NBA-deildin setur Draymond Green í ótímabundið bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 07:15 Draymond Green spilar ekki með Golden State Warriors liðinu á næstunni og líklegast ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. AP/Nate Billings Körfuboltamaðurinn Draymond Green má ekki spila með Golden State Warriors á næstunni en NBA-deildin hefur sett hann í bann. Það sérstaka við bannið er að það er ekki talið í leikjum, dögum eða vikum. Green er kominn í ótímabundið bann. Green fær bannið fyrir að slá niður Jusuf Nurkic í leik á þriðjudagskvöldið en fyrir það var hann rekinn út úr húsi. Þetta var í þriðja sinn sem Green er rekinn snemma í sturtu á þessu tímabili. Green var nýkominn úr fimm leikja banni fyrir að taka leikmann hálstaki í leik. BREAKING: The NBA will suspend Draymond Green INDEFINITELY, per Woj pic.twitter.com/KBz6o8ibPV— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023 Alvarleiki málsins eru þessi síendurteknu brot Green. NBA-deildin segir að Green þurfi nú að uppfylla ákveðin skilyrði og skyldur áður en hann má spila aftur með Warriors. NBA-deildin segist ekki hafa viljað gefa út ramma utan um bannið heldur frekar gefa Green tækifæri til að vinna í sínum málum. Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóri Golden State Warriors og umboðsmaður Green, Rich Paul, munu funda um framhaldið og finna leiðir til að hjálpa Green að ná bata en það er augljóslega eitthvað mikið að angra hann þessi misserin. Þetta bann mun líka kosta Green mikinn pening í töpuðum launum. Hann verður af 154 þúsund dollurum fyrir hvern leik sem hann missir af en það eru 21,6 milljónir króna. Verði bannið tuttugu leikir eða meira þá hækkar þessu upphæð upp í 203 þúsund Bandaríkjadali á leik sem eru meira en 28 milljónir króna. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Green fær bannið fyrir að slá niður Jusuf Nurkic í leik á þriðjudagskvöldið en fyrir það var hann rekinn út úr húsi. Þetta var í þriðja sinn sem Green er rekinn snemma í sturtu á þessu tímabili. Green var nýkominn úr fimm leikja banni fyrir að taka leikmann hálstaki í leik. BREAKING: The NBA will suspend Draymond Green INDEFINITELY, per Woj pic.twitter.com/KBz6o8ibPV— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023 Alvarleiki málsins eru þessi síendurteknu brot Green. NBA-deildin segir að Green þurfi nú að uppfylla ákveðin skilyrði og skyldur áður en hann má spila aftur með Warriors. NBA-deildin segist ekki hafa viljað gefa út ramma utan um bannið heldur frekar gefa Green tækifæri til að vinna í sínum málum. Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóri Golden State Warriors og umboðsmaður Green, Rich Paul, munu funda um framhaldið og finna leiðir til að hjálpa Green að ná bata en það er augljóslega eitthvað mikið að angra hann þessi misserin. Þetta bann mun líka kosta Green mikinn pening í töpuðum launum. Hann verður af 154 þúsund dollurum fyrir hvern leik sem hann missir af en það eru 21,6 milljónir króna. Verði bannið tuttugu leikir eða meira þá hækkar þessu upphæð upp í 203 þúsund Bandaríkjadali á leik sem eru meira en 28 milljónir króna. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira