Bróðir Hemma: „Ég er ofboðslega sár yfir þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. janúar 2024 17:21 Ragnar er afar ósáttur við að bróður hans hafi brugðið fyrir í áramótaskaupinu á gamlárskvöld. Ragnar Gunnarsson, bróðir Hermanns heitins Gunnarssonar, segist mjög sár yfir innkomu Hemma í Áramótaskaupið. Í atriðinu sem um ræðir mátti sjá þónokkra þjóðþekkta einstaklinga stíga á stokk, en þar má nefna Boga Ágústsson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Þessir einstaklingar komu þó ekki sjálfir fram, heldur var tækni notuð til að líkja eftir útliti og raddbeitingu þeirra. Undir lok atriðisins kom Hemmi Gunn, en ólíkt hinum frægðarmennunum, er hann látinn. Auðunn Blöndal, Auddi, sem ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni, Steinda, sá um atriðið, sagðist hafa spurt fjölskyldu Hemma um leyfi áður en farið var með atriðið í skaupið. „Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auðunn. „Þetta er tóm lygi í Audda Blö,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann tekur fram að Hermann hafi líka átt systkini og að þau hafi ekki verið spurð um leyfi. Honum finnst illa hafa verið staðið að atriðinu „Þetta er virkilega ljótt.“ Ragnar segir sig og Hermann hafa verið mjög nána. „Svo kemur hann allt í einu í sjónvarpinu og fólk er bara slegið. Mér finnst þetta fáránlegt.“ Líkt og áður segir er Ragnar ósáttur með atriðið, og gefur hann til kynna að hann vilji fá afsökunarbeiðni „Ég er ofboðslega sár yfir þessu. Þetta er svívirðilegt.“ Sjá einnig: Fengu leyfi frá fjölskyldu Hemma Gunn Vísir greindi frá því í dag að Hendriki Birni Hermannssyni, veitingamanni og syni Hemma, hefði brugðið þegar hann sá atriðið. Hann hafði ekki verið spurður, en verið fljótur að jafna sig eftir að hann heyrði í systrum sínum. Hann vill meina að um misskilning hafi verið að ræða. „Ég talaði við Evu Laufeyju og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik. Gervigreind Áramótaskaupið Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Þessir einstaklingar komu þó ekki sjálfir fram, heldur var tækni notuð til að líkja eftir útliti og raddbeitingu þeirra. Undir lok atriðisins kom Hemmi Gunn, en ólíkt hinum frægðarmennunum, er hann látinn. Auðunn Blöndal, Auddi, sem ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni, Steinda, sá um atriðið, sagðist hafa spurt fjölskyldu Hemma um leyfi áður en farið var með atriðið í skaupið. „Þau voru sammála okkur um að það hefði enginn fílað þetta meira en einmitt okkar uppáhalds maður Hemmi Gunn,“ sagði Auðunn. „Þetta er tóm lygi í Audda Blö,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann tekur fram að Hermann hafi líka átt systkini og að þau hafi ekki verið spurð um leyfi. Honum finnst illa hafa verið staðið að atriðinu „Þetta er virkilega ljótt.“ Ragnar segir sig og Hermann hafa verið mjög nána. „Svo kemur hann allt í einu í sjónvarpinu og fólk er bara slegið. Mér finnst þetta fáránlegt.“ Líkt og áður segir er Ragnar ósáttur með atriðið, og gefur hann til kynna að hann vilji fá afsökunarbeiðni „Ég er ofboðslega sár yfir þessu. Þetta er svívirðilegt.“ Sjá einnig: Fengu leyfi frá fjölskyldu Hemma Gunn Vísir greindi frá því í dag að Hendriki Birni Hermannssyni, veitingamanni og syni Hemma, hefði brugðið þegar hann sá atriðið. Hann hafði ekki verið spurður, en verið fljótur að jafna sig eftir að hann heyrði í systrum sínum. Hann vill meina að um misskilning hafi verið að ræða. „Ég talaði við Evu Laufeyju og systur mínar, og þær segja að reynt hafi verið að ná í mig. Þetta var ók og ég er sannfærður um að pabbi hefði alveg orðið ánægður með þetta,“ segir Hendrik.
Gervigreind Áramótaskaupið Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein