Einu vörðu skoti frá þrefaldri tvennu Siggeir Ævarsson skrifar 17. desember 2023 11:01 Chet Holmgren og Nikola Jokic takast á fyrr í vetur. Tvær tvennuvélar. Vísir/AP Nýliðinn hávaxni, Chet Holmgren, fór á kostum í vörn Oklahoma City Thunder í nótt þegar liðið lagði meistara Denver Nuggets. Holmgren varði níu skot í leiknum, sem er það mesta sem nokkur leikmaður hefur varið af skotum í einum leik í vetur. Þá skoraði hann 17 stig og tók ellefu fráköst, og var því aðeins einu vörðu skoti frá þrefaldri tvennu. 9 Blocks für Chet @ChetHolmgren #NBASaturdays pic.twitter.com/kDUmIhRgt0— NBA Germany (@NBA_de) December 17, 2023 Þrefaldar tvennur eru ekki á hverju strái í NBA en algengast er þó að leikmenn nái tvöföldum tölum í stigum, fráköstum og stoðsendingum, ekki í vörðum skotum eða stolnum boltum. Af þeim leikmönnum sem enn eru að spila ber Russell Westbrook höfuð og herðar yfir aðra leikmenn með 198 þrefaldar tvennur á ferlinum. Nikola Jokic nálgast hann hratt og örugglega, kominn með 115 slíkar en var sex fráköstum frá því að bæta einni við í nótt. Aðeins fjórir leikmenn hafa afrekað fjórfalda tvennu í sögu NBA. Nate Thurmond var fyrstur á blað 1974, Alvin Robertson næstur árið 1986, þá kom Hakeem Olajuwon árið 1990 og loks David Robinson árið 1994. Fjórfalda tvennan sem Olajuwon bauð upp á er þó í ákveðnum sérflokki. Í mars 1990 náði hann fernunni gegn Golden State, þar sem hann skoraði 29 stig, tók 18 fráköst, varði ellefu skot og gaf tíu stoðsendingar. Þá sagði NBA deildin stopp og sakaði heimamenn í Houston um að fita tölfræðina og tók eina stoðsendingu í burtu. Olajuwon sagði ekkert mál, ég geri þetta bara aftur og mánuði síðar í leik gegn Milwauke Bucks skoraði hann 18 stig, tók 16 fráköst, varði ellefu skot og gaf tíu stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Holmgren varði níu skot í leiknum, sem er það mesta sem nokkur leikmaður hefur varið af skotum í einum leik í vetur. Þá skoraði hann 17 stig og tók ellefu fráköst, og var því aðeins einu vörðu skoti frá þrefaldri tvennu. 9 Blocks für Chet @ChetHolmgren #NBASaturdays pic.twitter.com/kDUmIhRgt0— NBA Germany (@NBA_de) December 17, 2023 Þrefaldar tvennur eru ekki á hverju strái í NBA en algengast er þó að leikmenn nái tvöföldum tölum í stigum, fráköstum og stoðsendingum, ekki í vörðum skotum eða stolnum boltum. Af þeim leikmönnum sem enn eru að spila ber Russell Westbrook höfuð og herðar yfir aðra leikmenn með 198 þrefaldar tvennur á ferlinum. Nikola Jokic nálgast hann hratt og örugglega, kominn með 115 slíkar en var sex fráköstum frá því að bæta einni við í nótt. Aðeins fjórir leikmenn hafa afrekað fjórfalda tvennu í sögu NBA. Nate Thurmond var fyrstur á blað 1974, Alvin Robertson næstur árið 1986, þá kom Hakeem Olajuwon árið 1990 og loks David Robinson árið 1994. Fjórfalda tvennan sem Olajuwon bauð upp á er þó í ákveðnum sérflokki. Í mars 1990 náði hann fernunni gegn Golden State, þar sem hann skoraði 29 stig, tók 18 fráköst, varði ellefu skot og gaf tíu stoðsendingar. Þá sagði NBA deildin stopp og sakaði heimamenn í Houston um að fita tölfræðina og tók eina stoðsendingu í burtu. Olajuwon sagði ekkert mál, ég geri þetta bara aftur og mánuði síðar í leik gegn Milwauke Bucks skoraði hann 18 stig, tók 16 fráköst, varði ellefu skot og gaf tíu stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira