Jóhann Berg lagði upp í grátlegu tapi Burnley Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 17:06 Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley í dag og sést hér í baráttunni við Alex Moreno leikmann Aston Villa. Vísir/Getty Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði naumlega gegn Aston Villa í dag. Úlfarnir unnu sinn þriðja leik í röð í úrvalsdeildinni. Aston Villa gerði jafntefli við botnlið Sheffield United í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley. Burnley hefur verið í brasi allt tímabilið og var í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leon Bailey kom Aston Villa í 1-0 á 28. mínútu eftir sendingu framherjans Ollie Watkins en Zeke Amdouni jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Moussa Diaby sá til þess að Aston Villa var 2-1 en hann skoraði af markteig eftir sendingu frá Waktins. Í stöðunni 1-1 hafði Lyle Foster komið boltanum í mark Villa en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 8 - Ollie Watkins has provided more assists than any other player in the Premier League this season (8), setting up both of Aston Villa's goals so far today. Benevolent. #AVLBUR— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2023 Brekkan varð síðan enn brattari fyrir Burnley í upphafi síðari hálfleiks þegar Sander Berge var rekinn af velli eftir að hafa fengið sína aðra áminningu. Á 71. mínútu sofnuðu leikmenn Villa hins vegar á verðinum. James Trafford átti þá markspyrnu frá marki sínu sem Jóhann Berg Guðmundsson skallaði innfyrir vörn Villa. Þar mætti Lyle Foster og lék boltanum inn í teiginn. Hann kláraði færið síðan í nærhornið framhjá Emiliano Martinez í markinu og staðan orðin jöfn. Jóhann Berg var tekinn af velli skömmu eftir stoðsendinguna og tíu leikmenn Burnley náðu ekki að halda jöfnu. Aston Villa fékk ódýra vítaspyrnu á 89. mínútu sem Douglas Luiz skoraði úr af miklu öryggi. Aston Villa sigldi sigrinum í höfn og tryggði sér stigin þrjú. Lokatölur 3-2 og Aston Villa fer upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og jafnar Liverpool að stigum. Þrír sigrar í röð hjá Úlfunum en þrjú töp hjá Everton Wolves vann þægilegan heimasigur á Everton sem tapaði sínum þriðja leik í röð eftir fínt gengi þar á undan. Max Kilman kom Úlfunum í 1-0 í fyrri hálfleik áður en Matheus Cunha og Craig Dawson bættu við mörkum snemma í síðari hálfleiknum. Lokatölur 3-0. Með sigrinum fara Úlfarnir upp í 11. sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigurleikur þeirra í röð. Í Lundúnum vann Crystal Palace góðan 3-1 sigur á Brentford. Gestirnir komust í 1-0 strax á 2. mínútu en heimamenn sneru stöðunni við fyrir lok fyrri hálfleiks. Michael Olise og Eberechi Eze komu þeim í 2-1 og á 58. mínútu bætti Olise við sínu öðru marki og staðan orðin 3-1 fyrir Palace. Brentford náði ekki að ógna Crystal Palace að ráði og lærisveinar Roy Hodgson náðu í stigin þrjú. Palace er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig en Brentfored tveimur sætum neðar með 19 stig. Úrslit dagsins: Luton Town - Chelsea 2-3Wolves - Everton 3-0Manchester City - Sheffield United 2-0Crystal Palace - Brentford 3-1Aston Villa - Burnley 3-2 Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Aston Villa gerði jafntefli við botnlið Sheffield United í síðustu umferð og þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley. Burnley hefur verið í brasi allt tímabilið og var í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Leon Bailey kom Aston Villa í 1-0 á 28. mínútu eftir sendingu framherjans Ollie Watkins en Zeke Amdouni jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar. Moussa Diaby sá til þess að Aston Villa var 2-1 en hann skoraði af markteig eftir sendingu frá Waktins. Í stöðunni 1-1 hafði Lyle Foster komið boltanum í mark Villa en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 8 - Ollie Watkins has provided more assists than any other player in the Premier League this season (8), setting up both of Aston Villa's goals so far today. Benevolent. #AVLBUR— OptaJoe (@OptaJoe) December 30, 2023 Brekkan varð síðan enn brattari fyrir Burnley í upphafi síðari hálfleiks þegar Sander Berge var rekinn af velli eftir að hafa fengið sína aðra áminningu. Á 71. mínútu sofnuðu leikmenn Villa hins vegar á verðinum. James Trafford átti þá markspyrnu frá marki sínu sem Jóhann Berg Guðmundsson skallaði innfyrir vörn Villa. Þar mætti Lyle Foster og lék boltanum inn í teiginn. Hann kláraði færið síðan í nærhornið framhjá Emiliano Martinez í markinu og staðan orðin jöfn. Jóhann Berg var tekinn af velli skömmu eftir stoðsendinguna og tíu leikmenn Burnley náðu ekki að halda jöfnu. Aston Villa fékk ódýra vítaspyrnu á 89. mínútu sem Douglas Luiz skoraði úr af miklu öryggi. Aston Villa sigldi sigrinum í höfn og tryggði sér stigin þrjú. Lokatölur 3-2 og Aston Villa fer upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og jafnar Liverpool að stigum. Þrír sigrar í röð hjá Úlfunum en þrjú töp hjá Everton Wolves vann þægilegan heimasigur á Everton sem tapaði sínum þriðja leik í röð eftir fínt gengi þar á undan. Max Kilman kom Úlfunum í 1-0 í fyrri hálfleik áður en Matheus Cunha og Craig Dawson bættu við mörkum snemma í síðari hálfleiknum. Lokatölur 3-0. Með sigrinum fara Úlfarnir upp í 11. sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigurleikur þeirra í röð. Í Lundúnum vann Crystal Palace góðan 3-1 sigur á Brentford. Gestirnir komust í 1-0 strax á 2. mínútu en heimamenn sneru stöðunni við fyrir lok fyrri hálfleiks. Michael Olise og Eberechi Eze komu þeim í 2-1 og á 58. mínútu bætti Olise við sínu öðru marki og staðan orðin 3-1 fyrir Palace. Brentford náði ekki að ógna Crystal Palace að ráði og lærisveinar Roy Hodgson náðu í stigin þrjú. Palace er í 13. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig en Brentfored tveimur sætum neðar með 19 stig. Úrslit dagsins: Luton Town - Chelsea 2-3Wolves - Everton 3-0Manchester City - Sheffield United 2-0Crystal Palace - Brentford 3-1Aston Villa - Burnley 3-2
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira