Erlent

Einn látinn og tveir hand­teknir eftir að bif­reið var ekið á hóp fólks

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bifreið var ekið á hóp fólks eftir að átök brutust út í Sheffield í gær.
Bifreið var ekið á hóp fólks eftir að átök brutust út í Sheffield í gær.

Einn er látinn og tveir hafa verið handteknir í tengslum við átök sem brutust út í Sheffield á Englandi í gær, sem enduðu með því að bifreið var ekið á hóp fólks.

Lögregla var kölluð til vegna átaka við College Close í Burngreave í Sheffield, þar sem tilkynnt var um ofbeldi og óeirðir. Á meðan símtalinu stóð yfir var bifreið ekið á hóp af fólki, að því er fram kemur hjá Guardian.

Fjörtíu og sex ára karlmaður lést á vettvangi og nokkrir voru fluttir á sjúkrahús. Einn er sagður alvarlega særður.

Að sögn lögreglu í Suður-Yorkshire hefur 23 ára maður verið handtekinn grunaður um morð og 55 ára maður handtekinn grunaður um morðtilraun.

Svæðið var girt af og gengið í nærliggjandi hús til að afla upplýsinga. Þá verður efni úr öryggismyndavélum skoðað og hefur fólk verið hvatt til að gefa sig fram ef það telur sig hafa upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×