UN Women og fleiri samtök sökuð um að þegja um kynbundið ofbeldi Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 08:31 Ísraelskar stúlkur skoða myndir af þeim sem var rænt og eru í haldi Hamas. AP/Ohad Zwigenberg Naglar í kynfærum kvenna, kynfæri svo illa farin að ekki var hægt að sjá hvort um var að ræða konu eða mann, skotsár á kynfærum og brjóstum. Þetta er meðal þess sem vitni að árásum Hamas á Ísraelsmenn 7. október lýstu á viðburði hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Um það bil 800 einstaklingar, aðgerðasinnar og sendifulltrúar, sóttu viðburðinn, sem var skipulagður af Sheryl Sandberg, fyrrverandi yfirmanni Meta, og Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, meðal annarra. Tilgangur viðburðarins var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem Hamas-liðar beittu þegar þeir létu til skarar skríða en Ísraelsmenn og fleiri hafa verið harðlega gagnrýnir á þögn fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna. „Me too, unless you are a Jew,“ hrópuðu hundruð mótmælenda fyrir utan Sameinuðu þjóðirnar. „Ég líka, nema ef þú ert gyðingur.“ Shari Mendes, varaliði í ísraelska hernum sem var meðal þeirra sem var falið að undirbúa lík þeirra kvenna sem voru myrtar til greftrunar, bar vitni um skotsár á kynfærum og brjóstum. Andlit sumra höfðu verið afskræmd og sumar skotnar ítrekað í höfuðið. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt ofbeldisfullar nauðganir hafa átt sér stað þegar Hamas-liðar réðust inn í byggðir Ísraelsmenna, bæði gegn konum og nokkrum mönnum. Meðal sönnunargagna eru nakin og hálfklædd lík kvenna, brotnar mjaðmagrindur og vitnisburðir bráðaliða og réttarmeinafræðinga. Ein kona sem var vitni að nauðgun lýsti því hvernig Hamas-liðar hefðu skipst á að nauðga ungri stúlku á tónlistarhátíðinni þar sem fólki var slátrað, misþyrma henni og skjóta síðan í höfuðið. Yfirvöld segjast ekki hafa tölu yfir það hversu mörgum konum var nauðgað, enda hafi áhersla verið lögð á að bera kennsl á líkamsleifarnar. Á viðburðinum í gær sagði yfirmaður hjá lögreglunni í Ísrael hins vegar að það hefði verið sýnilegt að menn hefðu vísvitandi skotið á kynfæri kvenna. Erdan og Cochav Elkayam Levy, lagaprófessor og stofnandi nefndar um framgöngu Hamas gegn börnum og konum 7. október, lýstu því bæði hvernig þau hefðu sent erindi á UN Women til að vekja athygli á hroðaverkunum og kalla eftir fordæmingu á þeim. Með erindi Levy fylgdu undirskriftir fjölda fræðimanna og með erindi Erdan myndir af líkum fórnarlambanna. Hvorugu erindinu var svarað. „Ekki einu sinni: Okkur barst erindi þitt,“ sagði Erdan. UN Women, sem hafa ítrekað fordæmt aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa, sendu fyrst frá sér tilkynningu í gær þar sem árásir Hamas gegn ísraelskum konum voru fordæmdar og greint frá því að fylgst væri með fregnum af kyndbundnu ofbeldi 7. október. Þverpólitískur hópur um 80 þingmanna í Bandaríkjunum hefur fordæmt þögn alþjóðlegra og innlendra stofnana um ofbeldi Hamas gegn konum. Öldungadeildarþingmaðurinn Jacky Rosen, Demókrati frá Nevada, gagnrýndi UN Women sérstaklega og sagði vinstri sinnuð alþjóðasamtök hafa valið að hunsa eða gera lítið úr ofbeldinu sem ísraelskar konur hefðu sætt 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Um það bil 800 einstaklingar, aðgerðasinnar og sendifulltrúar, sóttu viðburðinn, sem var skipulagður af Sheryl Sandberg, fyrrverandi yfirmanni Meta, og Gilad Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar, meðal annarra. Tilgangur viðburðarins var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi sem Hamas-liðar beittu þegar þeir létu til skarar skríða en Ísraelsmenn og fleiri hafa verið harðlega gagnrýnir á þögn fjölda samtaka sem berjast fyrir réttindum kvenna. „Me too, unless you are a Jew,“ hrópuðu hundruð mótmælenda fyrir utan Sameinuðu þjóðirnar. „Ég líka, nema ef þú ert gyðingur.“ Shari Mendes, varaliði í ísraelska hernum sem var meðal þeirra sem var falið að undirbúa lík þeirra kvenna sem voru myrtar til greftrunar, bar vitni um skotsár á kynfærum og brjóstum. Andlit sumra höfðu verið afskræmd og sumar skotnar ítrekað í höfuðið. Yfirvöld í Ísrael hafa sagt ofbeldisfullar nauðganir hafa átt sér stað þegar Hamas-liðar réðust inn í byggðir Ísraelsmenna, bæði gegn konum og nokkrum mönnum. Meðal sönnunargagna eru nakin og hálfklædd lík kvenna, brotnar mjaðmagrindur og vitnisburðir bráðaliða og réttarmeinafræðinga. Ein kona sem var vitni að nauðgun lýsti því hvernig Hamas-liðar hefðu skipst á að nauðga ungri stúlku á tónlistarhátíðinni þar sem fólki var slátrað, misþyrma henni og skjóta síðan í höfuðið. Yfirvöld segjast ekki hafa tölu yfir það hversu mörgum konum var nauðgað, enda hafi áhersla verið lögð á að bera kennsl á líkamsleifarnar. Á viðburðinum í gær sagði yfirmaður hjá lögreglunni í Ísrael hins vegar að það hefði verið sýnilegt að menn hefðu vísvitandi skotið á kynfæri kvenna. Erdan og Cochav Elkayam Levy, lagaprófessor og stofnandi nefndar um framgöngu Hamas gegn börnum og konum 7. október, lýstu því bæði hvernig þau hefðu sent erindi á UN Women til að vekja athygli á hroðaverkunum og kalla eftir fordæmingu á þeim. Með erindi Levy fylgdu undirskriftir fjölda fræðimanna og með erindi Erdan myndir af líkum fórnarlambanna. Hvorugu erindinu var svarað. „Ekki einu sinni: Okkur barst erindi þitt,“ sagði Erdan. UN Women, sem hafa ítrekað fordæmt aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa, sendu fyrst frá sér tilkynningu í gær þar sem árásir Hamas gegn ísraelskum konum voru fordæmdar og greint frá því að fylgst væri með fregnum af kyndbundnu ofbeldi 7. október. Þverpólitískur hópur um 80 þingmanna í Bandaríkjunum hefur fordæmt þögn alþjóðlegra og innlendra stofnana um ofbeldi Hamas gegn konum. Öldungadeildarþingmaðurinn Jacky Rosen, Demókrati frá Nevada, gagnrýndi UN Women sérstaklega og sagði vinstri sinnuð alþjóðasamtök hafa valið að hunsa eða gera lítið úr ofbeldinu sem ísraelskar konur hefðu sætt 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira