meira horft til þessa kerfis. Besta sjónvarp í heimi er bandarískt. Ennþá. Þó það sé margt frábært sem Ísland gerir og gert er í Evrópu, en þetta er best hér eins og staðan er.“ Þér lætur vel að vera með mörg járn í eldinum? „Já en það tók mig tíma að fatta að þú munt ekki ná neinum árangri ef þú ert bara með eitt egg í körfunni. Þetta er erfiður bransi, þú verður sífellt að vera að bæta þig og leggja meira á þig. Ég hitti stundum fólk sem er að byrja í þessu. Og maður segir, talaðu við mig þegar þú ert búinn að skrifa átta handrit. Átta? Ég er búinn að skrifa HANDRITIÐ. En, nei, það er ekki alveg þannig sem þetta virkar.“ Verbúðin breytti miklu Mikael lýsir því nú með mörgum orðum hversu flókið það sé að skrifa sjónvarpsþátt og halda taktinum. Þetta sé allt öðruvísi en skáldsagan sem getur verið bara tónn og stemmning. „Stundum les maður skáldsögu sem er góð en það hvernig þú miðlar upplýsingum, hvað áhorfandinn veit og ekki og svo framvegis er svo miklu flóknara í sjónvarpshandriti. Að skrifa Falskan fugl og treysta á einhverja Mikka Torfa orku … þú þarft að hafa það allt plús og svo miklu meira þegar þú skrifar sjónvarpsþættir. Og vera þér meðvitaður um að þetta eru ekki bókmenntir.“ Og svo ertu að skrifa Verbúð II? „Jaaaá. Við erum að vinna einhvers konar sjálfstætt framhald. Það er rétt, við erum bara að vinna það núna. Ég veit ekki alveg hvað ég get sagt um það. Þetta er svo stutt á veg komið. Þetta er ekki beint „Season 2“ heldur einhvers konar Íslandssaga sem er þó ekki svo fjarri í tíma.“ Mikael, Ísold, Ída og Stefánía á ströndinni. Mikael segir að Verbúðin hafi breytt öllu fyrir sig. „Mig dreymdi alltaf um að skrifa fyrir sjónvarp og kvikmyndir, og lenti í að skrifa Brot (Valhalla Murders) í félagi við aðra og svo Verbúð með Vesturporti. Brot varð mjög vinsælt á Netflix. Svo gerðist það að Verbúð kom og vann öll verðlaun hugsanleg í Evrópu. Þá fékk ég, sem er erfitt að komast í, umboðsmenn. Ég er með þýskan umboðsmann og svo annan í London hjá Curtis Brown. Og svo annan hinum megin Atlantsála sem er UTA. Þar spiluðu þessi verðlaun stórt hlutverk. Og í gegnum þessar umboðsskrifstofur fæ ég ótal verkefni.“ Ferlið getur ekki verið slitrótt Mikael segir það leiðinlega við Ísland að þar er borgað svo svakalega lítið fyrir handrit. „Það er ekki hægt að lifa þessu millistéttarlífi á þeim peningum. Meðan nokkrir okkar bestu höfundar fá taugaáfall ef þeir fá ekki listamannalaun. Bónusferðirnar verða helvíti þunglyndislegar þegar svo er. Þú hækkar verulega í launum ef þú ferð að vinna í Evrópu. Og þú hækkar enn meira í launum ef þú ferð til Ameríku. Það erfitt að sjá fyrir sér sem rithöfundur heima á Íslandi.“ Vandamálið er auðvitað fásinnið. Það er ekki nógu mikið af verkefnum á Íslandi. Þú þyrftir að vera með öll sjónvarpsverkefni og helminginn af kvikmyndum sem gerðar eru á Íslandi á þínum vegum ef þú ættir að geta lifað á því. Mikki segir það ekki í boði, Íslendingar hefðu ekki þolinmæði fyrir slíku og fái leið á jafnvel sínu besta fólki. „Við erum ekki nógu stór markaður til að halda lífi í þessu, því miður. Stundum dúkkar upp eins leikrits náungi eða kona og í staðinn fyrir að fókusera á þá, eins og reyndar er gert með okkar besta mann Tyrfing Tyrfingsson, þá ræður nýjungargirnin því að við viljum eitthvað nýtt. Ímyndaðu þér ef Tyrfingur ætti að skrifa leikrit á fimm ára fresti. Þá væri hann ekki góður í þessu. Ég hef ákveðið að helga mig þessu og því er ég hér. Maður þolir það ekki að skrifa handrit á fimm til tíu ára fresti, þá verður það bara lélegt. Þú lendir úr æfingu.“ Ísland að verða fyrirheitna landið í kvikmyndagerð Það sem hins vegar Ísland hefur er verulega gott tæknifólk. Sem þarf til að gera gott bíó eða sjónvarp. Og það er vegna þess að þau eru alltaf að vinna. „Allt er fumlaust sem þau gera. Hættan er að svo mætum við höfundarnir á tökustað með eitthvað sem er ekki nógu gott. Það verður upp á okkur að klaga ef ekki er eitthvað nógu gott. Leikstjórarnir eru farnir að leikstýra erlendu stöffi úti í heimi og fáeinir handritshöfundar farnir að vinna við þetta allt árið um kring og eru að taka þátt í stórum verkefnum.“ Mikael segir að það verði að hrósa þeim sem hrósa ber og hann nefnir Baltasar Kormák sérstaklega til sögunnar. Velgengni Ófærðar var slík að Ísland varð umsvifalaust að einhvers konar pósterbarni fyrir norrænu glæpasöguna. „Sú velgengni gaf öllum sjálfstraust og gerði það að við fórum frá því að gera frábærar listrænar bíómyndir yfir í að taka þátt í þessu skandinavíska sjónvarpsævintýri. Ég nýt góðs af því. Svo líka, þessi fyrirtæki eins og það sem gera Valhalla Murders og slík fyrirtæki. True Detective er nýjasta dæmið. Ekki lítið sem slíkt verkefni gerir fyrir lítið land og talentið sem þar er. Auðvitað breytir þetta öllu. Ég er að vinna í tveimur bandarískum verkefnum sem bæði eru hugsuð, af þeim sem á bak við þau standa, að verði skotin á Íslandi. Af því að alls staðar hefur hróður landsins og bransans borist.“ Tættur á baslinu heima Þú ert sem sagt ekkert á leiðinni heim? „Ég ætla að koma í tengslum við Verloren, þegar á að skjóta þar, annars er ég ekkert á leiðinni til Íslands aftur til að búa þar,“ segir Mikki og hlær skelmislega. „Það er náttúrlega veðrið. Hið fullkomna loftslag er í Kaliforníu. Það er svo fáránlegt að eftir að hafa farið í kalda pottinn í garðinum mínum og hlýjað sér svo í garðinum mínum.“ Mikki segist hafa verið farinn að lýjast á því, með árunum, að vera utangarðs til að mynda hvað varðar til að mynda rithöfundalaunin og það hafi verið mikil frelsun að vera laus frá því. „Það voru mín örlög að vera endurreisnarmaður hvað skrifin varðar. Og lærði að ég þurfti að vera með mörg járn í eldinum til að sjá fyrir mér. Ég tók sprett í fjölmiðlum, gerði heimildaþætti fyrir útvarp, skrifaði leikrit og svo bækur. Maður var út um allt og stundum gat maður upplifað sig sem tættan. Maður bjó ekki við neitt öryggi, ekkert fast starf. Mikael og Stefánía eru ánægð úti í Bandaríkjunum. Sko, vinsælustu höfundar Íslands fá hland fyrir hjartað ef þeir fá ekki ritlaun. Það er erfið staða að vera í. Fullfrískt fólk vill lifa sæmilegu millistéttarlífi fyrir fjölskyldu sína og ég upplifði mig stundum sem tættan, sérstaklega þegar maður var að fara milli miðla.“ Og svo er þetta að breytast. Þó Íslendingar séu uppteknir af jólabókablóði þá er sjónvarpið þar sem hlutirnir gerast. „Merkilegasta skáldverk síðustu ára er örugglega Verbúð, hvað viðbrögð varðar. Heimurinn er breyttur. Ég er ekkert á leiðinni heim. Við keyptum meira að segja hús hérna.“ Það verður að vera vöxtur Þeir sem þekkja Mikael vita að hann er gersamlega ofvirkur. Ertu ekkert að lagast með það? „Nei. Hjartslátturinn er orðinn rólegri en ég er alltaf sami æsti ofvirki Mikkinn. Klukkan 05:30 er ég mættur í Bootcamp, er þar í klukkutíma, svo beint heim í kalda pottinn og svo að vinna. Svo er ég yfirleitt á kvöldin með fjölskylduna í Brazilian jiu-jitsu. Nei, aldurinn róar mig ekkert niður.“ Hvað er það sem drífur þig áfram? Er þetta ótti við dauðann? „Neeei,“ segir Mikki og hugsar sig um. „Sko, ég er búinn að finna út að allt sem er gott fyrir okkur, er í raun vont meðan á því stendur. Ég vakna alltaf fyrir fimm en aldrei af því að mig langar það. Mig langar alltaf til að sofa lengur en ef ég sef lengur þá líður mér illa. Mér líður ekkert vel í bootcampi í myrkrinu, maður svitnar, manni er skítkalt og ég er aldrei spenntur fyrir því að fara beint í kalda pottinn. Ég er kuldaskræfa. En þegar ég kem upp úr pottinum liður mér vel. Maður verður alltaf að pína sig. Maður á alltaf að vera á brúninni þar til maður er nánast vanhæfur til að sinna starfinu sem maður ætlar að taka að sér.“ Ók. „Annars er enginn vöxtur, engin þróun. Ef blóm er ekki að vaxa þá deyr það. Án vaxtar bíður okkur bara dauðinn. Og ég held að fólk sé alltof gott við sig sérstaklega fólk sem er heilbrigt. Við sem erum fullheilbrigð, ef við ætlum líka að fara að setjast í sófann eða gera vel við okkur, þá er það einskonar dauði. Ef maður gúffar í sig nammi, það getur verið gott akkúrat í augnablikinu en ótrúlega vont eftir á. Fjölskyldan öll stundar Jiu-Jitsu af kappi og hér glíma þau Mikael og Ída. En ef þú gerir eitthvað erfitt er það alltaf „vont“. Það verður að vera vont. Ég verð fimmtugur á þessu ári, öxlin er í skralli en allur sársauki er góður fyrir mann eftir á. Fólk er svo gott við sig að það er alveg fáránlegt. Lífið er töff. Og við verðum fyrir ótrúlegum áföllum.“ Byrjaður að öskra í Silfri Egils áður en hann veit af Mikael segist hafa of mikla tilhneigingu til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og gefa sig þá allan í hana. „Ég lendi í Silfri Egils og öskra á einhvern þingmann. Það er ágætt að vera laus við það. Maður tekur hlutunum svo persónulega á Íslandi. Ég er slakari í útlöndum. Það er mjög fínt fyrir mann eins og mig að fá fjarlægð.“ Líturðu þá á þig sem Kana? „Neeei.“ Þó það sé flæði í Mikka er ljóst að hann hafði ekki búist við þessari spurningu. „Ég lít á mig sem Íslending í Ameríku. En Bandaríkjamenn eru, ólíkt því sem við sjáum í fréttum, svo opnir fyrir útlendingum. Sjá þá bara sem part af samfélaginu. Þeir eru að því leitinu til ólíkir Evrópubúum. Nú hef ég búið í Danmörku, Portúgal, Þýskalandi og Austurríki auk Íslands. Og þó við hjón höfum notið mikillar velgengni í bæði Þýskalandi og Austurríki þá eru þeir allt öðru vísi við útlendinga þar en hér. Bandaríkjamenn sem gerðu til dæmis Austurríkismann að fylkisstjóra.“ Mikael er hér að tala um sjálfan Arnold Schwarzenegger. „Það er auðvelt að vera útlendingur í Ameríku, í það minnsta þar sem ég er sem er í Kaliforníu. Það er ekkert mál. Mér leið strax eins og heima.“ Dugnaðurinn í Ameríku á vel við Mikka Ekki fer á milli mála að Mikael er ánægður með sig í Bandaríkjunum. Hann hafði búið þar áður en hann ákvað í hruninu á Íslandi að hann þyrfti annað plan. „Ég ætlaði mér aldrei að verða blaðamaður og ritstjóri. Ég vildi verða rithöfundur, en ég hafi gaman að þessu fjölmiðlabrasi en í hruninu fór ég í háskóla til að læra ensku betur. Svo ég yrði ekki þetta fjötraður af tungumálinu. Fyrir utan þessar síðustu bækur sem ég skrifaði þá hef ég bara skrifað á ensku síðustu ár. Leikritin mín í Þýskalandi og Noregi voru þýdd. Ég hef skrifað á ensku núna í bráðum áratug. Skipti út i miðri á og varð strax hrifinn af Ameríku. Mér finnst hún geggjuð. Það eru auðvitað vandamál hér eins og annars staðar, en flest þetta sem við erum að nota, internetið, símarnir, hvaðan kemur það?“ Ameríka er að sögn Mikka ótrúleg og keyrð áfram af ótrúlegum dugnaði. Það á við okkar mann. „Ég hef alltaf verið fjölskyldumaður en ég hef aldrei skilið það að vilja finna sér vinnu þar sem þú neyðist til að setja múra milli vinnunnar og einkalífsins. Þegar ég er að skrifa handrit er ég að sinna köllun frekar en að það sé einhver vinna. Vinnan á að vera ástríða þín en þetta má ekki segja í dag því fólk er að bögglast með hugtök eins og „burnout“ eða að brenna út. Ég held að það sé af því maður er ekki að gera það sem er köllun manns.“ Þau hjónin stilla sér upp í myndatöku. Mikael segist auðvitað skilja að sumir eru að berjast við andleg veikindi og allskonar en hann segir að menn eigi að stefna að því að fást við það sem kalla megi köllun. „Þórný Þórarinsdóttir, mamma Eiríks Haukssonar, kenndi mér í grunnskóla. Ég var ömurlegur námsmaður, ofvirkur krakkaskratti en hún fór bara með mig heim til sín eftir skóla. Hún bjó skammt frá Vogaskóla. Þar gaf hún mér mjólk og kleinur og lét mig læra. Þetta var markaleysi og óhugsandi í dag. En þetta var af því að hún var ekki kennari að vinnu heldur þetta var köllun hennar. Hún sá í mér dreng sem leið ekki vel í skóla og það var köllun hennar að sinna mér.“ Holl ráð Kára Hún yrði sjálfsagt stimpluð í dag, á þessum síðustu og verstu? „Hún fengi illt auga frá öllum, þetta þætti markaleysi. En hún var ekkert að aðskilja einkalíf sitt frá vinnunni. Tengdapabbi hennar, sem var af allt annarri kynslóð, var alltaf að prjóna vettlinga inni í eldhúsi. Eins er með blaðamannastarfið sem einkennist að algjöru markaleysi. Þú ert alltaf að hugsa um vinnuna. Það er gott.“ Greinilegt er að spurningin um það hvort Mikki óttist dauðann situr í honum. „Nei, ég óttast ekki dauðann en ég óttast kannski ellina. Ég óttast það sem Kári Stefánsson sagði við mig. Hann hringdi óvænt í mig um árið og vildi tala við mig. Ég hafði þá gefið út Týnd í Paradís og hann var hrifinn.“ Kári var að velta þessu fyrir sér og Mikki fór og hitti forstjórann sem vildi ráðleggja þessum miðaldra rithöfundi. „Mikki, sagði hann við mig. Vertu góður við hana mömmu þína. En nú þarft þú að hugsa þinn gang. Þú ert orðinn fertugur. Myndlistarmenn geta verið að sletta málningu á striga fram á grafarbakkann. Fjörgamlir. En þú getur ekki skrifað með fullri orku nema í mesta lagi í þrjátíu ár til viðbótar. Heilinn þolir það ekki. Nú mátt þú ekki fara aftur að ritstýra fjölmiðlum. Þú átt að skrifa skáldsögur.“ Skáldið má ekki líta undan Mikael segist hafa tekið mark á Kára, svona innan þess ramma sem samtíminn ákvarðar. „Samkvæmt Kára á ég tuttugu ár eftir núna. En þetta voru hans skilaboð, að ég þyrfti að vanda mig í því við hvað ég ætti að nota heilann í mér í.“ En þetta er ekki það sama og að óttast dauðann? „Ekki að ég hafi einhvern sérstakan áhuga á því að deyja. En ég fylgdist með pabba deyja og upplifði það þannig að það væri ekkert að óttast. Þetta er stutt líf og maður má ekki taka því of hátíðlega. Við erum alltof hrædd í öllu þessu Covid, rosalegur kvíði. Heilu samfélögin féllu í sjúklegan kvíða við veikindi og dauða. Fólk er alltof hrætt.“ Fólk má ekki vera svo hrætt að það hætti að lifa? „Nei. Kannski er það blaðamaðurinn í mér en hann óttast ekki kaos og hamfarir. Hann horfir á þetta sem verkefni, hvernig eigum við að segja frá þessu?“ En svo eru sumir svo hræddir að þeir fara heim og undir sæng. „Blaðamaðurinn er eins og skáldið, og skáldið og blaðamaðurinn voru alltaf sami maðurinn. Það er áður en iðnbyltingin hófst og við gerðum blaðamennskuna að sérstöku fagi. Werner Herzog er einn af mínum uppáhalds. Hann var einhvern tíma skotinn í miðju viðtali. Og kippir sér ekkert upp við það. Gerir lítið úr því og segir eitthvað á þá leið: Skáldið má aldrei líta undan. Þetta er fyrirmynd. Nú er mikil umræða um eitraða karlmennsku og eitthvað svona en ég held að þetta sé ekkert slíkt. Þetta er skáldið. Við megum ekki líta undan.“
Höfundatal Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslendingar erlendis Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira