Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2023 14:02 Navalní hafði verið leitað frá upphafi desembermánaðar. vísir/ap Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. Navalní, sem hefur um nokkurt skeið verið höfuðandstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, hefur setið inni frá árinu 2021. „Lögfræðingur hans fékk að heimsækja hann í dag. Það er í lagi með hann,“ tilkynnir talskonan Kira Yarmysh á samskiptamiðlinum Telegram. Hann hafi verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Áður sat Navalní inni í Melekhovo, 235 kílómetra austur af Moskvu, höfuðborg Rússlands. Umrædd nýlenda þykir ein sú afskekktasta sem um getur og aðstæðum er lýst sem grimmilegum. Ivan Shadov aðstoðarmaður Navalny segir í samtali við BBC að meðferð Navalny færi sönnur á það hvernig farið sé með pólitískir andstæðinga sem settir eru á bak við lás og slá. Þeir séu bældir niður og einangraðir. Refsing hins 47 ára gamla Navalnys var þyngd um nítján ár í ágúst á þessu ári innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36 Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Navalní, sem hefur um nokkurt skeið verið höfuðandstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, hefur setið inni frá árinu 2021. „Lögfræðingur hans fékk að heimsækja hann í dag. Það er í lagi með hann,“ tilkynnir talskonan Kira Yarmysh á samskiptamiðlinum Telegram. Hann hafi verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Áður sat Navalní inni í Melekhovo, 235 kílómetra austur af Moskvu, höfuðborg Rússlands. Umrædd nýlenda þykir ein sú afskekktasta sem um getur og aðstæðum er lýst sem grimmilegum. Ivan Shadov aðstoðarmaður Navalny segir í samtali við BBC að meðferð Navalny færi sönnur á það hvernig farið sé með pólitískir andstæðinga sem settir eru á bak við lás og slá. Þeir séu bældir niður og einangraðir. Refsing hins 47 ára gamla Navalnys var þyngd um nítján ár í ágúst á þessu ári innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36 Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00
Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32
Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36
Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent