Fyrsta umferðin eru reyndar ekki eiginleg 32-liða úrslit því sextán lið berjast þar um að komast í sjálf sextán liða úrslitin. Það eru því 24 lið eftir í keppninni en átta þeirra sitja hjá í fyrstu umferðinni.
Liðin sem unnu sinn riðil komust beint í sextán liða úrslitin en í fyrstu umferðinni mætast liðin sem urðu í öðru sæti í sínum riðli sem og liðin sem urðu í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni.
Milan, sem endaði í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni, mætir Rennes. Roma, silfurlið Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili, dróst gegn Feyenoord. Þessi lið mættust í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í fyrra. Rómverjar unnu þá 1-0 sigur.
32-liða úrslit Evrópudeildarinnar
- Feyenoord - Roma
- Milan - Rennes
- Lens - Freiburg
- Shakhtar Donetsk - Marseille
- Galatasaray - Sparta Prag
- Braga - Qarabag
- Benfica - Toulouse
- Young Boys - Sporting
West Ham United, Brighton & Hove Albion, Rangers, Atalanta, Liverpool, Villarreal, Slavia Prag og Bayer Leverkusen sitja hjá í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Fyrri leikirnir í 32-liða úrslitunum verða 15. febrúar en seinni leikirnir 22. febrúar.