„Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2023 22:01 Nemendur í Vogaskóla funduðu með borgarstjóra í dag ásamt nokkur þúsund öðrum grunnskólabörnum. Vísir/Vilhelm Unglingar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni í Reykjavík og mætt seinna í skólann en jafnaldrar sínir segjast eiga auðveldara með einbeitingu og sofa betur. Ákveðið hefur verið að skóladagur allra unglinga í Reykjavík byrji seinna frá og með næsta hausti. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði með sjö þúsund unglingum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað í morgun þar sem þessi ákvörðun var rædd. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi frá og með næsta hausti og byrjar skólahald þá í fyrsta lagi klukkan 8:50 á unglingastigi í skólum borgarinnar. Vonir standa til að þetta muni bæta svefn og líðan barnanna. „Breytingin er til þess að lengja þennan svefntíma. Við sjáum að um og yfir helmingur ungs fólks á þessum aldri eru að sofa of stuttan tíma. Við vitum að það hefur áhrif á einbeitingu, minni, nám og svo framvegis,“ segir Dagur. Í meira en ár hafa nemendur í Vogaskóla tekið þátt í tilraunaverkefni til að sjá hvernig það virkar að láta börnin mæta seinna í skólann. „Bæði nemendur og starfsfólkið er ánægt með þessa breytingu og finnst það vera til hins góða. Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð,“ segir Snædís Valsdóttir skólastjóri Vogaskóla Krakkarnir sjálfir eru á því að þeim líði betur eftir að þeir tóku að mæta seinna í skólann. Segja léttara að vakna og geta einbeitt sér betur. Þá eru þau ekki á því að þau freistist til að fara seinna að sofa en áður. „Ég fer ekkert eitthvað mikið seinna að sofa,“ segir Hulda Filippía Andradóttir nemandi í 10. bekk í Vogaskóla. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Stjórnsýsla Reykjavík Svefn Tengdar fréttir Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06 Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði með sjö þúsund unglingum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað í morgun þar sem þessi ákvörðun var rædd. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi frá og með næsta hausti og byrjar skólahald þá í fyrsta lagi klukkan 8:50 á unglingastigi í skólum borgarinnar. Vonir standa til að þetta muni bæta svefn og líðan barnanna. „Breytingin er til þess að lengja þennan svefntíma. Við sjáum að um og yfir helmingur ungs fólks á þessum aldri eru að sofa of stuttan tíma. Við vitum að það hefur áhrif á einbeitingu, minni, nám og svo framvegis,“ segir Dagur. Í meira en ár hafa nemendur í Vogaskóla tekið þátt í tilraunaverkefni til að sjá hvernig það virkar að láta börnin mæta seinna í skólann. „Bæði nemendur og starfsfólkið er ánægt með þessa breytingu og finnst það vera til hins góða. Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð,“ segir Snædís Valsdóttir skólastjóri Vogaskóla Krakkarnir sjálfir eru á því að þeim líði betur eftir að þeir tóku að mæta seinna í skólann. Segja léttara að vakna og geta einbeitt sér betur. Þá eru þau ekki á því að þau freistist til að fara seinna að sofa en áður. „Ég fer ekkert eitthvað mikið seinna að sofa,“ segir Hulda Filippía Andradóttir nemandi í 10. bekk í Vogaskóla.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Stjórnsýsla Reykjavík Svefn Tengdar fréttir Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06 Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06
Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12