Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. desember 2023 13:57 Navalní hefur setið í fangelsi frá árinu 2021. EPA Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. Ekkert hafði spurst til Navalní, sem er einn helsti pólitíski andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta, í nítján daga þegar hann fannst í fanganýlendu í Síberíu. Talskona hans Kira, Yarmysh, staðfesti í gær að hann væri fundinn og hefði verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Navalní birti færslu á X í morgun þar sem honum sagðist líða vel og hann væri feginn að hafa loks fundist. Þá líkti hann sjálfum sér við jólasveininn í ljósi þess að hann hafi skilað sér í fangelsið á jóladag. Hélt að hann myndi ekki finnast strax „Þeir fóru með mig hingað [í fanganýlenduna] á laugardag. Ég var fluttur með svo mikilli varúð og svo furðulega leið að ég bjóst ekki við að nokkur myndi finna mig fyrr en um miðjan janúar,“ skrifar Navalní á X. „Þess vegna kom það mér mjög á óvart þegar fangaklefinn minn var opnaður í gær með orðunum: Það er lögmaður hérna sem vill ræða við þig. Hann sagði mér að þið hefðuð týnt mér, og að einhver ykkar hefðu áhyggjur. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!“ skrifar hann jafnframt. Þá segir hann fylgjendum að hafa ekki áhyggjur af sér, hann hafi það fínt. Loks sendir hann hátíðarkveðjur. 1/9 I am your new Santa Claus.Well, I now have a sheepskin coat, an ushanka hat (a fur hat with ear-covering flaps), and soon I will get valenki (a traditional Russian winter footwear). I have grown a beard for the 20 days of my transportation.— Alexey Navalny (@navalny) December 26, 2023 Mál Alexei Navalní Rússland Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira
Ekkert hafði spurst til Navalní, sem er einn helsti pólitíski andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta, í nítján daga þegar hann fannst í fanganýlendu í Síberíu. Talskona hans Kira, Yarmysh, staðfesti í gær að hann væri fundinn og hefði verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Navalní birti færslu á X í morgun þar sem honum sagðist líða vel og hann væri feginn að hafa loks fundist. Þá líkti hann sjálfum sér við jólasveininn í ljósi þess að hann hafi skilað sér í fangelsið á jóladag. Hélt að hann myndi ekki finnast strax „Þeir fóru með mig hingað [í fanganýlenduna] á laugardag. Ég var fluttur með svo mikilli varúð og svo furðulega leið að ég bjóst ekki við að nokkur myndi finna mig fyrr en um miðjan janúar,“ skrifar Navalní á X. „Þess vegna kom það mér mjög á óvart þegar fangaklefinn minn var opnaður í gær með orðunum: Það er lögmaður hérna sem vill ræða við þig. Hann sagði mér að þið hefðuð týnt mér, og að einhver ykkar hefðu áhyggjur. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!“ skrifar hann jafnframt. Þá segir hann fylgjendum að hafa ekki áhyggjur af sér, hann hafi það fínt. Loks sendir hann hátíðarkveðjur. 1/9 I am your new Santa Claus.Well, I now have a sheepskin coat, an ushanka hat (a fur hat with ear-covering flaps), and soon I will get valenki (a traditional Russian winter footwear). I have grown a beard for the 20 days of my transportation.— Alexey Navalny (@navalny) December 26, 2023
Mál Alexei Navalní Rússland Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira