Þórir ósáttur við ákvörðun Alþjóða ólympíunefndarinnar: „Punktur!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2023 11:00 Þórir Hergeirsson er ekki hrifinn af U-beygju Alþjóða ólympíunefndarinnar. epa/Bo Amstrup Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur sterkar skoðanir á því að rússnesku íþróttafólki verði leyft að keppa á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Á föstudaginn var greint frá því að Alþjóða ólympíunefndin hefði ákveðið að leyfa rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki að keppa á Ólympíuleikunum í París. Áður hafði verið gefið út að hvorki rússneskt né hvít-rússneskt íþróttafólk fengi að vera með á Ólympíuleikunum vegna stríðsins í Úkraínu en Alþjóða ólympíunefndin skipti um skoðun. Rússneska og hvít-rússneska íþróttafólkið má hins vegar ekki keppa undir fána sinnar þjóðar, ekki styðja stríðið og ekki vera meðlimur í hernum eða öryggissveitum þjóðanna. Þjóðsöngvarnir verða heldur ekki spilaðir vinni þau gullverðlaun. Nettavisen leitaði viðbragða hjá nokkrum aðilum í norsku íþróttahreyfingunni, meðal annars Þóri, eftir þessa U-beygju Alþjóða ólympíunefndarinnar. Ekki stóð á svari hjá Selfyssingnum. „Skoðun mín er sú sama og hefur alltaf verið. Rússland ætti aldrei að vera leyft að keppa á alþjóðlegum íþróttamótum á meðan stríðinu við Úkraínu stendur,“ sagði Þórir. „Punktur!“ Þórir þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því mæta Rússlandi á Ólympíuleikunum í París þar sem rússneskum og hvít-rússneskum liðum verður ekki heimilt að keppa á leikunum. Þórir og norsku stelpurnar hans töpuðu fyrir Frakklandi, 24-23, í lokaleik sínum í milliriðli II á HM í gær. Leikurinn réði því hvort liðið myndi vinna riðilinn. Í átta liða úrslitum HM mætir Noregur Hollandi. Leikurinn fer fram á morgun. Norðmenn eiga titil að verja á HM. Undir stjórn Þóris hefur norska liðið þrisvar sinnum orðið heimsmeistari. Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Alþjóða ólympíunefndin hefði ákveðið að leyfa rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki að keppa á Ólympíuleikunum í París. Áður hafði verið gefið út að hvorki rússneskt né hvít-rússneskt íþróttafólk fengi að vera með á Ólympíuleikunum vegna stríðsins í Úkraínu en Alþjóða ólympíunefndin skipti um skoðun. Rússneska og hvít-rússneska íþróttafólkið má hins vegar ekki keppa undir fána sinnar þjóðar, ekki styðja stríðið og ekki vera meðlimur í hernum eða öryggissveitum þjóðanna. Þjóðsöngvarnir verða heldur ekki spilaðir vinni þau gullverðlaun. Nettavisen leitaði viðbragða hjá nokkrum aðilum í norsku íþróttahreyfingunni, meðal annars Þóri, eftir þessa U-beygju Alþjóða ólympíunefndarinnar. Ekki stóð á svari hjá Selfyssingnum. „Skoðun mín er sú sama og hefur alltaf verið. Rússland ætti aldrei að vera leyft að keppa á alþjóðlegum íþróttamótum á meðan stríðinu við Úkraínu stendur,“ sagði Þórir. „Punktur!“ Þórir þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því mæta Rússlandi á Ólympíuleikunum í París þar sem rússneskum og hvít-rússneskum liðum verður ekki heimilt að keppa á leikunum. Þórir og norsku stelpurnar hans töpuðu fyrir Frakklandi, 24-23, í lokaleik sínum í milliriðli II á HM í gær. Leikurinn réði því hvort liðið myndi vinna riðilinn. Í átta liða úrslitum HM mætir Noregur Hollandi. Leikurinn fer fram á morgun. Norðmenn eiga titil að verja á HM. Undir stjórn Þóris hefur norska liðið þrisvar sinnum orðið heimsmeistari.
Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira