Bleiki fíllinn í postulínsbúðinni Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. janúar 2024 12:00 Ég vil hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir ábyrga nálgun í upphafi kjaraviðræðna. Verðbólgu og vaxtabölið er bleiki fíllinn í postulínsbúðinni. Lífsgæði og afkoma flestra ráðast að mestu af þessum þáttum og sveitarfélögin eru ekki stikkfrí. Gjaldskrárhækkanir upp á 9,9%, fyrir árið 2024 að jafnaði, var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú í desember þegar fjárhagsáætlun bæjarins var afgreidd. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn áætluninni, m.a. vegna hinna óskynsamlegu hækkana á gjaldskrá sem undirritaður taldi verðbólguhvetjandi. Ákall fulltrúa vinnumarkaðarins um að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið stilli verðhækkunum í hóf er ein af grundvallarforsendum góðrar niðurstöðu í kjaraviðræðum og að markmið um vaxta og verðbólgulækkun gangi eftir. Það skiptir stórskuldug sveitarfélög meira máli að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur en óhófleg gjaldskrárhækkun á þjónustu sinni. Lækkun verðbólgu og vaxta mun gera miklu meira fyrir reksturinn og þá nauðsynlegu uppbyggingu sem flest sveitarfélög standa frammi fyrir en hækkun gjaldskrár. Það er því allra hagur að sveitarfélög stilli hækkunum í hóf og standi saman og sýni fordæmi þegar kemur að því að taka í handbremsu verðhækkana. Hóflegar launahækkanir eru sveitarfélögum í hag og munu án efa vega upp þá gjaldskrárlækkun sem nauðsynleg er. Það er af þessum ástæðum sem Viðreisn hefur lagt það til við bæjarráð að Hafnarfjörður skipi sér í forystuhlutverk í sveitarstjórnarmálum eins og bænum ber og takmarki hækkanir við 3,5%. Slíkt mun skila sér margfalt til baka. Ég hvet öll sveitarfélög landsins að takmarka gjaldskrárhækkanir sínar. Það mun skila sér margfalt til baka, bæði fyrir bæjarsjóði og íbúa. Það er kominn tími til að einhver axli pólitíska ábyrgð og forystu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Viðreisn Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Ég vil hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir ábyrga nálgun í upphafi kjaraviðræðna. Verðbólgu og vaxtabölið er bleiki fíllinn í postulínsbúðinni. Lífsgæði og afkoma flestra ráðast að mestu af þessum þáttum og sveitarfélögin eru ekki stikkfrí. Gjaldskrárhækkanir upp á 9,9%, fyrir árið 2024 að jafnaði, var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú í desember þegar fjárhagsáætlun bæjarins var afgreidd. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi einn bæjarfulltrúa atkvæði gegn áætluninni, m.a. vegna hinna óskynsamlegu hækkana á gjaldskrá sem undirritaður taldi verðbólguhvetjandi. Ákall fulltrúa vinnumarkaðarins um að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið stilli verðhækkunum í hóf er ein af grundvallarforsendum góðrar niðurstöðu í kjaraviðræðum og að markmið um vaxta og verðbólgulækkun gangi eftir. Það skiptir stórskuldug sveitarfélög meira máli að ná niður vöxtum og verðbólgu heldur en óhófleg gjaldskrárhækkun á þjónustu sinni. Lækkun verðbólgu og vaxta mun gera miklu meira fyrir reksturinn og þá nauðsynlegu uppbyggingu sem flest sveitarfélög standa frammi fyrir en hækkun gjaldskrár. Það er því allra hagur að sveitarfélög stilli hækkunum í hóf og standi saman og sýni fordæmi þegar kemur að því að taka í handbremsu verðhækkana. Hóflegar launahækkanir eru sveitarfélögum í hag og munu án efa vega upp þá gjaldskrárlækkun sem nauðsynleg er. Það er af þessum ástæðum sem Viðreisn hefur lagt það til við bæjarráð að Hafnarfjörður skipi sér í forystuhlutverk í sveitarstjórnarmálum eins og bænum ber og takmarki hækkanir við 3,5%. Slíkt mun skila sér margfalt til baka. Ég hvet öll sveitarfélög landsins að takmarka gjaldskrárhækkanir sínar. Það mun skila sér margfalt til baka, bæði fyrir bæjarsjóði og íbúa. Það er kominn tími til að einhver axli pólitíska ábyrgð og forystu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun