Flautukörfuveisla í NBA í nótt og þristaregn Siggeir Ævarsson skrifar 17. desember 2023 09:48 Jimmy Butler getur leyft sér að brosa Vísir/Getty Boðið var upp á miklar dýrðir í NBA í nótt, einn leikur vannst á flautukörfu og annar með 0,9 sekúndur á klukkunni. Þá féllu og bættust met hægri vinstri. Jimmy Butler tryggði sínum mönnum í Miami Heat sigur á Chicago Bulls við mikinn fögnuð áhorfenda. Þetta var önnur sigurflautukarfa Butler fyrir Heat síðan hann kom til liðsins 2019. Í viðtali eftir leik sagði hann að eftir að hafa klikkað á flautukörfu á móti Knicks á dögunum hafi aldrei neitt annað komið til greina en að setja þessa ofan í. GAME WINNER pic.twitter.com/AS4SuJZVvu— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 17, 2023 Í Denver tóku ríkjandi meistarar Nuggets á móti Oklahoma City Thunder og þar var dramatíkin ekki minni. Shai Gilgeous-Alexander sallaði niður 25 stigum og tryggði gestunum svo sigurinn úr erfiðu skoti með 0,9 sekúndur á klukkunni. SHAI CALLED GAME WITH 0.9 REMAINING THUNDER WIN IN DENVER. pic.twitter.com/L4MJxe87fk— NBA (@NBA) December 17, 2023 Í Portland vann Dallas Mavericks góðan sigur á heimamönnum þar sem Luka Doncic fór á kostum. Skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var 8. leikur hans á ferlinum þar sem hann nær í þrefalda tvennu samhliða því að skora 40 stig, og tók hann fram úr Wilt Chamberlain á listanum yfir slíka ofur leiki. Luka Doncic dropped a 40-point triple-double in the Mavs' win in Portland! 40 PTS 12 REB 10 ASTLuka's eighth 40-point triple-double of his career passes Wilt Chamberlain for fourth-most such games in NBA history. pic.twitter.com/bK2nRIyeKs— NBA (@NBA) December 17, 2023 Þá setti Keegan Murray félagsmat hjá Sacramento Kings yfir flesta þrista í einum leik þegar hann setti tólf slíka á móti Utah Jazz, í aðeins þrettán tilraunum. 47 stig frá honum í öruggum sigri, 125-104. Þá er vert að minnast á að lokum met sem féll í nótt, þegar Charlotte Hornest töpuðu gegn Philadelphia 76ers, 135-82, en þetta 53 stiga tap er stærsta tap í sögu félagsins. Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig og tók 15 fráköst. Var þetta 10. leikur hans í röð þar sem hann skorar í það minnsta 30 stig og tekur tíu fráköst, en aðeins þrír leikmenn, að honum meðtöldum, hafa náð slíkri hrinu á síðustu 50 árum. Körfubolti NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Jimmy Butler tryggði sínum mönnum í Miami Heat sigur á Chicago Bulls við mikinn fögnuð áhorfenda. Þetta var önnur sigurflautukarfa Butler fyrir Heat síðan hann kom til liðsins 2019. Í viðtali eftir leik sagði hann að eftir að hafa klikkað á flautukörfu á móti Knicks á dögunum hafi aldrei neitt annað komið til greina en að setja þessa ofan í. GAME WINNER pic.twitter.com/AS4SuJZVvu— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 17, 2023 Í Denver tóku ríkjandi meistarar Nuggets á móti Oklahoma City Thunder og þar var dramatíkin ekki minni. Shai Gilgeous-Alexander sallaði niður 25 stigum og tryggði gestunum svo sigurinn úr erfiðu skoti með 0,9 sekúndur á klukkunni. SHAI CALLED GAME WITH 0.9 REMAINING THUNDER WIN IN DENVER. pic.twitter.com/L4MJxe87fk— NBA (@NBA) December 17, 2023 Í Portland vann Dallas Mavericks góðan sigur á heimamönnum þar sem Luka Doncic fór á kostum. Skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var 8. leikur hans á ferlinum þar sem hann nær í þrefalda tvennu samhliða því að skora 40 stig, og tók hann fram úr Wilt Chamberlain á listanum yfir slíka ofur leiki. Luka Doncic dropped a 40-point triple-double in the Mavs' win in Portland! 40 PTS 12 REB 10 ASTLuka's eighth 40-point triple-double of his career passes Wilt Chamberlain for fourth-most such games in NBA history. pic.twitter.com/bK2nRIyeKs— NBA (@NBA) December 17, 2023 Þá setti Keegan Murray félagsmat hjá Sacramento Kings yfir flesta þrista í einum leik þegar hann setti tólf slíka á móti Utah Jazz, í aðeins þrettán tilraunum. 47 stig frá honum í öruggum sigri, 125-104. Þá er vert að minnast á að lokum met sem féll í nótt, þegar Charlotte Hornest töpuðu gegn Philadelphia 76ers, 135-82, en þetta 53 stiga tap er stærsta tap í sögu félagsins. Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig og tók 15 fráköst. Var þetta 10. leikur hans í röð þar sem hann skorar í það minnsta 30 stig og tekur tíu fráköst, en aðeins þrír leikmenn, að honum meðtöldum, hafa náð slíkri hrinu á síðustu 50 árum.
Körfubolti NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira