Ávísanir geri ekkert til að minnka alvarlegasta skaðann Árni Sæberg skrifar 17. desember 2023 11:02 Bjarni Össurarson Rafnar, geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala, og Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir Geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segja það að skrifa út morfíntöflur fyrir fíkla ekki taka á mestu hættunni sem steðjar að þeim. Þau Bjarni Össurarson Rafnar, geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala, og Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, hafa ritað grein um lyfjameðferð í skaðaminnkun. Þau segja tilefni skrifanna umræðu sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Þar vísa þau til máls Árna Tómasar Ragnarssonar, gigtarlæknis sem sviptur var læknaleyfi sínu að hluta á dögunum og má því ekki ávísa lyfjum til sjúklinga sinna. Árni Tómas hefur skrifað talsvert út af lyfjum undanfarin ár en hann aðhyllist skaðaminnkunarúrræði sem til að mynda Frú Ragnheiður hefur keyrt á. „Ég hef starfað sem læknir í 40 ár og í því felst að minnka skaðann af sjúkdómum fólks og láta því líða betur,“ sagði Árni Tómas Ragnarsson í samtali við mbl.is í fyrra. Landlæknir hefur nú gripið í taumana og Árni Tómas hefur verið settur í skammarkrókinn. Fólk sprauti sig áfram Ef marka má skrif þeirra Bjarna og Valgerðar fagna þau ákvörðun Landlæknis um að svipta Árna Tómas valdi til að ávísa morfíni í töfluformi til fíkla sem sprauta sig í æð. Þau segja að beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð sé fyrst og fremst tvenns konar. Fyrst sé sprautunotkunin sjálf, sem beri með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum, til dæmis sýking á hjartalokum, og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði, HIV og lifrarbólga. Síðan sé hættan af lyfjaflokknum sjálfum, sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. „Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmis líffæri.“ Engin gögn styðji aðferðir Árna Tómasar Þau segja grunngildi heilbrigðisstétta vera að valda ekki skaða. Þess vegna verði allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggi fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það sé enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin séu ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. „Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins?“ Góð meðferð þegar til Bjarni og Valgerður segja svo vilja til að mjög góð meðferð sé til við við ópíóíðafíkn. Hún byggi á áratuga rannsóknum sem hafi sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallist viðhaldsmeðferð og byggi á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð sé veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega hafi lyfið methadone verið notað en síðustu tuttugu ár hafi lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan sé að þetta lyf sé öflugt, öruggt og hreinlega verji fólk gegn ofskammti. Ekki sé hægt að sprauta því í æð og það valdi ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð sé buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð, það er að segja þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hafi sífellt lækkað. „Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt í vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Landspítala og VOR teymi Reykjavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu.“ Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Landspítalinn Lyf Tengdar fréttir Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þau Bjarni Össurarson Rafnar, geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala, og Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, hafa ritað grein um lyfjameðferð í skaðaminnkun. Þau segja tilefni skrifanna umræðu sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Þar vísa þau til máls Árna Tómasar Ragnarssonar, gigtarlæknis sem sviptur var læknaleyfi sínu að hluta á dögunum og má því ekki ávísa lyfjum til sjúklinga sinna. Árni Tómas hefur skrifað talsvert út af lyfjum undanfarin ár en hann aðhyllist skaðaminnkunarúrræði sem til að mynda Frú Ragnheiður hefur keyrt á. „Ég hef starfað sem læknir í 40 ár og í því felst að minnka skaðann af sjúkdómum fólks og láta því líða betur,“ sagði Árni Tómas Ragnarsson í samtali við mbl.is í fyrra. Landlæknir hefur nú gripið í taumana og Árni Tómas hefur verið settur í skammarkrókinn. Fólk sprauti sig áfram Ef marka má skrif þeirra Bjarna og Valgerðar fagna þau ákvörðun Landlæknis um að svipta Árna Tómas valdi til að ávísa morfíni í töfluformi til fíkla sem sprauta sig í æð. Þau segja að beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð sé fyrst og fremst tvenns konar. Fyrst sé sprautunotkunin sjálf, sem beri með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum, til dæmis sýking á hjartalokum, og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði, HIV og lifrarbólga. Síðan sé hættan af lyfjaflokknum sjálfum, sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. „Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmis líffæri.“ Engin gögn styðji aðferðir Árna Tómasar Þau segja grunngildi heilbrigðisstétta vera að valda ekki skaða. Þess vegna verði allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggi fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það sé enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin séu ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. „Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins?“ Góð meðferð þegar til Bjarni og Valgerður segja svo vilja til að mjög góð meðferð sé til við við ópíóíðafíkn. Hún byggi á áratuga rannsóknum sem hafi sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallist viðhaldsmeðferð og byggi á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð sé veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega hafi lyfið methadone verið notað en síðustu tuttugu ár hafi lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan sé að þetta lyf sé öflugt, öruggt og hreinlega verji fólk gegn ofskammti. Ekki sé hægt að sprauta því í æð og það valdi ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð sé buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð, það er að segja þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hafi sífellt lækkað. „Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt í vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Landspítala og VOR teymi Reykjavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu.“
Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Landspítalinn Lyf Tengdar fréttir Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30