Gengi Marel „sigið niður á við“ eftir mikinn sprett í kjölfar yfirtökutilboðs
![Arnar Þór Másson er stjórnarformaður Marels.](https://www.visir.is/i/A86EA0F1A92898CBB4BCE70BB71A1D645105FF918298135428E5E81A85907A88_713x0.jpg)
Gengi Marels hefur farið lækkandi að undanförnu í tiltölulega lítilli veltu eftir að hafa hækkað verulega eftir að óskuldbindandi tilboð barst frá erlendum keppinaut í félagið sem stjórn þess hafnaði. Forstöðumaður í eignastýringu segir að á meðan engin tíðindi berist af yfirtökumálum eða rekstri félagsins sé líklegt að verðþróun Marel ráðist að mestu af ytri aðstæðum og stemningu á markaði.