„Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2023 22:01 Nemendur í Vogaskóla funduðu með borgarstjóra í dag ásamt nokkur þúsund öðrum grunnskólabörnum. Vísir/Vilhelm Unglingar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni í Reykjavík og mætt seinna í skólann en jafnaldrar sínir segjast eiga auðveldara með einbeitingu og sofa betur. Ákveðið hefur verið að skóladagur allra unglinga í Reykjavík byrji seinna frá og með næsta hausti. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði með sjö þúsund unglingum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað í morgun þar sem þessi ákvörðun var rædd. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi frá og með næsta hausti og byrjar skólahald þá í fyrsta lagi klukkan 8:50 á unglingastigi í skólum borgarinnar. Vonir standa til að þetta muni bæta svefn og líðan barnanna. „Breytingin er til þess að lengja þennan svefntíma. Við sjáum að um og yfir helmingur ungs fólks á þessum aldri eru að sofa of stuttan tíma. Við vitum að það hefur áhrif á einbeitingu, minni, nám og svo framvegis,“ segir Dagur. Í meira en ár hafa nemendur í Vogaskóla tekið þátt í tilraunaverkefni til að sjá hvernig það virkar að láta börnin mæta seinna í skólann. „Bæði nemendur og starfsfólkið er ánægt með þessa breytingu og finnst það vera til hins góða. Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð,“ segir Snædís Valsdóttir skólastjóri Vogaskóla Krakkarnir sjálfir eru á því að þeim líði betur eftir að þeir tóku að mæta seinna í skólann. Segja léttara að vakna og geta einbeitt sér betur. Þá eru þau ekki á því að þau freistist til að fara seinna að sofa en áður. „Ég fer ekkert eitthvað mikið seinna að sofa,“ segir Hulda Filippía Andradóttir nemandi í 10. bekk í Vogaskóla. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Stjórnsýsla Reykjavík Svefn Tengdar fréttir Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06 Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði með sjö þúsund unglingum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað í morgun þar sem þessi ákvörðun var rædd. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi frá og með næsta hausti og byrjar skólahald þá í fyrsta lagi klukkan 8:50 á unglingastigi í skólum borgarinnar. Vonir standa til að þetta muni bæta svefn og líðan barnanna. „Breytingin er til þess að lengja þennan svefntíma. Við sjáum að um og yfir helmingur ungs fólks á þessum aldri eru að sofa of stuttan tíma. Við vitum að það hefur áhrif á einbeitingu, minni, nám og svo framvegis,“ segir Dagur. Í meira en ár hafa nemendur í Vogaskóla tekið þátt í tilraunaverkefni til að sjá hvernig það virkar að láta börnin mæta seinna í skólann. „Bæði nemendur og starfsfólkið er ánægt með þessa breytingu og finnst það vera til hins góða. Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð,“ segir Snædís Valsdóttir skólastjóri Vogaskóla Krakkarnir sjálfir eru á því að þeim líði betur eftir að þeir tóku að mæta seinna í skólann. Segja léttara að vakna og geta einbeitt sér betur. Þá eru þau ekki á því að þau freistist til að fara seinna að sofa en áður. „Ég fer ekkert eitthvað mikið seinna að sofa,“ segir Hulda Filippía Andradóttir nemandi í 10. bekk í Vogaskóla.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Stjórnsýsla Reykjavík Svefn Tengdar fréttir Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06 Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06
Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12