Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 20:00 Fimmmenningarnir tóku Iceguys lög og svo lög úr eigin safni. IceGuys Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. Þrennir tónleikar IceGuys fóru fram á laugardag og var uppselt á þá alla. „Við hefðum líklega getað selt tvenna fulla tónleika í viðbót,“ segir Máni Pétursson einn skipuleggjanda tónleikanna sem segir tónleikahaldið hafa gengið vonum framar. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn.“ View this post on Instagram A post shared by ICEGUYS (@iceguysforlife) Segja má að Bítlaæði hafi gripið um sig vegna Iceguys í vetur. Sjónvarpsþáttaröð fimmmenninganna sló í gegn og ekki er annað að heyra en ánægju af tónleikunum. Talandi um Bítlaæði þá voru dæmi um að spenntir aðdáendur féllu í yfirlið á tónleikunum. Aðspurður segir Máni einn pilt hafa fallið í yfirlið á tónleikum yfir daginn en sjálfur hefði hann ekki heyrt af fleiri tilfellum. Fréttastofu er kunnugt um annað yfirlið í fremstu víglínu kvöldtónleikanna þar sem táningsstúlka var á ferð. Hugað var að henni af sjúkraliðum sem gáfu henni ávaxtasafa áður en hún gat borið goðin augum á nýjan leik. Máni segir allan söluvarning sem seldur var á tónleikunum hafa selst upp, svo mikið sé IceGuys brjálæðið. „Þetta var með því ruglaðra sem ég hef upplifað.“ Mikil eftirvænting var eftir tónleikunum og sást það vel á Facebook þráðum þar sem foreldrar og aðrir óskuðu eftir miðum á tónleikana. Ísdrengirnir sem skipa IceGuys gengið eru þeir Aron Can, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónsson, Herra hnetusmjör og Rúrik Gíslason en þeir hafa notið mikilla vinsælda. Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, lofaði aðdáendum á tónleikunum öðrum sambærilegum tónleikum á næsta ári. „Sjáum ykkur eftir ár,“ sagði hann þegar hann gekk út af sviðinu á laugardag. Tónlist Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56 Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Þrennir tónleikar IceGuys fóru fram á laugardag og var uppselt á þá alla. „Við hefðum líklega getað selt tvenna fulla tónleika í viðbót,“ segir Máni Pétursson einn skipuleggjanda tónleikanna sem segir tónleikahaldið hafa gengið vonum framar. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn.“ View this post on Instagram A post shared by ICEGUYS (@iceguysforlife) Segja má að Bítlaæði hafi gripið um sig vegna Iceguys í vetur. Sjónvarpsþáttaröð fimmmenninganna sló í gegn og ekki er annað að heyra en ánægju af tónleikunum. Talandi um Bítlaæði þá voru dæmi um að spenntir aðdáendur féllu í yfirlið á tónleikunum. Aðspurður segir Máni einn pilt hafa fallið í yfirlið á tónleikum yfir daginn en sjálfur hefði hann ekki heyrt af fleiri tilfellum. Fréttastofu er kunnugt um annað yfirlið í fremstu víglínu kvöldtónleikanna þar sem táningsstúlka var á ferð. Hugað var að henni af sjúkraliðum sem gáfu henni ávaxtasafa áður en hún gat borið goðin augum á nýjan leik. Máni segir allan söluvarning sem seldur var á tónleikunum hafa selst upp, svo mikið sé IceGuys brjálæðið. „Þetta var með því ruglaðra sem ég hef upplifað.“ Mikil eftirvænting var eftir tónleikunum og sást það vel á Facebook þráðum þar sem foreldrar og aðrir óskuðu eftir miðum á tónleikana. Ísdrengirnir sem skipa IceGuys gengið eru þeir Aron Can, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónsson, Herra hnetusmjör og Rúrik Gíslason en þeir hafa notið mikilla vinsælda. Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, lofaði aðdáendum á tónleikunum öðrum sambærilegum tónleikum á næsta ári. „Sjáum ykkur eftir ár,“ sagði hann þegar hann gekk út af sviðinu á laugardag.
Tónlist Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56 Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
„Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56
Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög