Albert lagði upp er Genoa stal stigi af toppliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson og félagar fagna marki kvöldsins.
Albert Guðmundsson og félagar fagna marki kvöldsins. Vísir/Getty

Albert Guðmundsson og félagar í Genoa gerðu 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Inter, toppliði ítölsku úrvalsdeildarinnar, í kvöld.

Albert var á sínum stað í byrjunarliði Genoa og lék allan leikinn fyrir heimamenn. Það voru þó gestirnir í Inter sem tóku forystuna þegar Marko Arnautovic kom boltanum í netið á 42. mínútu.

Það leit því allt út fyrir að gestirnir færu með forystu inn í hálfleikinn, en Radu Dragusin jafnaði metin fyrir Genoa á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann stangaði hornspyrnu Alberts í netið og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

https://twitter.com/GenoaCFC/status/1740835495255716059

Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi í síðari hálfleik tókst liðunum ekki að bæta mörkum við fyrir lokaflautið og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli.

Inter er nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar, en liðið er með 45 stig eftir 18 leiki. Albert og félagar sitja hins vegar í 13. sæti með 20 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira