Hútar lýsa yfir ábyrgð á eldflaugaárás í Rauðahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 22:07 Bandaríska herskipið USS Carney sem staðsett hefur verið á Rauðahafi síðustu vikur. AP Vígasamtök Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á eldflaugaárás sem gerð var á flutningaskip í Rauðahafi fyrr í dag. Þá lýstu samtökin yfir ábyrgð á tilraun til drónaárásar á Ísrael. Mikil spenna hefur verið á Rauðahafi að undanförnu en Hútar hafa gert nær linnulausar árásir á flutninga- og herskip á hafinu síðan í október. Leiðtogar Húta tilkynntu í annarri viku desember að skotið yrði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim yrði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð fyrir íbúa þar. Hútar hafa meðal annars skotið á norskt tankskip og líberískt flutningaskip síðan þá. Nú í morgun skutu Hútar á skipið United VIII, sem er í eigu svissnesk-ítalska fyrirtækisins MSC Mediterranean Shipping. Að sögn félagsins slasaðist enginn skipverja í árásinni en skipið var á leið frá Sádi-Arabíu til Pakistan. Um svipað leyti varð Ísrael fyrir eldflaugaárás, sem landið náði þó að verjast, af Rauðahafi. Yahya Sarea, talsmaður hersveita Húta, sagði í sjónvarpsávarpi síðar í dag að Hútar bæru ábyrgð á árásunum tveimur. Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingarleið heims og hefur aðgengi að hafinu í gegnum tíðina verið beitt í pólitískum tilgangi. Hafið tengir Arabíuhaf í suðri og Miðjarðarhafið í norðri, með aðstoð Súes-skurðarins sem liggur frá Miðjarðarhafi í Rauðahaf. Ísrael Jemen Sviss Ítalía Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 16. desember 2023 23:56 Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00 Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Mikil spenna hefur verið á Rauðahafi að undanförnu en Hútar hafa gert nær linnulausar árásir á flutninga- og herskip á hafinu síðan í október. Leiðtogar Húta tilkynntu í annarri viku desember að skotið yrði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim yrði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð fyrir íbúa þar. Hútar hafa meðal annars skotið á norskt tankskip og líberískt flutningaskip síðan þá. Nú í morgun skutu Hútar á skipið United VIII, sem er í eigu svissnesk-ítalska fyrirtækisins MSC Mediterranean Shipping. Að sögn félagsins slasaðist enginn skipverja í árásinni en skipið var á leið frá Sádi-Arabíu til Pakistan. Um svipað leyti varð Ísrael fyrir eldflaugaárás, sem landið náði þó að verjast, af Rauðahafi. Yahya Sarea, talsmaður hersveita Húta, sagði í sjónvarpsávarpi síðar í dag að Hútar bæru ábyrgð á árásunum tveimur. Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingarleið heims og hefur aðgengi að hafinu í gegnum tíðina verið beitt í pólitískum tilgangi. Hafið tengir Arabíuhaf í suðri og Miðjarðarhafið í norðri, með aðstoð Súes-skurðarins sem liggur frá Miðjarðarhafi í Rauðahaf.
Ísrael Jemen Sviss Ítalía Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 16. desember 2023 23:56 Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00 Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 16. desember 2023 23:56
Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00
Norskt tankskip varð fyrir eldflaug frá Hútum Norska tankskipið Strinda varð í gærkvöldi fyrir eldflaug sem skotið var af Hútum í Jemen. Hútar hafa heitið því að stöðva ferð allra skipa sem siglt er til Ísrael og hafa gert árásir á fjölda skipa á undanförnum dögum. 12. desember 2023 13:47