Fundurinn í dag hófst klukkan þrjú og fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara.
Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar fyrsta lota verkfallsaðgerða skall á í morgun. Sambærilegar aðgerðir hafa verið boðaðar næstkomandi fimmtudag en einnig á mánudag og miðvikudag í næstu viku.
Icelandair og Play skoða nú réttarstöðu sína vegna málsins og segja aðgerðir flugumferðarstjóra hafa valdið félögunum miklu tjóni.