Ríkið greiði borginni rúmlega 3,3 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2023 21:14 Borgin krafði ríkið um 5,4 milljarða fyrir fjórum árum. Héraðsdómur hefur nú dæmt ríkið til að greiða borginni 3,37 milljarða. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur verið dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tæplega 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga þess fyrrnefnda úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta féll í dag en borgin stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna. Það er upphæð sem borgin hefði fengið úthlutað úr sjóðinum ef ekki hefði komið til reglugerðarákvæða sem útilokuðu borgina frá því að fá úthlutanir úr sjóðinum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fjárframlögum. Höfnuðu kröfum borgarinnar alfarið Þann 20. desember 2019 sendu fulltrúar borgarinnar kröfubréf á ríkið, þar sem vísað var til niðurstöðu Hæstaréttar í máli Grímsnes- og Grafningshrepps vegna framlaga úr sjóðnum. Fallist var á kröfu sveitarfélagsins, en Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Því fæliu reglugerðarákvæði þar sem sveitarfélög væru útilokuð frá framlögum úr sjóðnum í sér of víðtækt framsal lagasetningarvalds. Í bréfinu krafðist borgin fyrrnefndra 5,4 milljarða króna vegna reksturs grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu fyrir árin 2015 til 2018, auk þess sem þess var krafist að borgin nyti framvegis framlaga úr Jöfnunarsjóði, þar með talið fyrir árið 2019 sem þá var að líða undir lok. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísaði málinu til meðferðar ríkislögmanns, sem hafnaði öllum kröfum borgarinnar alfarið. Borgin ítrekaði þá kröfu sína og vísaði til þess að mál yrði höfðað ef greiðsluskylda ríkisins gagnvart borginni yrði ekki viðurkennd. Stjórnvöld hafi mátt vita betur Héraðsdómari taldi að endingu að ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnvöldum hafi mátt vera ljóst að lagaheimild til að setja slík ákvæði hafi brostið. Því hafi borgin átt rétt á framlögum úr sjóðinum svo framarlega sem jákvæður mismunur væri á heildarútgjaldaþörf annars vegar og þeim hluta útsvarstekna hins vegar sem runnu til borgarinnar vegna reksturs grunnskóla. Það sama ætti við um framlög til nýbúafræðslu. Því væri skilyrðum skaðabótareglna uppfyllt og ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,37 milljarða króna með vöxtum og dráttarvöxtum. Dómsmál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta féll í dag en borgin stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna. Það er upphæð sem borgin hefði fengið úthlutað úr sjóðinum ef ekki hefði komið til reglugerðarákvæða sem útilokuðu borgina frá því að fá úthlutanir úr sjóðinum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fjárframlögum. Höfnuðu kröfum borgarinnar alfarið Þann 20. desember 2019 sendu fulltrúar borgarinnar kröfubréf á ríkið, þar sem vísað var til niðurstöðu Hæstaréttar í máli Grímsnes- og Grafningshrepps vegna framlaga úr sjóðnum. Fallist var á kröfu sveitarfélagsins, en Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Því fæliu reglugerðarákvæði þar sem sveitarfélög væru útilokuð frá framlögum úr sjóðnum í sér of víðtækt framsal lagasetningarvalds. Í bréfinu krafðist borgin fyrrnefndra 5,4 milljarða króna vegna reksturs grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu fyrir árin 2015 til 2018, auk þess sem þess var krafist að borgin nyti framvegis framlaga úr Jöfnunarsjóði, þar með talið fyrir árið 2019 sem þá var að líða undir lok. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísaði málinu til meðferðar ríkislögmanns, sem hafnaði öllum kröfum borgarinnar alfarið. Borgin ítrekaði þá kröfu sína og vísaði til þess að mál yrði höfðað ef greiðsluskylda ríkisins gagnvart borginni yrði ekki viðurkennd. Stjórnvöld hafi mátt vita betur Héraðsdómari taldi að endingu að ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnvöldum hafi mátt vera ljóst að lagaheimild til að setja slík ákvæði hafi brostið. Því hafi borgin átt rétt á framlögum úr sjóðinum svo framarlega sem jákvæður mismunur væri á heildarútgjaldaþörf annars vegar og þeim hluta útsvarstekna hins vegar sem runnu til borgarinnar vegna reksturs grunnskóla. Það sama ætti við um framlög til nýbúafræðslu. Því væri skilyrðum skaðabótareglna uppfyllt og ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,37 milljarða króna með vöxtum og dráttarvöxtum.
Dómsmál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira