Ætla kveðja Helenu á leik Hauka og Vals á morgun og það er frítt inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 15:15 Helena Sverrisdóttir fagnaði mörgum sigrum með bæði Haukum og Val á sínum glæsilega ferli. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltagoðsögnin Helena Sverrisdóttir varð því miður að leggja skóna á hilluna á dögunum vegna meiðsla. Haukarnir ætla að kveðja hana formlega á morgun þegar gamla lið Helenu, Valur, kemur í heimsókn í Subway deild kvenna. „Við ætlum að nýta tækifærið, fyrst að Valur kemur til okkar, og kveðja formlega Helenu Sverrisdóttur en þessi tvö lið eru þau einu sem hún hefur spilað með á Íslandi. Helena ákvað eftir síðasta landsleikjaglugga að leggja skóna á hilluna en þrálát meiðsli hafa haldið henni meira og minna utan vallar síðustu ár,“ segir á miðlum Hauka. Leikurinn fer fram í Ólafssal og hefst klukkan 18.00. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Frítt verður á leikinn í boði B&L en haukar segjast vonast eftir því að stuðningsmenn beggja liða sem og þeir fjölmörgu leikmenn, þjálfarar, sjálfboðaliðar og aðrir sem unnið hafa með Helenu í gegn um árin, fjölmenni á völlinn og klappi vel og rækilega fyrir þessari einstöku íþróttakonu sem Helena er. Helena er uppalin í Haukum og hjálpaði félaginu að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn 2006 og svo aftur 2007. Eftir að Helena kom heim úr atvinnumennsku árið 2019 þá fór hún í Val og hjálpaði líka Valskonum að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn 2019 og svo aftur 2021. Helena varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Hún vann tvöfalt á þremur tímabilum 2006-07 með Haukum, 2019 með Val og svo 2021 með Val og Haukum. Hún var sex sinnum kosinn besti leikmaður deildarinnar, fimm sinnum með Haukum og einu sinni með Val. Hún var fjórum sinnum valin besti leikmaður lokaúrslitanna, tvisvar með Haukum og tvisvar með Val. Helena er sá leikmaður sem hefur skorað flest stig, tekið flest fráköst, gefið flestar stoðsendingar og stolið flestum boltum fyrir Hauka í efstu deild. Hjá Val er hún í 7. sæti í stigum, 6. sæti í stoðsendingum, 9. sæti í fráköstum og 10. sæti í stolnum boltum. Subway-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
„Við ætlum að nýta tækifærið, fyrst að Valur kemur til okkar, og kveðja formlega Helenu Sverrisdóttur en þessi tvö lið eru þau einu sem hún hefur spilað með á Íslandi. Helena ákvað eftir síðasta landsleikjaglugga að leggja skóna á hilluna en þrálát meiðsli hafa haldið henni meira og minna utan vallar síðustu ár,“ segir á miðlum Hauka. Leikurinn fer fram í Ólafssal og hefst klukkan 18.00. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Frítt verður á leikinn í boði B&L en haukar segjast vonast eftir því að stuðningsmenn beggja liða sem og þeir fjölmörgu leikmenn, þjálfarar, sjálfboðaliðar og aðrir sem unnið hafa með Helenu í gegn um árin, fjölmenni á völlinn og klappi vel og rækilega fyrir þessari einstöku íþróttakonu sem Helena er. Helena er uppalin í Haukum og hjálpaði félaginu að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn 2006 og svo aftur 2007. Eftir að Helena kom heim úr atvinnumennsku árið 2019 þá fór hún í Val og hjálpaði líka Valskonum að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn 2019 og svo aftur 2021. Helena varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Hún vann tvöfalt á þremur tímabilum 2006-07 með Haukum, 2019 með Val og svo 2021 með Val og Haukum. Hún var sex sinnum kosinn besti leikmaður deildarinnar, fimm sinnum með Haukum og einu sinni með Val. Hún var fjórum sinnum valin besti leikmaður lokaúrslitanna, tvisvar með Haukum og tvisvar með Val. Helena er sá leikmaður sem hefur skorað flest stig, tekið flest fráköst, gefið flestar stoðsendingar og stolið flestum boltum fyrir Hauka í efstu deild. Hjá Val er hún í 7. sæti í stigum, 6. sæti í stoðsendingum, 9. sæti í fráköstum og 10. sæti í stolnum boltum.
Subway-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira