Allt í skrúfunni hjá Detroit Pistons sem hefur tapað 22 í röð Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 13:12 Cade Cunningham var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu 2021 Nic Antaya/Getty Images Hvorki gengur né rekur hjá Detroit Pistons í NBA-deildinni þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum 22. leik í röð. Pistons töpuðu í nótt gegn Philadelphia 76ers, 124-92 en þetta var önnur viðureign liðanna í röð. Pistons töpuðu fyrri leiknum 111-129 og skráðu sig þar með í eigin sögubækur en 21. tap liðsins í röð er félagsmet. Gengi þessa fornfræga liðs síðustu ár hefur ekki verið upp á marga fiska en á móti hefur liðið fengið að velja snemma í nýliðavalinu nokkuð reglulega en að vísu misst ansi oft af fyrsta valrétti. 2021 fékk liðið loks hinn eftirsótta fyrsta valrétt og varð Cade Cunningham fyrir valinu. Ógæfu Pistons verður greinilega allt að vopni en Cunningham misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Fyrir tímabilið í ár fékk liðið 5. valrétt og völdu Ausar Thompson, sem hingað til hefur farið nokkuð rólega af stað og er að skila liðinu um tíu stigum í leik og átta stoðsendingum. Verstu taphrinur sögunnar Pistons, sem byrjuðu tímabilið á að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjum sínum en síðan ekki söguna meir, eiga enn nokkuð í að jafna verstu taphrinur sögunnar í NBA. Aðeins sjö lið hafa náð þeim óeftirsótta árangri að tapa 20 leikjum eða fleirum í röð á einu tímabili. Metið er í höndum tveggja liða. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum tímabilið 2010-11, sem var fyrsta tímabil liðsins eftir að LeBron James hélt suður til Flórída. Liðið endaði tímabilið með 19 sigra og 63 töp. Tímabilið 2013-14 jafnaði Philadelphia 76ers metið og enduðu með sama sigurhlutfall og Cavs, 19 sigra, 63 töp. Sixers treystu ferlinu og völdu Joel Embiid svo í nýliðavalinu vorið eftir. Hin liðin sem hafa staðið sig svona hörmulega eru Charlotte Bobcats tímabilið 2011-12. Liðið tapaði 23 leikjum í röð og vann aðeins sjö leiki alls. Tímabilið 1997-98 tapaði Denver Nuggest 23 leikjum í röð og vann aðeins ellefu alls. Vancouver Grizzlies átti hræðilegt tímabilið 1995-96, sem var jafnframt þeirra fyrsta tímabil í deildinni. Liðið tapaði 19 leikjum í röð, sótti einn sigur og tapaði svo 23 í röð. Þá eru þrjú lið sem hafa afrekað að tapa sléttum 20 leikjum í röð. Þau eru Houston Rockets tímabilið 2020-21 og 17 sigrar alls, Dallas Mavericks 1993-94 og 13 sigrar alls og loks Philadelphia 76ers 1972-73 með níu sigra alls. Körfubolti NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Pistons töpuðu í nótt gegn Philadelphia 76ers, 124-92 en þetta var önnur viðureign liðanna í röð. Pistons töpuðu fyrri leiknum 111-129 og skráðu sig þar með í eigin sögubækur en 21. tap liðsins í röð er félagsmet. Gengi þessa fornfræga liðs síðustu ár hefur ekki verið upp á marga fiska en á móti hefur liðið fengið að velja snemma í nýliðavalinu nokkuð reglulega en að vísu misst ansi oft af fyrsta valrétti. 2021 fékk liðið loks hinn eftirsótta fyrsta valrétt og varð Cade Cunningham fyrir valinu. Ógæfu Pistons verður greinilega allt að vopni en Cunningham misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Fyrir tímabilið í ár fékk liðið 5. valrétt og völdu Ausar Thompson, sem hingað til hefur farið nokkuð rólega af stað og er að skila liðinu um tíu stigum í leik og átta stoðsendingum. Verstu taphrinur sögunnar Pistons, sem byrjuðu tímabilið á að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjum sínum en síðan ekki söguna meir, eiga enn nokkuð í að jafna verstu taphrinur sögunnar í NBA. Aðeins sjö lið hafa náð þeim óeftirsótta árangri að tapa 20 leikjum eða fleirum í röð á einu tímabili. Metið er í höndum tveggja liða. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum tímabilið 2010-11, sem var fyrsta tímabil liðsins eftir að LeBron James hélt suður til Flórída. Liðið endaði tímabilið með 19 sigra og 63 töp. Tímabilið 2013-14 jafnaði Philadelphia 76ers metið og enduðu með sama sigurhlutfall og Cavs, 19 sigra, 63 töp. Sixers treystu ferlinu og völdu Joel Embiid svo í nýliðavalinu vorið eftir. Hin liðin sem hafa staðið sig svona hörmulega eru Charlotte Bobcats tímabilið 2011-12. Liðið tapaði 23 leikjum í röð og vann aðeins sjö leiki alls. Tímabilið 1997-98 tapaði Denver Nuggest 23 leikjum í röð og vann aðeins ellefu alls. Vancouver Grizzlies átti hræðilegt tímabilið 1995-96, sem var jafnframt þeirra fyrsta tímabil í deildinni. Liðið tapaði 19 leikjum í röð, sótti einn sigur og tapaði svo 23 í röð. Þá eru þrjú lið sem hafa afrekað að tapa sléttum 20 leikjum í röð. Þau eru Houston Rockets tímabilið 2020-21 og 17 sigrar alls, Dallas Mavericks 1993-94 og 13 sigrar alls og loks Philadelphia 76ers 1972-73 með níu sigra alls.
Körfubolti NBA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira