Hinsegin ungmenni í Rússlandi þvinguð í bælingarmeðferðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 12:10 Frá sýningunni „Það er ekkert slíkt fólk hér“ í Berlin, sem sækir titil sinn í svar Ramzan Kadyrov, leiðtoga Téténíu, þegar hann var spurður um hinsegin fólk í landinu. Getty/Adam Berry Upp hafa komið mál í Rússlandi þar sem efnaðir foreldrar hafa greitt óþokkamennum fyrir að flytja hinsegin ungmenni gegn vilja sínum á einkastofnanir sem sérhæfa sig í svokallaðri bælingarmeðferð. Frá þessu greinir Washington Post og segir sumt af þessu unga fólki hafa flúið land í kjölfarið. Fyrrverandi skjólstæðingar stofnananna lýsa þeim eins og fangelsum, þar sem „erfiðum“ einstaklingum sé safnað saman; alkóhólistum, fíklum og einstaklingum sem fjölskyldum þykja til vandræða. Þeir hafa greint frá því að hafa verið beittir ofbeldi, að hafa verið neyddir til játninga um „fíkn“ í kynhneigð sína eða kynvitund og til að hafa verið látnir undirgangast meðferð vegna þessa. Meðferðin fólst meðal annars í daglegum böðum í ísköldu vatni. Vladimir Komov, fyrrverandi mannréttindalögmaður hjá baráttusamtökunum DELO LGBT+, segir marga þessa einstaklinga hafa komið brotna úr meðferðinni og sannfærða um að eitthvað væri að hjá þeim. DELO LGBT+ voru lögð niður á dögunum eftir að hæstiréttur Rússlands lagði blessun sína yfir fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að banna „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ og skilgreina hana sem öfgahreyfingu. Eftir að úrskurðurinn var kveðin upp gerði lögregla húsleitir hjá ýmsum LGBTQ+ samtökum í Moskvu. Þá greip ein streymisveita til þess úrræðis að banna sjónvarpsþættina My Little Pony: Friendship Is Magic fyrir börnum, líklega vegna persónunnar Rainbow Dash, sem er með regnbogalitað fax og tagl. Neydd út í á í refsingaskyni og látin slátra dýrum Áður en DELO LGBT+ lokaði dyrum sínum leituðu um 200 manns til samtakanna í hverjum mánuði. Þar af sjö prósent vegna tilrauna foreldra og annarra aðstandenda til að koma þeim fyrir á stofnun. Komov segir hótunum af þessu tagi hafa fjölgað eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Washington Post segir frá reynslu tveggja einstaklinga sem báðir máttu þola margra mánaða bælingarmeðferð. Ada Blackwell, 23 ára transkona, lýsir því hvernig hún hafi verið beitt ofbeldi og henni kastað út í á í refsingarskyni. Þá voru henni fengin „karlmannleg störf“ á borð við að höggva við og slátra dýrum, sem áttu að aðstoða hana við að verða karlmaður. Var Blackwell einnig neydd til að skera undan svíni, sem átti að sýna henni hvernig það yrði að gangast undir kynleiðréttingu. Alexöndru, 29 ára transkonu, var haldið í meira en eitt og hálft ár gegn vilja sínum en að ósk efnaðra foreldra sinna. Hún segist hafa verið beitt blekkingum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var í afar viðkvæmu ástandi andlega á þessum tíma.“ Konstantin Boikov, lögmaður hjá DELO LGBT+, flúið til Bandaríkjanna í nóvember eftir að hafa sætt hótunum. Óttaðist hann að vera handtekinn og fangelsaður. „Ríkið er að reyna að sannfæra þjóðina um að allan vanda þjóðfélagsins megi rekja til þessara „óvina“. Til að fólk sameinist í kringum einn leiðtoga, án þess að hugsa,“ segir hann. Rússland Mannréttindi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Frá þessu greinir Washington Post og segir sumt af þessu unga fólki hafa flúið land í kjölfarið. Fyrrverandi skjólstæðingar stofnananna lýsa þeim eins og fangelsum, þar sem „erfiðum“ einstaklingum sé safnað saman; alkóhólistum, fíklum og einstaklingum sem fjölskyldum þykja til vandræða. Þeir hafa greint frá því að hafa verið beittir ofbeldi, að hafa verið neyddir til játninga um „fíkn“ í kynhneigð sína eða kynvitund og til að hafa verið látnir undirgangast meðferð vegna þessa. Meðferðin fólst meðal annars í daglegum böðum í ísköldu vatni. Vladimir Komov, fyrrverandi mannréttindalögmaður hjá baráttusamtökunum DELO LGBT+, segir marga þessa einstaklinga hafa komið brotna úr meðferðinni og sannfærða um að eitthvað væri að hjá þeim. DELO LGBT+ voru lögð niður á dögunum eftir að hæstiréttur Rússlands lagði blessun sína yfir fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að banna „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ og skilgreina hana sem öfgahreyfingu. Eftir að úrskurðurinn var kveðin upp gerði lögregla húsleitir hjá ýmsum LGBTQ+ samtökum í Moskvu. Þá greip ein streymisveita til þess úrræðis að banna sjónvarpsþættina My Little Pony: Friendship Is Magic fyrir börnum, líklega vegna persónunnar Rainbow Dash, sem er með regnbogalitað fax og tagl. Neydd út í á í refsingaskyni og látin slátra dýrum Áður en DELO LGBT+ lokaði dyrum sínum leituðu um 200 manns til samtakanna í hverjum mánuði. Þar af sjö prósent vegna tilrauna foreldra og annarra aðstandenda til að koma þeim fyrir á stofnun. Komov segir hótunum af þessu tagi hafa fjölgað eftir að úrskurður hæstaréttar lá fyrir. Washington Post segir frá reynslu tveggja einstaklinga sem báðir máttu þola margra mánaða bælingarmeðferð. Ada Blackwell, 23 ára transkona, lýsir því hvernig hún hafi verið beitt ofbeldi og henni kastað út í á í refsingarskyni. Þá voru henni fengin „karlmannleg störf“ á borð við að höggva við og slátra dýrum, sem áttu að aðstoða hana við að verða karlmaður. Var Blackwell einnig neydd til að skera undan svíni, sem átti að sýna henni hvernig það yrði að gangast undir kynleiðréttingu. Alexöndru, 29 ára transkonu, var haldið í meira en eitt og hálft ár gegn vilja sínum en að ósk efnaðra foreldra sinna. Hún segist hafa verið beitt blekkingum. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var í afar viðkvæmu ástandi andlega á þessum tíma.“ Konstantin Boikov, lögmaður hjá DELO LGBT+, flúið til Bandaríkjanna í nóvember eftir að hafa sætt hótunum. Óttaðist hann að vera handtekinn og fangelsaður. „Ríkið er að reyna að sannfæra þjóðina um að allan vanda þjóðfélagsins megi rekja til þessara „óvina“. Til að fólk sameinist í kringum einn leiðtoga, án þess að hugsa,“ segir hann.
Rússland Mannréttindi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira