Finnur Freyr: Ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri Kári Mímisson skrifar 30. nóvember 2023 22:05 Finnur Freyr var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Ég er mjög ánægður með karakterinn og að ná sigri hér í kvöld,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals strax að leik loknum þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Valur er að kom eftir erfitt tap gegn nýliðum Álftanes en liðið hefur átt í smá veseni í upphafi leiktíðar enda margir lykilleikmenn frá vegna meiðsla. Finnur skafar ekkert af því og segist hafa verið ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim leik en sé þó sáttur með hvernig hans menn hafi svarað hér í dag. „Ég var ósáttur með okkar frammistöðu í þeim leik og ósáttur fókusinn hjá liðinu, vorum að láta hluti sem við getum ekki stýrt fara allt of mikið í okkur. Ég er ánægður hvernig við svöruðum því í dag. Margt sem við erum að gera flott og margt sem við getum enn bætt. Ég er ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri.“ Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson gátu ekki leikið með Val í kvöld líkt og í síðasta leik gegn Álftanesi. Finnur segir að það sé óljóst hvenær þeir komi til baka. Á sama tíma bendir hann á að liðið sé sömuleiðis án Benónýs Svans Sigurðssonar. Það má því ekki mikið út af bregða hjá Val eins og staðan er núna. „Má ekki gleyma Benóný líka, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur núna í haust. Svo er Daði náttúrulega farinn svo við erum fjórum færri en við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti. Benóný fékk heilahristing á æfingu fyrir 10 dögum síðan og verður væntanlega ekkert meira með fyrr en eftir jól. Staðan á Kára og Hjálmari er enn bara mjög óljós. Það er enginn tímarammi á þeim í sjálfu sér og við þurfum bara að sjá hvernig næsta vika þróast.“ En hvernig sér Finnur framhaldið hjá liðinu með jafn laskaðan hóp og hann er núna? „Akkúrat núna er svarið bara að við erum að reyna að lifa þetta af en á sama tíma erum við að reyna að þróa einhvern einkenni í því sem við erum að reyna að gera. Mér fannst okkur takast það vel í dag. Þótt við séum þunnir þá eru gæði í þessum fáu sem við höfum mikil en við þurfum samt að breyta aðeins því sem við ætluðum að gera upphaflega.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Valur er að kom eftir erfitt tap gegn nýliðum Álftanes en liðið hefur átt í smá veseni í upphafi leiktíðar enda margir lykilleikmenn frá vegna meiðsla. Finnur skafar ekkert af því og segist hafa verið ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim leik en sé þó sáttur með hvernig hans menn hafi svarað hér í dag. „Ég var ósáttur með okkar frammistöðu í þeim leik og ósáttur fókusinn hjá liðinu, vorum að láta hluti sem við getum ekki stýrt fara allt of mikið í okkur. Ég er ánægður hvernig við svöruðum því í dag. Margt sem við erum að gera flott og margt sem við getum enn bætt. Ég er ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri.“ Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson gátu ekki leikið með Val í kvöld líkt og í síðasta leik gegn Álftanesi. Finnur segir að það sé óljóst hvenær þeir komi til baka. Á sama tíma bendir hann á að liðið sé sömuleiðis án Benónýs Svans Sigurðssonar. Það má því ekki mikið út af bregða hjá Val eins og staðan er núna. „Má ekki gleyma Benóný líka, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur núna í haust. Svo er Daði náttúrulega farinn svo við erum fjórum færri en við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti. Benóný fékk heilahristing á æfingu fyrir 10 dögum síðan og verður væntanlega ekkert meira með fyrr en eftir jól. Staðan á Kára og Hjálmari er enn bara mjög óljós. Það er enginn tímarammi á þeim í sjálfu sér og við þurfum bara að sjá hvernig næsta vika þróast.“ En hvernig sér Finnur framhaldið hjá liðinu með jafn laskaðan hóp og hann er núna? „Akkúrat núna er svarið bara að við erum að reyna að lifa þetta af en á sama tíma erum við að reyna að þróa einhvern einkenni í því sem við erum að reyna að gera. Mér fannst okkur takast það vel í dag. Þótt við séum þunnir þá eru gæði í þessum fáu sem við höfum mikil en við þurfum samt að breyta aðeins því sem við ætluðum að gera upphaflega.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10