Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 16:18 Maciej Jakub Talik játaði að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en bar við sjálfsvörn. Vísir/Vilhelm Maciej Jakub Talik var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á herbergisfélaga sínum að Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Hann stakk Jaroslaw Kaminski fimm sinnum með hnífi en bar fyrir sig sjálfsvörn og fór fram á sýknu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðu dómsins. Auk þess að vera dæmdur til sextán ára fangelsisvistar var Talik dæmdur til þess að greiða dóttur Kaminskis 35 milljónir króna í bætur. Rifust um peninga Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Við skýrslutöku fyrir dómi sagði Talik að þeir Kaminski hefðu rifist um peninga kvöldið örlagaríka eftir að hafa setið að sumbli. Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Bar við sjálfsvörn en hafði sagst ætla að myrða meðleigjandann Sem áður segir fór Talik fram á sýknu í málinu, þrátt fyrir að hafa játað að hafa stungið Kaminski, á grundvelli neyðarvarnar. Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons vinar hans sama kvöld og hann myrti Kaminski. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Dómsmál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðu dómsins. Auk þess að vera dæmdur til sextán ára fangelsisvistar var Talik dæmdur til þess að greiða dóttur Kaminskis 35 milljónir króna í bætur. Rifust um peninga Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Jaroslaw Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Við skýrslutöku fyrir dómi sagði Talik að þeir Kaminski hefðu rifist um peninga kvöldið örlagaríka eftir að hafa setið að sumbli. Þeir hafi þá ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði og verið að fram á morgun. Þegar heim hafi verið komið hafi hann ákveðið að vera mjög ákveðinn, segja meðleigjandanum að hann myndi ekkert greiða honum umfram það sem samið hafði verið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Þá hafi hann stungið hann nokkrum sinnum í viðbót inni í íbúðinni. Bar við sjálfsvörn en hafði sagst ætla að myrða meðleigjandann Sem áður segir fór Talik fram á sýknu í málinu, þrátt fyrir að hafa játað að hafa stungið Kaminski, á grundvelli neyðarvarnar. Meðal gagna málsins eru skilaboð frá Talik til Símons vinar hans sama kvöld og hann myrti Kaminski. Þar virðist hann hóta að myrða Kaminski. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðunum sem hann sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann segir að hann hafi iðullega sent slík skilaboð úti í Póllandi og að hann hafi ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“
Dómsmál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira