Öfugsnúin umræða í orkumálum Björn Leví Gunnarsson skrifar 3. janúar 2024 11:00 Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda? Hvernig stendur á því að hér komi miklu fleiri ferðamenn á hverju ári en stjórnvöld búast við og innviðir landsins ráða við og að ekkert sé gert til þess að bregðast við því með innviðauppbyggingu og/eða aðgöngustýringu? Hvers vegna eru svona mörg öfugmæli í pólitískri umræðu á Íslandi? Það er að segja, stjórnvöld segja eitt en gera svo eitthvað allt annað (eða bara ekki neitt)? Ríkisstjórn glærusýninga Nú gæti einhver spurt hvort ég hafi ekki séð allar glærusýningarnar hjá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn verðbólgu, uppbyggingu húsnæðis, þjóðarhöll og fleira. Jú, ég hef séð þær glærusýningar. Ég hef meira að segja séð sömu glærusýninguna sýnda oft og mörgum sinnum. Sömu aðgerðirnar kynntar margoft. Ég hef hins vegar ekki séð neitt meira en það. En allar skýrslurnar frá öllum starfshópunum? Hefur þú ekki séð þær? Jú, mikil ósköp. Ágætis skýrslur meira að segja yfirleitt. Ein fyrsta skýrslan sem forsætisráðherra lét til dæmis gera var um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar voru lagðar fram ýmsar ágætar tillögur um heilindi í stjórnmálum, um siðareglur og siðferðileg viðmið, gagnsæi og miðlun upplýsinga, hagsmunaárekstra - í tuttugu og fimm liðum. En það er eitt að fá skýrslu og setja meira að segja siðareglur. Það er svo annað að fara eftir þeim. Orkumálin - ábyrgð stjórnvalda En fjöllum aðeins um orkumálin sem hátt er nú talað um á hinum pólitíska vettvangi. Þar taka hvað hæst til máls aðilar sem bera þó nokkra ábyrgð á því hvernig staða orkumála er hér á landi, en á sama tíma er málflutningur þeirra á þann veg að staðan sé nú einhverjum öðrum að kenna. Nauðvörnin er nú oft þannig. Þau sem bera ábyrgð hafa sem hæst um ábyrgð allra annara. Í aðsendri grein á Vísi skrifaði orkumálastjóri að „Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga.” Þetta er vandinn í hnotskurn, eins og fram kemur í greininni þá nota stórnotendur um 80% af allri orku sem er framleidd á Íslandi og heimili nota einungis 5%. Árið 2021 notuðu heimili í Evrópu 27,9% af framleiddri orku. Iðnaður í Evrópu notaði einungis rúmlega 25%. Þetta þýðir einfaldlega að við höfum virkjað gríðarlega mikla orku hérna á Íslandi fyrir iðnað og þegar það er talað um orkuskort, þá er það alls ekki orkuskortur vegna þess að hér er ekki framleidd næg orka. Það er orkuskortur út af því hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hefur verið virkjuð hér á landi. En eins og með flest annað skortir ríkisstjórninni bæði stefnu í málaflokknum og að fylgja henni eftir. Í grein sinni nefnir orkumálastjóri að til ársins 2003 hafi Landsvirkjun borið lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en að sú skylda hafi verið afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins. Nú vill svo til að í þriðja orkupakkanum er einmitt kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að tryggja heimilum og smærri fyrirtækjum orku á sanngjörnu verði. Sú skylda hefur hins vegar ekki enn verið útfærð í lögum. Það var einnig ekkert sem bannaði stjórnvöldum að tryggja heimilum orku frá árinu 2003. Höfum þetta í huga þegar við hlustum á harmakvein pólitíkusanna sem koma úr flokkunum sem eru búnir að ráða öllu sem viðkemur orkumálum undanfarna áratugi. Þeirra eigin ábyrgð er mikil og því holur hljómur í gagnrýni þeirra þar sem það er þeirra að bregðast við með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda? Hvernig stendur á því að hér komi miklu fleiri ferðamenn á hverju ári en stjórnvöld búast við og innviðir landsins ráða við og að ekkert sé gert til þess að bregðast við því með innviðauppbyggingu og/eða aðgöngustýringu? Hvers vegna eru svona mörg öfugmæli í pólitískri umræðu á Íslandi? Það er að segja, stjórnvöld segja eitt en gera svo eitthvað allt annað (eða bara ekki neitt)? Ríkisstjórn glærusýninga Nú gæti einhver spurt hvort ég hafi ekki séð allar glærusýningarnar hjá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn verðbólgu, uppbyggingu húsnæðis, þjóðarhöll og fleira. Jú, ég hef séð þær glærusýningar. Ég hef meira að segja séð sömu glærusýninguna sýnda oft og mörgum sinnum. Sömu aðgerðirnar kynntar margoft. Ég hef hins vegar ekki séð neitt meira en það. En allar skýrslurnar frá öllum starfshópunum? Hefur þú ekki séð þær? Jú, mikil ósköp. Ágætis skýrslur meira að segja yfirleitt. Ein fyrsta skýrslan sem forsætisráðherra lét til dæmis gera var um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar voru lagðar fram ýmsar ágætar tillögur um heilindi í stjórnmálum, um siðareglur og siðferðileg viðmið, gagnsæi og miðlun upplýsinga, hagsmunaárekstra - í tuttugu og fimm liðum. En það er eitt að fá skýrslu og setja meira að segja siðareglur. Það er svo annað að fara eftir þeim. Orkumálin - ábyrgð stjórnvalda En fjöllum aðeins um orkumálin sem hátt er nú talað um á hinum pólitíska vettvangi. Þar taka hvað hæst til máls aðilar sem bera þó nokkra ábyrgð á því hvernig staða orkumála er hér á landi, en á sama tíma er málflutningur þeirra á þann veg að staðan sé nú einhverjum öðrum að kenna. Nauðvörnin er nú oft þannig. Þau sem bera ábyrgð hafa sem hæst um ábyrgð allra annara. Í aðsendri grein á Vísi skrifaði orkumálastjóri að „Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga.” Þetta er vandinn í hnotskurn, eins og fram kemur í greininni þá nota stórnotendur um 80% af allri orku sem er framleidd á Íslandi og heimili nota einungis 5%. Árið 2021 notuðu heimili í Evrópu 27,9% af framleiddri orku. Iðnaður í Evrópu notaði einungis rúmlega 25%. Þetta þýðir einfaldlega að við höfum virkjað gríðarlega mikla orku hérna á Íslandi fyrir iðnað og þegar það er talað um orkuskort, þá er það alls ekki orkuskortur vegna þess að hér er ekki framleidd næg orka. Það er orkuskortur út af því hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hefur verið virkjuð hér á landi. En eins og með flest annað skortir ríkisstjórninni bæði stefnu í málaflokknum og að fylgja henni eftir. Í grein sinni nefnir orkumálastjóri að til ársins 2003 hafi Landsvirkjun borið lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en að sú skylda hafi verið afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins. Nú vill svo til að í þriðja orkupakkanum er einmitt kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að tryggja heimilum og smærri fyrirtækjum orku á sanngjörnu verði. Sú skylda hefur hins vegar ekki enn verið útfærð í lögum. Það var einnig ekkert sem bannaði stjórnvöldum að tryggja heimilum orku frá árinu 2003. Höfum þetta í huga þegar við hlustum á harmakvein pólitíkusanna sem koma úr flokkunum sem eru búnir að ráða öllu sem viðkemur orkumálum undanfarna áratugi. Þeirra eigin ábyrgð er mikil og því holur hljómur í gagnrýni þeirra þar sem það er þeirra að bregðast við með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun