Segir 200 þúsund landnema þurfa að víkja fyrir tveggja ríkja lausn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2023 08:52 Seidermann segir þá sem munu þurfa að flytja síst líklega til að samþykkja það. epa/Atef Safadi Hin svokallaða „tveggja ríkja lausn“ myndi kalla á brottflutning um 200 þúsund landnema á Vesturbakkanum, segir lögfræðingur í Ísrael sem hefur verið utanríkisráðherra Bretlands til ráðgjafar. Að sögn Daniel Seidermann verða stjórnvöld í Ísrael að sýna vilja til að flytja um 200 þúsund landnema til Ísraels, til að halda lífi í hugmyndinni um sjálfstæð ríki Ísrael og Palestínu hlið við hlið. „Ef þú getur lagt undir þig land í smáum skrefum getur þú látið það af höndum í smáum skrefum,“ segir Seidermann í samtali við Guardian. Hvort hugmyndin sé raunhæf sé annað mál. David Cameron, nýskipaður utanríkisráðherra Bretlands, hefur oftsinnis leitað til Seidermann hvað varðar málefni Ísrael og Palestínu. Seidermann segir um hálfa milljón landnema búa á svæðum þar sem jarðaskipti gætu átt sér stað milli Ísraels og Palestínu. Vandamálið væri hins vegar að þeir sem þyrftu að flytja væru þeir sem væru síst líklegir til að vilja það; harðlínumenn sem byggju í einangruðum landnemabyggðum. Lögmaðurinn telur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra búinn að vera, hann njóti ekki lengur trausts en hvað taki við sé erfiðara að sjá fyrir sér. Ný forysta Ísraels muni líklega koma innan úr hernum og þar séu flestir fylgjandi tveggja ríkja lausn. Pólitískt samkomulag um tveggja ríkja lausn sé ekki í sjónmáli. „En þú ferð ekki neitt án þess að vita hvert þú ert að fara. Það er enginn morgundagur án Pólstjörnu,“ segir Seidermann. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Að sögn Daniel Seidermann verða stjórnvöld í Ísrael að sýna vilja til að flytja um 200 þúsund landnema til Ísraels, til að halda lífi í hugmyndinni um sjálfstæð ríki Ísrael og Palestínu hlið við hlið. „Ef þú getur lagt undir þig land í smáum skrefum getur þú látið það af höndum í smáum skrefum,“ segir Seidermann í samtali við Guardian. Hvort hugmyndin sé raunhæf sé annað mál. David Cameron, nýskipaður utanríkisráðherra Bretlands, hefur oftsinnis leitað til Seidermann hvað varðar málefni Ísrael og Palestínu. Seidermann segir um hálfa milljón landnema búa á svæðum þar sem jarðaskipti gætu átt sér stað milli Ísraels og Palestínu. Vandamálið væri hins vegar að þeir sem þyrftu að flytja væru þeir sem væru síst líklegir til að vilja það; harðlínumenn sem byggju í einangruðum landnemabyggðum. Lögmaðurinn telur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra búinn að vera, hann njóti ekki lengur trausts en hvað taki við sé erfiðara að sjá fyrir sér. Ný forysta Ísraels muni líklega koma innan úr hernum og þar séu flestir fylgjandi tveggja ríkja lausn. Pólitískt samkomulag um tveggja ríkja lausn sé ekki í sjónmáli. „En þú ferð ekki neitt án þess að vita hvert þú ert að fara. Það er enginn morgundagur án Pólstjörnu,“ segir Seidermann.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira