Botna ekkert í viðbrögðum Víkings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2023 11:19 Víkingar hafa unnið sex stóra titla undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. vísir/hulda margrét Forráðamenn Norrköping eru undrandi á viðbrögðum Víkings vegna þeirrar ákvörðunar Íslands- og bikarmeistaranna um að slíta viðræðum félaganna vegna Arnars Gunnlaugssonar. Norrköping vildi fá Arnar sem næsta þjálfara liðsins og hóf viðræður við Víking. Íslands- og bikarmeistararnir slitu þeim hins vegar þar sem þeim þótti tilboð Norrköping í Arnar of lágt. „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í tilkynningu félagsins. Norrköping sendi í dag bréf til stuðningsmanna félagsins vegna viðræðnanna við Arnar. Þar segir að Norrköping hafi alltaf verið meðvitað um að félagið þyrfti að greiða Víkingi ákveðna upphæð fyrir að losa Arnar undan samningi. „Norrköping virti þetta alltaf og mætti kröfum Víkings um greiðslu fyrir hann. Af þeim sökum, og að Víkingur samþykkti að Arnar færi í viðræður við annað félag, er stjórnin mjög undrandi á orðum íþróttastjóra Víkings um að félagið hafi ekki viljað selja þjálfarann sinn,“ sagði í bréfinu. Þar segir ennfremur að leit Norrköping að nýjum þjálfara standi enn yfir. Jóhannes Karl Guðjónsson er einn þeirra sem kemur til greina í starfið. Hann hefur einnig verið orðaður við Öster sem leikur í næstefstu deild. Í viðtali við íþróttadeild á Þorláksmessu sagðist Arnar ekki vera svekktur að hafa ekki fengið að taka við Norrköping. „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils,“ sagði Arnar. Skagamaðurinn er samningsbundinn Víkingi til 2024. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018 og undir hans stjórn hefur það unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Norrköping vildi fá Arnar sem næsta þjálfara liðsins og hóf viðræður við Víking. Íslands- og bikarmeistararnir slitu þeim hins vegar þar sem þeim þótti tilboð Norrköping í Arnar of lágt. „Tilboð Norrköping var ekki nálægt því sem við teljum virði Arnars Gunnlaugssonar vera. Því ákvað félagið að afþakka frekari samningaviðræður og setja allan fókus á undirbúning fyrir næsta tímabil. Arnar er afar fær þjálfari og mikilvægur okkur Víkingum og er ég afar spenntur fyrir áframhaldandi samstarfi með Arnari,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, í tilkynningu félagsins. Norrköping sendi í dag bréf til stuðningsmanna félagsins vegna viðræðnanna við Arnar. Þar segir að Norrköping hafi alltaf verið meðvitað um að félagið þyrfti að greiða Víkingi ákveðna upphæð fyrir að losa Arnar undan samningi. „Norrköping virti þetta alltaf og mætti kröfum Víkings um greiðslu fyrir hann. Af þeim sökum, og að Víkingur samþykkti að Arnar færi í viðræður við annað félag, er stjórnin mjög undrandi á orðum íþróttastjóra Víkings um að félagið hafi ekki viljað selja þjálfarann sinn,“ sagði í bréfinu. Þar segir ennfremur að leit Norrköping að nýjum þjálfara standi enn yfir. Jóhannes Karl Guðjónsson er einn þeirra sem kemur til greina í starfið. Hann hefur einnig verið orðaður við Öster sem leikur í næstefstu deild. Í viðtali við íþróttadeild á Þorláksmessu sagðist Arnar ekki vera svekktur að hafa ekki fengið að taka við Norrköping. „Er ég eitthvað ósáttur við það? Nei, eiginlega ekki. Langaði mig að fara út og kitlaði það? Já, það gerði það. En núna er komin niðurstaða. Ég verð áfram og Víkingur vill ekki selja. Það er bara frábært. Ég ber virðingu fyrir því og hlakka gríðarlega til næsta tímabils,“ sagði Arnar. Skagamaðurinn er samningsbundinn Víkingi til 2024. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018 og undir hans stjórn hefur það unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira