Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2024 12:13 Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, sem er írakskur vopnahópur sem nýtur stuðnings Írans og hefur komið að árásum á bandaríska hermenn þar í landi. AP/Hadi Mizban Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. Talsmaður ríkisstjórnar Íraks sagði í gærkvöldi að árásin væri gróft brot á fullveldi Íraks og líkti henni við hryðjuverk. Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, vopnahóps sem leiðtoginn tilheyrði, en hann hét Abu Taqwa. Hann var einnig einn af leiðtogum PMF-sveitanna svokölluðu (Popular Mobilization Force) en það eru regnhlífarsamtök vopnaðra hópa sem myndaðir voru til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. PMF-sveitirnar heyra formlega undir írakska herinn en eru í raun sjálfstæðar. Margar sveitanna tengjast klerkastjórn Írans nánum böndum. Harakat al-Nujaba hópurinn var árið 2019 skilgreindur af yfirvöldum í Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn segja Abu Taqwa hafa komið að skipulagningu árása á bandaríska hermenn í Írak, í kjölfar átakanna milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Víga- og vopnahópar tengdir Íran hafa gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í bæði Írak og Sýrlandi á undanförnum vikum. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að árásirnar hefðu verið minnst 115. Bandaríkjamenn höfðu hingað til brugðist við þeim árásum með örfáum loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Hingað til hafa árásirnar í Írak beinst að öðrum vígahópum sem tengjast Íran, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Í yfirlýsingu sem ráðuneytið gaf út í gær segja Bandaríkjamenn að árásin á Abu Taqwa hafi verið nauðsynleg. Hún hafi verið gerð í sjálfsvörn og að engir óbreyttir borgarar hafi fallið í henni. Í árásinni var dróni notaður til að skjóta eldflaug að bíl sem var fyrir utan höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba. Auk Abu Taqwa féllu tveir aðrir í árásinni. Talsmaður Írakska hersins hefur einnig gagnrýnt Bandaríkjamenn vegna árásarinnar. Bandarískir hermenn börðust gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem gera enn reglulega árásir í Írak, þó samtökin hafi misst yfirráðasvæði þeirra í landinu. Undanfarin ár hafa hermennirnir unnið að þjálfun írakskra öryggissveita. Leiðtogar írakskra vopna- og vígahópa sem tengjast Íran hafa eins og áður segir gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn, með því yfirlýsta markmiði að þeir yfirgefi Írak. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sem er sagður vinveittur Íran, lýsti því yfir í síðustu viku að ríkisstjórn hans væri að vinna að því að binda enda á veru erlendra hermanna í landinu. Írak Bandaríkin Hernaður Íran Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Talsmaður ríkisstjórnar Íraks sagði í gærkvöldi að árásin væri gróft brot á fullveldi Íraks og líkti henni við hryðjuverk. Loftárásin var gerð á höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba, vopnahóps sem leiðtoginn tilheyrði, en hann hét Abu Taqwa. Hann var einnig einn af leiðtogum PMF-sveitanna svokölluðu (Popular Mobilization Force) en það eru regnhlífarsamtök vopnaðra hópa sem myndaðir voru til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. PMF-sveitirnar heyra formlega undir írakska herinn en eru í raun sjálfstæðar. Margar sveitanna tengjast klerkastjórn Írans nánum böndum. Harakat al-Nujaba hópurinn var árið 2019 skilgreindur af yfirvöldum í Bandaríkjunum sem hryðjuverkasamtök. Bandaríkjamenn segja Abu Taqwa hafa komið að skipulagningu árása á bandaríska hermenn í Írak, í kjölfar átakanna milli Ísraela og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Víga- og vopnahópar tengdir Íran hafa gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í bæði Írak og Sýrlandi á undanförnum vikum. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði í gær að árásirnar hefðu verið minnst 115. Bandaríkjamenn höfðu hingað til brugðist við þeim árásum með örfáum loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Hingað til hafa árásirnar í Írak beinst að öðrum vígahópum sem tengjast Íran, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Íranskir hermenn féllu líklega í árásum Bandaríkjamanna Í yfirlýsingu sem ráðuneytið gaf út í gær segja Bandaríkjamenn að árásin á Abu Taqwa hafi verið nauðsynleg. Hún hafi verið gerð í sjálfsvörn og að engir óbreyttir borgarar hafi fallið í henni. Í árásinni var dróni notaður til að skjóta eldflaug að bíl sem var fyrir utan höfuðstöðvar Harakat al-Nujaba. Auk Abu Taqwa féllu tveir aðrir í árásinni. Talsmaður Írakska hersins hefur einnig gagnrýnt Bandaríkjamenn vegna árásarinnar. Bandarískir hermenn börðust gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem gera enn reglulega árásir í Írak, þó samtökin hafi misst yfirráðasvæði þeirra í landinu. Undanfarin ár hafa hermennirnir unnið að þjálfun írakskra öryggissveita. Leiðtogar írakskra vopna- og vígahópa sem tengjast Íran hafa eins og áður segir gert fjölmargar árásir á bandaríska hermenn, með því yfirlýsta markmiði að þeir yfirgefi Írak. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sem er sagður vinveittur Íran, lýsti því yfir í síðustu viku að ríkisstjórn hans væri að vinna að því að binda enda á veru erlendra hermanna í landinu.
Írak Bandaríkin Hernaður Íran Sýrland Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12 Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hryðjuverkasamtök lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Íran Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið, ISIS, hafa lýst ábyrgð á sprengjuárásinni í Kerman í Íran í gær. 4. janúar 2024 19:12
Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4. janúar 2024 07:39
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03