Skora á RÚV og vilja Ísrael út Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2023 08:44 Bragi Valdimar Skúlason er formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda. Silla Páls Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins þess efnis að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári nema Ísraelum verði vikið úr keppni. „Okkur er öllum skylt að taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum. Við höfum alltaf val um að leggja ekki nafn okkar við slíkt hvort sem við erum einstaklingar eða stofnanir ríkisins. Við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni,“ segir í færslu félagsins á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Bragi Valdimar Skúlason, formaður stjórnar félagsins, að tilkynningin hafi verið send út í gær þar sem stjórn Ríkisútvarpsins á að funda í dag. „Við viljum að RÚV taki þessa ákvörðun, það sé ekki lagt á listafólk. Sem mun að öllum líkindum draga sig úr keppninni ef þetta verður óbreytt. Við erum að reyna að hvetja RÚV til að taka þessa ákvörðun svo það hvíli ekki á kannski fólki sem er eitthvað klofið milli samvisku sinnar og þess að fá tækifæri á stóra sviðinu sem er líka mjög eðlilegt. Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan,“ segir Bragi. Viðbrögðin frá félagsmönnum hafa verið góð að sögn Braga. Þó sé þetta ekki pólitísk afstaða. „Bara að við sitjum öll við sama borð. Við erum að tala um sömu forsendur og Rússum var vikið úr keppni í fyrra,“ segir Bragi. „Það er krafa um að það verði það sama látið yfir Ísrael ganga eins og Rússa. Þegar svona mál eru í gangi, að það sé ekki hoppað upp á svið bara í góðum fíling.“ Eurovision Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Okkur er öllum skylt að taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum. Við höfum alltaf val um að leggja ekki nafn okkar við slíkt hvort sem við erum einstaklingar eða stofnanir ríkisins. Við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni,“ segir í færslu félagsins á Facebook. Í samtali við fréttastofu segir Bragi Valdimar Skúlason, formaður stjórnar félagsins, að tilkynningin hafi verið send út í gær þar sem stjórn Ríkisútvarpsins á að funda í dag. „Við viljum að RÚV taki þessa ákvörðun, það sé ekki lagt á listafólk. Sem mun að öllum líkindum draga sig úr keppninni ef þetta verður óbreytt. Við erum að reyna að hvetja RÚV til að taka þessa ákvörðun svo það hvíli ekki á kannski fólki sem er eitthvað klofið milli samvisku sinnar og þess að fá tækifæri á stóra sviðinu sem er líka mjög eðlilegt. Við viljum frekar að ákvörðunin komi að ofan,“ segir Bragi. Viðbrögðin frá félagsmönnum hafa verið góð að sögn Braga. Þó sé þetta ekki pólitísk afstaða. „Bara að við sitjum öll við sama borð. Við erum að tala um sömu forsendur og Rússum var vikið úr keppni í fyrra,“ segir Bragi. „Það er krafa um að það verði það sama látið yfir Ísrael ganga eins og Rússa. Þegar svona mál eru í gangi, að það sé ekki hoppað upp á svið bara í góðum fíling.“
Eurovision Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36