Jóhann Berg lagði upp í grátlegu tapi Burnley Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 17:06 Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley í dag og sést hér í baráttunni við Alex Moreno leikmann Aston Villa. Vísir/Getty Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði naumlega gegn Aston Villa í dag. Úlfarnir unnu sinn þriðja leik í röð í úrvalsdeildinni. Aston Villa gerði jafntefli við botnlið Sheffield United í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley. Burnley hefur verið í brasi allt tímabilið og var í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leon Bailey kom Aston Villa í 1-0 á 28. mínútu eftir sendingu framherjans Ollie Watkins en Zeke Amdouni jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Moussa Diaby sá til þess að Aston Villa var 2-1 en hann skoraði af markteig eftir sendingu frá Waktins. Í stöðunni 1-1 hafði Lyle Foster komið boltanum í mark Villa en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 8 - Ollie Watkins has provided more assists than any other player in the Premier League this season (8), setting up both of Aston Villa's goals so far today. Benevolent. #AVLBUR— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2023 Brekkan varð síðan enn brattari fyrir Burnley í upphafi síðari hálfleiks þegar Sander Berge var rekinn af velli eftir að hafa fengið sína aðra áminningu. Á 71. mínútu sofnuðu leikmenn Villa hins vegar á verðinum. James Trafford átti þá markspyrnu frá marki sínu sem Jóhann Berg Guðmundsson skallaði innfyrir vörn Villa. Þar mætti Lyle Foster og lék boltanum inn í teiginn. Hann kláraði færið síðan í nærhornið framhjá Emiliano Martinez í markinu og staðan orðin jöfn. Jóhann Berg var tekinn af velli skömmu eftir stoðsendinguna og tíu leikmenn Burnley náðu ekki að halda jöfnu. Aston Villa fékk ódýra vítaspyrnu á 89. mínútu sem Douglas Luiz skoraði úr af miklu öryggi. Aston Villa sigldi sigrinum í höfn og tryggði sér stigin þrjú. Lokatölur 3-2 og Aston Villa fer upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og jafnar Liverpool að stigum. Þrír sigrar í röð hjá Úlfunum en þrjú töp hjá Everton Wolves vann þægilegan heimasigur á Everton sem tapaði sínum þriðja leik í röð eftir fínt gengi þar á undan. Max Kilman kom Úlfunum í 1-0 í fyrri hálfleik áður en Matheus Cunha og Craig Dawson bættu við mörkum snemma í síðari hálfleiknum. Lokatölur 3-0. Með sigrinum fara Úlfarnir upp í 11. sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigurleikur þeirra í röð. Í Lundúnum vann Crystal Palace góðan 3-1 sigur á Brentford. Gestirnir komust í 1-0 strax á 2. mínútu en heimamenn sneru stöðunni við fyrir lok fyrri hálfleiks. Michael Olise og Eberechi Eze komu þeim í 2-1 og á 58. mínútu bætti Olise við sínu öðru marki og staðan orðin 3-1 fyrir Palace. Brentford náði ekki að ógna Crystal Palace að ráði og lærisveinar Roy Hodgson náðu í stigin þrjú. Palace er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig en Brentfored tveimur sætum neðar með 19 stig. Úrslit dagsins: Luton Town - Chelsea 2-3Wolves - Everton 3-0Manchester City - Sheffield United 2-0Crystal Palace - Brentford 3-1Aston Villa - Burnley 3-2 Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Aston Villa gerði jafntefli við botnlið Sheffield United í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley. Burnley hefur verið í brasi allt tímabilið og var í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leon Bailey kom Aston Villa í 1-0 á 28. mínútu eftir sendingu framherjans Ollie Watkins en Zeke Amdouni jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Moussa Diaby sá til þess að Aston Villa var 2-1 en hann skoraði af markteig eftir sendingu frá Waktins. Í stöðunni 1-1 hafði Lyle Foster komið boltanum í mark Villa en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 8 - Ollie Watkins has provided more assists than any other player in the Premier League this season (8), setting up both of Aston Villa's goals so far today. Benevolent. #AVLBUR— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2023 Brekkan varð síðan enn brattari fyrir Burnley í upphafi síðari hálfleiks þegar Sander Berge var rekinn af velli eftir að hafa fengið sína aðra áminningu. Á 71. mínútu sofnuðu leikmenn Villa hins vegar á verðinum. James Trafford átti þá markspyrnu frá marki sínu sem Jóhann Berg Guðmundsson skallaði innfyrir vörn Villa. Þar mætti Lyle Foster og lék boltanum inn í teiginn. Hann kláraði færið síðan í nærhornið framhjá Emiliano Martinez í markinu og staðan orðin jöfn. Jóhann Berg var tekinn af velli skömmu eftir stoðsendinguna og tíu leikmenn Burnley náðu ekki að halda jöfnu. Aston Villa fékk ódýra vítaspyrnu á 89. mínútu sem Douglas Luiz skoraði úr af miklu öryggi. Aston Villa sigldi sigrinum í höfn og tryggði sér stigin þrjú. Lokatölur 3-2 og Aston Villa fer upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og jafnar Liverpool að stigum. Þrír sigrar í röð hjá Úlfunum en þrjú töp hjá Everton Wolves vann þægilegan heimasigur á Everton sem tapaði sínum þriðja leik í röð eftir fínt gengi þar á undan. Max Kilman kom Úlfunum í 1-0 í fyrri hálfleik áður en Matheus Cunha og Craig Dawson bættu við mörkum snemma í síðari hálfleiknum. Lokatölur 3-0. Með sigrinum fara Úlfarnir upp í 11. sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigurleikur þeirra í röð. Í Lundúnum vann Crystal Palace góðan 3-1 sigur á Brentford. Gestirnir komust í 1-0 strax á 2. mínútu en heimamenn sneru stöðunni við fyrir lok fyrri hálfleiks. Michael Olise og Eberechi Eze komu þeim í 2-1 og á 58. mínútu bætti Olise við sínu öðru marki og staðan orðin 3-1 fyrir Palace. Brentford náði ekki að ógna Crystal Palace að ráði og lærisveinar Roy Hodgson náðu í stigin þrjú. Palace er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig en Brentfored tveimur sætum neðar með 19 stig. Úrslit dagsins: Luton Town - Chelsea 2-3Wolves - Everton 3-0Manchester City - Sheffield United 2-0Crystal Palace - Brentford 3-1Aston Villa - Burnley 3-2
Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira