Mannréttindi allra kvenna Stella Samúelsdóttir skrifar 10. desember 2023 08:01 Á alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag 10. desember fögnum við 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er enn í dag undirstaða alþjóðlegs mannréttindakerfis okkar og grundvöllur alþjóðlegra mannréttindasamninga sem ríki heims hafa skuldbundið sig til að byggja á. UN Women á Íslandi vill árétta að UN Women stendur með mannréttindum allra kvenna og stúlkna, alltaf og alls staðar. UN Women er alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarstofnun og eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu jafnréttis. Sundrungin sem við sjáum svo víða hefur aukist og ógnar bæði lýðræði og alþjóðasamstarfi. Gildi UN Women eru enn sem fyrr gagnsæi, hlutleysi, ábyrgð og virðing fyrir sáttmálum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Starf UN Women hefur líklega aldrei verið jafnmikilvægt og á tímum sem þessum þegar við verðum ítrekað vitni að því að konur missa áunnin réttindi sín á einu augabragði, þar sem upplýsingaóreiðu og falsfréttum, sem við höfum svo sannarlega ekki farið varhluta af um okkar eigin störf, er beitt í áróðursskyni gegn mannréttindum og vopnuð átök færast í vöxt. Fleiri en 108 milljónir voru á flótta í heiminum í lok árs 2022. Þessi tala er nú orðin enn hærri vegna átakanna í Súdan og Gaza og mun halda áfram að hækka á næstu árum m.a. vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þverrandi auðlinda. UN Women á Íslandi ítrekar að allar konur og stúlkur, þar með taldar konur og stúlkur í Ísrael og Palestínu, eiga rétt á lífi án ofbeldis. Kynbundið ofbeldi er gróft brot á mannréttindum kvenna og stúlkna sem verður að uppræta. Við vitum að kynbundnu ofbeldi og nauðgunum er alltof oft beitt sem vopni í stríðsátökum. UN Women tekur undir ákall framkvæmdastjóra SÞ um að rannsaka þurfi allar fregnir um að kynbundnu ofbeldi hafi verið beitt í átökum og gerendur í slíkum málum sóttir til saka. Þá er mikilvægt að þolendur hljóti viðeigandi aðstoð og að réttindi þeirra séu tryggð. UN Women hefur hvað eftir annað kallað eftir vopnahléi og friði í Palestínu og Ísrael og að alþjóðalög séu virt í hvívetna. UN Women hefur einnig krafist þess ítrekað að öllum gíslum verði sleppt og að neyðaraðstoð fái að berast óhindrað til Gaza. UN Women styður við störf óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur til rannsóknar mannréttindabrot og brot á alþjóðalögum, þar með talið tilkynningar um kynbundna ofbeldisglæpi. Þessi nefnd hóf störf skömmu eftir árásir Hamas í Ísrael 7. október sl. Með þessi gildi að leiðarljósi og með ykkar stuðningi munum við saman halda áfram að vinna í þágu mannúðar og jafnréttis um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag 10. desember fögnum við 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er enn í dag undirstaða alþjóðlegs mannréttindakerfis okkar og grundvöllur alþjóðlegra mannréttindasamninga sem ríki heims hafa skuldbundið sig til að byggja á. UN Women á Íslandi vill árétta að UN Women stendur með mannréttindum allra kvenna og stúlkna, alltaf og alls staðar. UN Women er alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarstofnun og eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu jafnréttis. Sundrungin sem við sjáum svo víða hefur aukist og ógnar bæði lýðræði og alþjóðasamstarfi. Gildi UN Women eru enn sem fyrr gagnsæi, hlutleysi, ábyrgð og virðing fyrir sáttmálum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Starf UN Women hefur líklega aldrei verið jafnmikilvægt og á tímum sem þessum þegar við verðum ítrekað vitni að því að konur missa áunnin réttindi sín á einu augabragði, þar sem upplýsingaóreiðu og falsfréttum, sem við höfum svo sannarlega ekki farið varhluta af um okkar eigin störf, er beitt í áróðursskyni gegn mannréttindum og vopnuð átök færast í vöxt. Fleiri en 108 milljónir voru á flótta í heiminum í lok árs 2022. Þessi tala er nú orðin enn hærri vegna átakanna í Súdan og Gaza og mun halda áfram að hækka á næstu árum m.a. vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þverrandi auðlinda. UN Women á Íslandi ítrekar að allar konur og stúlkur, þar með taldar konur og stúlkur í Ísrael og Palestínu, eiga rétt á lífi án ofbeldis. Kynbundið ofbeldi er gróft brot á mannréttindum kvenna og stúlkna sem verður að uppræta. Við vitum að kynbundnu ofbeldi og nauðgunum er alltof oft beitt sem vopni í stríðsátökum. UN Women tekur undir ákall framkvæmdastjóra SÞ um að rannsaka þurfi allar fregnir um að kynbundnu ofbeldi hafi verið beitt í átökum og gerendur í slíkum málum sóttir til saka. Þá er mikilvægt að þolendur hljóti viðeigandi aðstoð og að réttindi þeirra séu tryggð. UN Women hefur hvað eftir annað kallað eftir vopnahléi og friði í Palestínu og Ísrael og að alþjóðalög séu virt í hvívetna. UN Women hefur einnig krafist þess ítrekað að öllum gíslum verði sleppt og að neyðaraðstoð fái að berast óhindrað til Gaza. UN Women styður við störf óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur til rannsóknar mannréttindabrot og brot á alþjóðalögum, þar með talið tilkynningar um kynbundna ofbeldisglæpi. Þessi nefnd hóf störf skömmu eftir árásir Hamas í Ísrael 7. október sl. Með þessi gildi að leiðarljósi og með ykkar stuðningi munum við saman halda áfram að vinna í þágu mannúðar og jafnréttis um allan heim. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun