Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Hólmfríður Gísladóttir og Telma Tómasson skrifa 20. desember 2023 07:08 Fyrir aðeins tveimur dögum var útlit fyrir að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. Úlfar segir stöðuna gjörbreytta. Vísir/Baldur Hrafnkell Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. „Í gær klukkan 18 fékk ég kynningu á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar og ég vil nota tækifærið í þessu samtali og hrósa starfsmönnum Veðurstofu og Háskóla Íslands fyrir frábæra vinnu,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þetta nýja hættumatskort sýnir okkur aðeins aðra stöðu á þessu svæði og fram til 28. desember þá er talin mikil hætta í Grindavíkurbæ. Þannig að allar ákvarðanir viðbragðsaðila taka auðvitað mið af breyttri stöðu.“ Úlfar segir gosið ekkert „túristagos“ og að ekki verði opnað fyrir aðgengi almennings eða ferðamanna að gosstöðvunum. Fjölmiðlafólk verði aðstoðað eins og kostur er og unnið að björgun verðmæta. „En ég sé bara breytt landslag hvað bæinn sjálfan varðar; það verður ekki starfsemi í Grindavík í þessu ástandi. Það blasir alveg við. Og menn þurfa að fara að átta sig á því að viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir... við erum í raun alveg komin að þolmörkum. Okkar kraftar næstu daga fara svotil eingöngu í að einbeita okkur að hagsmunum Grindvíkinga og þeirra fyrirtækja sem eru á þessu svæði.“ Úlfar bendir á að sú staða hefði komið upp í gær að maður hefði getað orðið úti. „Við komum til með að verja hagsmuni Grindvíkinga eins og nokkur kostur er,“ segir Úlfar spurður að því hvernig aðgengi að bænum verður háttað. „En halda almenningi, eða óviðkomandi aðilum, frá bænum. Og það þýðir að aðgengi að þessu gosi verður mjög takmarkað.“ Úlfar segir að það sé ekki mannskapur til að leggja stíga eða annað slíkt að gosinu. Aðgengi að Grindavík verði mjög takmarkað. „Við þurfum bara að sýna þessu þolinmæði. Við erum bersýnilega komin inn í tímabil sem við höfum ekki þekkt áður og það sér ekki fyrir endann á því.“ Úlfar ítrekar að allt starf viðbragðsaðila næstu daga muni miða að því að tryggja hagsmuni Grindvíkinga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Í gær klukkan 18 fékk ég kynningu á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar og ég vil nota tækifærið í þessu samtali og hrósa starfsmönnum Veðurstofu og Háskóla Íslands fyrir frábæra vinnu,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þetta nýja hættumatskort sýnir okkur aðeins aðra stöðu á þessu svæði og fram til 28. desember þá er talin mikil hætta í Grindavíkurbæ. Þannig að allar ákvarðanir viðbragðsaðila taka auðvitað mið af breyttri stöðu.“ Úlfar segir gosið ekkert „túristagos“ og að ekki verði opnað fyrir aðgengi almennings eða ferðamanna að gosstöðvunum. Fjölmiðlafólk verði aðstoðað eins og kostur er og unnið að björgun verðmæta. „En ég sé bara breytt landslag hvað bæinn sjálfan varðar; það verður ekki starfsemi í Grindavík í þessu ástandi. Það blasir alveg við. Og menn þurfa að fara að átta sig á því að viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir... við erum í raun alveg komin að þolmörkum. Okkar kraftar næstu daga fara svotil eingöngu í að einbeita okkur að hagsmunum Grindvíkinga og þeirra fyrirtækja sem eru á þessu svæði.“ Úlfar bendir á að sú staða hefði komið upp í gær að maður hefði getað orðið úti. „Við komum til með að verja hagsmuni Grindvíkinga eins og nokkur kostur er,“ segir Úlfar spurður að því hvernig aðgengi að bænum verður háttað. „En halda almenningi, eða óviðkomandi aðilum, frá bænum. Og það þýðir að aðgengi að þessu gosi verður mjög takmarkað.“ Úlfar segir að það sé ekki mannskapur til að leggja stíga eða annað slíkt að gosinu. Aðgengi að Grindavík verði mjög takmarkað. „Við þurfum bara að sýna þessu þolinmæði. Við erum bersýnilega komin inn í tímabil sem við höfum ekki þekkt áður og það sér ekki fyrir endann á því.“ Úlfar ítrekar að allt starf viðbragðsaðila næstu daga muni miða að því að tryggja hagsmuni Grindvíkinga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira