Allt í skrúfunni hjá Detroit Pistons sem hefur tapað 22 í röð Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 13:12 Cade Cunningham var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu 2021 Nic Antaya/Getty Images Hvorki gengur né rekur hjá Detroit Pistons í NBA-deildinni þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum 22. leik í röð. Pistons töpuðu í nótt gegn Philadelphia 76ers, 124-92 en þetta var önnur viðureign liðanna í röð. Pistons töpuðu fyrri leiknum 111-129 og skráðu sig þar með í eigin sögubækur en 21. tap liðsins í röð er félagsmet. Gengi þessa fornfræga liðs síðustu ár hefur ekki verið upp á marga fiska en á móti hefur liðið fengið að velja snemma í nýliðavalinu nokkuð reglulega en að vísu misst ansi oft af fyrsta valrétti. 2021 fékk liðið loks hinn eftirsótta fyrsta valrétt og varð Cade Cunningham fyrir valinu. Ógæfu Pistons verður greinilega allt að vopni en Cunningham misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Fyrir tímabilið í ár fékk liðið 5. valrétt og völdu Ausar Thompson, sem hingað til hefur farið nokkuð rólega af stað og er að skila liðinu um tíu stigum í leik og átta stoðsendingum. Verstu taphrinur sögunnar Pistons, sem byrjuðu tímabilið á að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjum sínum en síðan ekki söguna meir, eiga enn nokkuð í að jafna verstu taphrinur sögunnar í NBA. Aðeins sjö lið hafa náð þeim óeftirsótta árangri að tapa 20 leikjum eða fleirum í röð á einu tímabili. Metið er í höndum tveggja liða. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum tímabilið 2010-11, sem var fyrsta tímabil liðsins eftir að LeBron James hélt suður til Flórída. Liðið endaði tímabilið með 19 sigra og 63 töp. Tímabilið 2013-14 jafnaði Philadelphia 76ers metið og enduðu með sama sigurhlutfall og Cavs, 19 sigra, 63 töp. Sixers treystu ferlinu og völdu Joel Embiid svo í nýliðavalinu vorið eftir. Hin liðin sem hafa staðið sig svona hörmulega eru Charlotte Bobcats tímabilið 2011-12. Liðið tapaði 23 leikjum í röð og vann aðeins sjö leiki alls. Tímabilið 1997-98 tapaði Denver Nuggest 23 leikjum í röð og vann aðeins ellefu alls. Vancouver Grizzlies átti hræðilegt tímabilið 1995-96, sem var jafnframt þeirra fyrsta tímabil í deildinni. Liðið tapaði 19 leikjum í röð, sótti einn sigur og tapaði svo 23 í röð. Þá eru þrjú lið sem hafa afrekað að tapa sléttum 20 leikjum í röð. Þau eru Houston Rockets tímabilið 2020-21 og 17 sigrar alls, Dallas Mavericks 1993-94 og 13 sigrar alls og loks Philadelphia 76ers 1972-73 með níu sigra alls. Körfubolti NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Haukar á toppinn Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Pistons töpuðu í nótt gegn Philadelphia 76ers, 124-92 en þetta var önnur viðureign liðanna í röð. Pistons töpuðu fyrri leiknum 111-129 og skráðu sig þar með í eigin sögubækur en 21. tap liðsins í röð er félagsmet. Gengi þessa fornfræga liðs síðustu ár hefur ekki verið upp á marga fiska en á móti hefur liðið fengið að velja snemma í nýliðavalinu nokkuð reglulega en að vísu misst ansi oft af fyrsta valrétti. 2021 fékk liðið loks hinn eftirsótta fyrsta valrétt og varð Cade Cunningham fyrir valinu. Ógæfu Pistons verður greinilega allt að vopni en Cunningham misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Fyrir tímabilið í ár fékk liðið 5. valrétt og völdu Ausar Thompson, sem hingað til hefur farið nokkuð rólega af stað og er að skila liðinu um tíu stigum í leik og átta stoðsendingum. Verstu taphrinur sögunnar Pistons, sem byrjuðu tímabilið á að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjum sínum en síðan ekki söguna meir, eiga enn nokkuð í að jafna verstu taphrinur sögunnar í NBA. Aðeins sjö lið hafa náð þeim óeftirsótta árangri að tapa 20 leikjum eða fleirum í röð á einu tímabili. Metið er í höndum tveggja liða. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum tímabilið 2010-11, sem var fyrsta tímabil liðsins eftir að LeBron James hélt suður til Flórída. Liðið endaði tímabilið með 19 sigra og 63 töp. Tímabilið 2013-14 jafnaði Philadelphia 76ers metið og enduðu með sama sigurhlutfall og Cavs, 19 sigra, 63 töp. Sixers treystu ferlinu og völdu Joel Embiid svo í nýliðavalinu vorið eftir. Hin liðin sem hafa staðið sig svona hörmulega eru Charlotte Bobcats tímabilið 2011-12. Liðið tapaði 23 leikjum í röð og vann aðeins sjö leiki alls. Tímabilið 1997-98 tapaði Denver Nuggest 23 leikjum í röð og vann aðeins ellefu alls. Vancouver Grizzlies átti hræðilegt tímabilið 1995-96, sem var jafnframt þeirra fyrsta tímabil í deildinni. Liðið tapaði 19 leikjum í röð, sótti einn sigur og tapaði svo 23 í röð. Þá eru þrjú lið sem hafa afrekað að tapa sléttum 20 leikjum í röð. Þau eru Houston Rockets tímabilið 2020-21 og 17 sigrar alls, Dallas Mavericks 1993-94 og 13 sigrar alls og loks Philadelphia 76ers 1972-73 með níu sigra alls.
Körfubolti NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Haukar á toppinn Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira