N1 á Selfossi selur nú 98 oktana bensín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 10:34 Viðskiptavinir N1 á Selfossi þurfa ekki lengur að leita lengra að 98 oktana bensíni. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm N1 á Selfossi hefur nú bæst við þann hóp stöðva N1 sem selur 98 oktana bensín. Um er að ræða einu stöðina á Suðurlandi sem selur 98 oktana bensín. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að N1 selji þessa tegund eldsneytis víða á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akureyri, á Egilsstöðum og nú á Selfossi. Kemur fram í tilkynningunni að allt frá því að ný reglugerð um etanólíblöndun í bensíni hafi tekið gildi hafi eftirspurnin eftir 98 oktana bensíni aukist og er það markmið N1 að mæta þessari auknu eftirspurn um land allt. Svari kallinu „Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum á Selfossi, og víða á Suðurlandi, að það sé þörf fyrir 98 oktana bensín á Selfossi og því kalli erum við að svara,“ segir Ýmir Örn Finnbogason framkvæmdastjóri N1. Þá er haft eftir Ými í tilkynningunni að það séu ekki aðeins eldri bílar sem mögulega þurfi að skipta úr 95 oktana bensíni yfir í 98 oktana, heldur séu þar ýmis tækin sem þurfi mögulega að fá nýja tegund eldsneytis nú þegar breytingarnar hafi tekið gildi. Bendir hann á að eigendur mótórhjóla, utanborðsmótora, sláttuvéla, sláttuorfa og slíkra tækja ættu að kynna sér vel hvaða eldsneyti er óhætt að nota á tækin. „Allir bensínknúnir bílar árgerð 2011 eða yngri geti tekið nýja E10 eldsneytið ásamt flestum eldri tækjum. Ég hveta alla þá sem eigi eldri bíla eða tæki en árgerð 2011 að kanna sjálfir hvort þeirra tæki megi taka E10 eldsneyti, til dæmis hjá umboði viðkomandi tækis,“ segir Ýmir að lokum. Bagalegt að vísa viðskiptavinum frá Þá er haft eftir Þórarni Birgissyni stöðvarstjóra N1 á Selfossi og í Hveragerði að hann sé spenntur að fá þessa nýjung á dælurnar. Þórarinn segir það auðvitað hafa verið bagalegt að þurfa að vísa öllum þeim fjölmörgu sem hafa þurft að kaupa 98 oktana bensín yfir til Reykjavíkur og fagnar því mjög að geta sinnt þessari eftirspurn á sínu svæði. Árborg Bensín og olía Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að N1 selji þessa tegund eldsneytis víða á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akureyri, á Egilsstöðum og nú á Selfossi. Kemur fram í tilkynningunni að allt frá því að ný reglugerð um etanólíblöndun í bensíni hafi tekið gildi hafi eftirspurnin eftir 98 oktana bensíni aukist og er það markmið N1 að mæta þessari auknu eftirspurn um land allt. Svari kallinu „Við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum á Selfossi, og víða á Suðurlandi, að það sé þörf fyrir 98 oktana bensín á Selfossi og því kalli erum við að svara,“ segir Ýmir Örn Finnbogason framkvæmdastjóri N1. Þá er haft eftir Ými í tilkynningunni að það séu ekki aðeins eldri bílar sem mögulega þurfi að skipta úr 95 oktana bensíni yfir í 98 oktana, heldur séu þar ýmis tækin sem þurfi mögulega að fá nýja tegund eldsneytis nú þegar breytingarnar hafi tekið gildi. Bendir hann á að eigendur mótórhjóla, utanborðsmótora, sláttuvéla, sláttuorfa og slíkra tækja ættu að kynna sér vel hvaða eldsneyti er óhætt að nota á tækin. „Allir bensínknúnir bílar árgerð 2011 eða yngri geti tekið nýja E10 eldsneytið ásamt flestum eldri tækjum. Ég hveta alla þá sem eigi eldri bíla eða tæki en árgerð 2011 að kanna sjálfir hvort þeirra tæki megi taka E10 eldsneyti, til dæmis hjá umboði viðkomandi tækis,“ segir Ýmir að lokum. Bagalegt að vísa viðskiptavinum frá Þá er haft eftir Þórarni Birgissyni stöðvarstjóra N1 á Selfossi og í Hveragerði að hann sé spenntur að fá þessa nýjung á dælurnar. Þórarinn segir það auðvitað hafa verið bagalegt að þurfa að vísa öllum þeim fjölmörgu sem hafa þurft að kaupa 98 oktana bensín yfir til Reykjavíkur og fagnar því mjög að geta sinnt þessari eftirspurn á sínu svæði.
Árborg Bensín og olía Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira