Var „dauður“ í fyrri hálfleik en of góður fyrir toppliðið í þeim síðari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 12:31 Tyrese Haliburton og Buddy Hield fagna saman í sigri Indiana Pacers á Boston Celtics í nótt. AP/Darron Cummings Indiana Pacers sló topplið Boston Celtics út úr átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins í nótt og er þar með búið að tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas ásamt liði New Orleans Pelicans sem vann líka sinn leik í gær. Indiana vann 122-112 sigur á Boston og eru Pacers menn þar með búnir að vinna alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Maður kvöldsins hjá Indiana Pacers var án efa Tyrese Haliburton sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst úr leikinn á undan vegna meiðsla. MONDAY'S IN-SEASON TOURNAMENT QUARTERFINALS FINAL SCORES Tyrese Haliburton's first career triple-double leads the @Pacers to an electric W as they advance to the Semifinals in Vegas!Myles Turner: 17 PTS, 10 REBJayson Tatum: 32 PTS, 12 REB, 6 AST pic.twitter.com/ATheu5tiKR— NBA (@NBA) December 5, 2023 Haliburton var ekki sannfærandi framan af leik en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hann náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með því að skora 26 stig, taka 10 fráköst og gefa 13 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskorun var Buddy Hield með 21 stig. „Í fyrri hálfleiknum þá var ég dauður,“ sagði Tyrese Haliburton en komst svo á flug eftir hlé. Hann skoraði sjálfur eða átti stoðsendinguna í fyrstu nítján stigum Indiana liðsins í seinni hálfleiknum. Indiana var sjö stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 37-23 og leit ekki til baka eftir það. Tyrese Haliburton showed OUT to lead the Pacers to the In-Season Tournament Semifinals 26 PTS10 REB13 ASTHis first career triple-double pic.twitter.com/HLbmDNh6SR— NBA (@NBA) December 5, 2023 „Það fylgir því góð tilfinning að vinna ekki síst leik sem enginn bjóst við að við myndum vinna,“ sagði Haliburton. Það dugði ekki Boston að bæði Jayson Tatum (32 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar) og Jaylen Brown (30 stig og 9 fráköst) skoruðu yfir þrjátíu stig. Fyrsta liðið úr Vesturdeildinni til þess að komast áfram í undanúrslitin í Vegas var lið New Orleans Pelicans sem vann 127-117 útisigur á Sacramento Kings. Brandon Ingram var frábær með 30 stig en Herb Jones skoraði 23 stig og Jonas Valanciunas var með 18 stig. Brandon Ingram showed OUT as the Pelicans advanced to the In-Season Tournament Semifinals in Vegas 30 PTS \ 8 REB \ 6 AST pic.twitter.com/Qra1ot9FZr— NBA (@NBA) December 5, 2023 Stórstjörnur Kings spiluðu vel en það var ekki nóg. De'Aaron Fox skoraði 30 stig og Domantas Sabonis bætti við 26 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þetta var fyrsta tap Sacramento liðsins í keppninni því liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlinum. Átta liða úrslitin klárast síðan í nótt. Milwaukee Bucks fær þá New York Knicks í heimsókn og Los Angeles Lakers tekur á móti Phoenix Suns í seinni leiknum. Leikur Bucks og Knicks verður sýndur beint og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Two tickets to Vegas have been punched.The Pacers and Pelicans advance to the In-Season Tournament Semifinals Quarterfinals continue Tuesday night on TNT pic.twitter.com/00x1iWnblJ— NBA (@NBA) December 5, 2023 NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Indiana vann 122-112 sigur á Boston og eru Pacers menn þar með búnir að vinna alla fimm leiki sína í keppninni til þessa. Maður kvöldsins hjá Indiana Pacers var án efa Tyrese Haliburton sem kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst úr leikinn á undan vegna meiðsla. MONDAY'S IN-SEASON TOURNAMENT QUARTERFINALS FINAL SCORES Tyrese Haliburton's first career triple-double leads the @Pacers to an electric W as they advance to the Semifinals in Vegas!Myles Turner: 17 PTS, 10 REBJayson Tatum: 32 PTS, 12 REB, 6 AST pic.twitter.com/ATheu5tiKR— NBA (@NBA) December 5, 2023 Haliburton var ekki sannfærandi framan af leik en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hann náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með því að skora 26 stig, taka 10 fráköst og gefa 13 stoðsendingar. Næstur honum í stigaskorun var Buddy Hield með 21 stig. „Í fyrri hálfleiknum þá var ég dauður,“ sagði Tyrese Haliburton en komst svo á flug eftir hlé. Hann skoraði sjálfur eða átti stoðsendinguna í fyrstu nítján stigum Indiana liðsins í seinni hálfleiknum. Indiana var sjö stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 37-23 og leit ekki til baka eftir það. Tyrese Haliburton showed OUT to lead the Pacers to the In-Season Tournament Semifinals 26 PTS10 REB13 ASTHis first career triple-double pic.twitter.com/HLbmDNh6SR— NBA (@NBA) December 5, 2023 „Það fylgir því góð tilfinning að vinna ekki síst leik sem enginn bjóst við að við myndum vinna,“ sagði Haliburton. Það dugði ekki Boston að bæði Jayson Tatum (32 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar) og Jaylen Brown (30 stig og 9 fráköst) skoruðu yfir þrjátíu stig. Fyrsta liðið úr Vesturdeildinni til þess að komast áfram í undanúrslitin í Vegas var lið New Orleans Pelicans sem vann 127-117 útisigur á Sacramento Kings. Brandon Ingram var frábær með 30 stig en Herb Jones skoraði 23 stig og Jonas Valanciunas var með 18 stig. Brandon Ingram showed OUT as the Pelicans advanced to the In-Season Tournament Semifinals in Vegas 30 PTS \ 8 REB \ 6 AST pic.twitter.com/Qra1ot9FZr— NBA (@NBA) December 5, 2023 Stórstjörnur Kings spiluðu vel en það var ekki nóg. De'Aaron Fox skoraði 30 stig og Domantas Sabonis bætti við 26 stigum, 13 fráköstum og 10 stoðsendingum. Þetta var fyrsta tap Sacramento liðsins í keppninni því liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlinum. Átta liða úrslitin klárast síðan í nótt. Milwaukee Bucks fær þá New York Knicks í heimsókn og Los Angeles Lakers tekur á móti Phoenix Suns í seinni leiknum. Leikur Bucks og Knicks verður sýndur beint og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti á Stöð 2 Sport 2. Two tickets to Vegas have been punched.The Pacers and Pelicans advance to the In-Season Tournament Semifinals Quarterfinals continue Tuesday night on TNT pic.twitter.com/00x1iWnblJ— NBA (@NBA) December 5, 2023
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira