Embiid nálgast magnað met Abdul-Jabbar Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 09:29 Joel Embiid hefur verið að spila frábærlega undanfarið. Vísir/Getty Nóg var um að vera í NBA-deildinni í nótt. Leikmenn Philadelphia 76´ers settu met í sigri liðsins á Toronto Raptors. Þá virðist Golden State Warriors vera komið á flug. Philadelphia 76´ers vann 121-111 sigur á Toronto Raptors í nótt og er nú í þriðja sæti Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey, Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu allir yfir þrjátíu stig í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1961 sem þrír leikmenn 76´ers gera það í sama leiknum. Embiid skoraði 31 stig og tók 10 fráköst en hann hefur nú skorað meira en þrjátíu stig og tekið fleiri en tíu fráköst í þrettán leikjum í röð. Kareem Abdul-Jabbar á metið yfir flesta 30-10 leiki í röð en hann náði sextán slíkum tímabilið 1971-72. The Sixers' trio of Joel Embiid, Tyrese Maxey, and Tobias Harris combined for 97 PTS in their win over the Raptors Joel Embiid: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTTyrese Maxey: 33 PTS, 10 AST, 4 3PMTobias Harris: 33 PTS, 8 REB, 7 AST pic.twitter.com/YeZleuMGRa— NBA (@NBA) December 23, 2023 Jordan Poole sneri aftur á sinn gamla heimavöll í nótt þegar Washington Wizards voru í heimsókn hjá Golden State Warriors. Steph Curry sá hins vegar til þess að endurkoma Poole var misheppnuð. Curry setti niður átta þriggja stiga skot í leiknum sem lið Warriors vann 129-118. Poole fékk að öðru leyti góðar móttökurá sínum gamla heimavelli því fyrir leik var sýnt myndband frá tíma hans hjá liði Warriors og áhorfendur í Chase Center hylltu hann fyrir leik. Dub Nation gave Jordan Poole a warm welcome during his return to Golden State Warriors-Wizards | Live on ESPN pic.twitter.com/CuDMdZyBKd— NBA (@NBA) December 23, 2023 „Þetta var frábært. Myndbandið og móttökurnar sem Jordan fékk var hápunktur leiksins fyrir mér. Þetta var mjög svo verðskuldað vegna alls þess sem hann gerði fyrir félagið okkar, stuðningsmennina, leikmenn og þjálfara. Hann var lykilmaður í liði sem vann meistaratitil og átti þetta skilið. Það var dásamlegt að sjá þetta,“ sagði Steve Kerr þjálfari Golden State Warriors eftir leik. Úrslit næturinnar í NBA: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 117-122Houston Rockets - Dallas Mavericks 122-96Miami Heat - Atlanta Hawks 122-113Philadelphia 76´ers - Toronto Raptors 121-111Golden State Warriors - Washington Wizards 129-118Sacramento Kings - Phoenix Suns 120-105 NBA Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Philadelphia 76´ers vann 121-111 sigur á Toronto Raptors í nótt og er nú í þriðja sæti Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey, Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu allir yfir þrjátíu stig í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1961 sem þrír leikmenn 76´ers gera það í sama leiknum. Embiid skoraði 31 stig og tók 10 fráköst en hann hefur nú skorað meira en þrjátíu stig og tekið fleiri en tíu fráköst í þrettán leikjum í röð. Kareem Abdul-Jabbar á metið yfir flesta 30-10 leiki í röð en hann náði sextán slíkum tímabilið 1971-72. The Sixers' trio of Joel Embiid, Tyrese Maxey, and Tobias Harris combined for 97 PTS in their win over the Raptors Joel Embiid: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTTyrese Maxey: 33 PTS, 10 AST, 4 3PMTobias Harris: 33 PTS, 8 REB, 7 AST pic.twitter.com/YeZleuMGRa— NBA (@NBA) December 23, 2023 Jordan Poole sneri aftur á sinn gamla heimavöll í nótt þegar Washington Wizards voru í heimsókn hjá Golden State Warriors. Steph Curry sá hins vegar til þess að endurkoma Poole var misheppnuð. Curry setti niður átta þriggja stiga skot í leiknum sem lið Warriors vann 129-118. Poole fékk að öðru leyti góðar móttökurá sínum gamla heimavelli því fyrir leik var sýnt myndband frá tíma hans hjá liði Warriors og áhorfendur í Chase Center hylltu hann fyrir leik. Dub Nation gave Jordan Poole a warm welcome during his return to Golden State Warriors-Wizards | Live on ESPN pic.twitter.com/CuDMdZyBKd— NBA (@NBA) December 23, 2023 „Þetta var frábært. Myndbandið og móttökurnar sem Jordan fékk var hápunktur leiksins fyrir mér. Þetta var mjög svo verðskuldað vegna alls þess sem hann gerði fyrir félagið okkar, stuðningsmennina, leikmenn og þjálfara. Hann var lykilmaður í liði sem vann meistaratitil og átti þetta skilið. Það var dásamlegt að sjá þetta,“ sagði Steve Kerr þjálfari Golden State Warriors eftir leik. Úrslit næturinnar í NBA: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 117-122Houston Rockets - Dallas Mavericks 122-96Miami Heat - Atlanta Hawks 122-113Philadelphia 76´ers - Toronto Raptors 121-111Golden State Warriors - Washington Wizards 129-118Sacramento Kings - Phoenix Suns 120-105
NBA Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira