Verður Ísland útibúaland eða land höfuðstöðva blárrar nýsköpunar? Þór Sigfússon og Heiða Kristín Helgadóttir skrifa 30. nóvember 2023 17:00 Á skömmum tíma hafa mörg af mest hraðvaxandi fyrirtækjum hérlendis verið seld erlendum fjárfestum. Við fögnum þessum aukna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskri nýsköpun og auðlindum henni tengdri. En þessi þróun kallar þó á að við metum hvaða áhrif hún getur haft á íslenska nýsköpun og athafnalíf. Eins er mikilvægt að rekstrarskilyrði þessara fyrirtækja séu sem best þannig að höfuðstöðvar þeirra haldist hér áfram. Sjávarklasinn hefur ekki hingað til talið skipta máli hvaða litur er á vegabréfum eigenda íslenskra fyrirtækja en þegar erlendir aðilar taka að fullu yfir okkar framsæknustu fyrirtæki er ástæða til að skoða áhrifin af því. Í þessari greiningu Sjávarklasans er fjallað um erlenda fjárfestingu og möguleg áhrif hennar á bláa hagkerfið hérlendis. Nýverið var nýsköpunarfyrirtækið Kerecis selt erlendu fyrirtæki og nutu margir innlendir fjárfestar um allt land góðs af þeirri sölu. Önnur dæmi má taka af leiðandi fyrirtækjum sem hafa verið seld erlendum aðilum á undanförnum árum. Má þar nefna Stofnfisk (Benchmark Genetics) sem er eitt framsæknasta fyrirtæki heims í laxahrognaframleiðslu og Ensímtækni (Zymetech) sem er í forystu á heimsvísu í þróun þorskensíma. Nú berast fréttir af áhuga erlendra fjárfesta á Marel, verðmætasta fyrirtæki landsins. Marel hefur um árabil verið eitt helsta tákn um nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi og forystu Íslands á því sviði á heimsvísu. Erlendir fjárfestar hafa lengi átt hlut í Marel en nú hafa erlendir fjárfestar sýnt áhuga á yfirtöku á Marel. Sama hvort af þeim viðskiptum verður eða ekki, vekur þessi möguleiki upp vangaveltur um hvaða áhrif slík yfirtaka og sölur á íslenskum fyrirtækjum, sem eiga það sammerkt að vera með talsverða markaðshlutdeild á stærri mörkuðum og jafnvel á heimsvísu, hefur almennt á íslenskt atvinnulíf og ekki síst nýsköpun. Afhverju skipta höfuðstöðvar máli? Það er mjög jákvætt að íslensk nýsköpun sé að fá jafn mikla viðurkenningu á alþjóðamarkaði og áhugi erlendra fjárfesta ber með sér. Spurningin er hins vegar hvernig best sé að tryggja að höfuðstöðvar og helsta stoðstarfsemi þessara fyrirtækja, sem mörg eru með einkaleyfi eins og á fullnýtingu hluta þorskins, verði áfram í landinu. Fá dæmi eru um lönd eða svæði, með svipaðan fjölda íbúa og Ísland, þar sem byggst hafa upp jafn mörg alþjóðafyrirtæki eins og hérlendis; fyrirtæki sem hafa höfuðstöðvar hér úti á miðju Atlantshafi. Væntanlega er ekkert eitt sem hefur skapað þessa sérstöðu Íslands, en afleiðingar hennar hafa verið mun meiri en við gerum okkur flest grein fyrir. Stóru fyrirtækin eins og Marel, Össur, Alvotech, CCP og Hampiðjan hafa þurft á margvíslegri stoð- og tækniþjónustu að halda sem hefur orðið til hérlendis vegna þarfa þessara fyrirtækja. Hér má nefna m.a. geislaskurð, hugbúnaðarþróun og íhlutaframleiðslu, en þessi þjónusta og hugvitið sem hún byggir á hefur síðan staðið öðrum nýsköpunarfyrirtækjum til boða. Þannig hefur staðsetning höfuðstöðva þessara fyrirtækja stuðlað að þekkingar- og tækniyfirfærslu sem flýtt hefur fyrir framförum, nýsköpun og útrás í ýmsum greinum. Mörg innlendu stoðfyrirtækjanna hafa þróað búnað í samvinnu við þessi stóru fyrirtæki, sem orðin er sjálfstæð útflutningsvara stoðfyrirtækjanna. Það má því segja að öflug alþjóðleg fyrirtæki á borð við Marel hafi verið kjarninn í uppbyggingu klasa tækni- og hugvitsfyrirtækja sem hafa síðan smám saman myndað öfluga heild. Þetta net stoðfyrirtækja er líklega önnur ástæða þess að þrátt fyrir að fyrirtækin séu yfirtekin af erlendum aðilum þá haldist meginstarfsemin hérlendis. Samkeppni um höfuðstöðvar Erlendar athuganir, sem hafa beinst að áhrifum höfuðstöðva alþjóðlegra fyrirtækja í borgum, hafa eðlilega beinst að þekktum heimsborgum. Athugun sem gerð var fyrir Lundúnaborg leiddi í ljós að um 40% af erlendum fjárfestingum í borginni komu til vegna verkefna fyrir höfuðstöðvar fyrirtækja eða stoðþjónustustarfsemi í kringum þær. Staðsetning höfuðstöðva virðist því skipta miklu máli um fjárfestingar á svæðum og er ástæða fyrir áhuga borga á að laða til sín höfuðstöðvar fyrirtækja. Algengt er að stærri borgir á Vesturlöndum keppi um að bjóða stórfyrirtækjum aðstöðu og fríðindi setji þau upp höfuðstöðvar sínar í borgunum. Ástæðan er sú, eins og áður er rakið, að störf í höfuðstöðvum eru „margfaldandi“ störf fyrir hagkerfi borga. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er talið að þessi margföldunaráhrif séu frá einu og upp í fjögur störf fyrir hvert starf sem verði til í höfuðstöðvum fyrirtækja. Önnur ástæða áhuga samfélaga á höfuðstöðvum er sú staðreynd að í höfuðstöðvum starfa sérfræðingar sem greiða oft háa skatta og nýta margvíslega aðra þjónustu í stórum stíl. Þetta fólk er því mikilvægir skattgreiðendur og hvetjandi fyrir allt efnahagsumhverfi borga. Loks má nefna að til þess að laða að hæfileikafólk og fyrirtæki þarf að vera til staðar nokkur fjöldi fyrirtækja, sem hafa höfuðstöðvar á svæðinu. Með nægilegum fjölda áhugaverðra fyrirtækja, sem stunda alþjóðastarfsemi, eru meiri líkur á því að hæfileikafólk velji að flytja til svæðisins þar sem það hefur meiri vissu fyrir því að þótt til uppsagna komi hjá einu fyrirtæki séu tækifæri fyrir þekkingarstarfsmenn í öðrum áhugaverðum fyrirtækjum á svæðinu. Hérlendis hefur þetta verið hindrun fyrir mörg íslensk fyrirtæki í að laða til sín erlent vinnuafl sökum fábreyttra atvinnutækifæra. En fleiri höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja geta stuðlað að því að laða til landsins fleiri þekkingarstarfsmenn og skapað þannig aukinn hagvöxt. Hér má einnig bæta við að samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna njóta góðgerðarfélög ýmis konar verulegs ábata af því að höfuðstöðvar stórra fyrirtækja séu á þeim svæðum sem þau starfa. Gott dæmi um þetta í okkar samfélagi er stuðningur sjávarútvegsfyrirtækja við fjölbreytta starfsemi íþróttafélaga og annarra samfélagslegra verkefna í sinni heimabyggð. Hingað til hafa eldisfyrirtækin verið minna áberandi í þessum efnum, en sum eru þó að feta sig meira inn á þessa braut! Viljum við verða útibúaland Miðað við stærð landsins og samanburð við álíka lönd hefur Íslandi farnast vel að halda í höfuðstöðvar öflugra fyrirtækja á meðan mörg álíka samfélög eru fremur eins konar útibúalönd. Á þessum svæðum, þar sem höfuðstöðvar skortir, hefur orðið meiri atgervisflótti en á svæðum sem hafa haldið í höfuðstöðvar fyrirtækja. Án efa hefur skipt máli hér að stofnendur þessara fyrirtækja og helstu stjórnendur eru íslenskir. Um flest þeirra fyrirtækja, sem nefnd hafa verið hér að framan, hefur það átt við. Ekkert erlent fyrirtæki, sem hefur haft erlenda stofnendur og stjórnendur, hefur valið að flytja höfðustöðvar sínar til landsins. Besta leiðin til að tryggja að höfuðstöðvar framtíðarfyrirtækja í bláa hagkerfinu verði áfram hérlendis er að tryggja að rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja sé samkeppnishæft. Ekki er síður mikilvægt að efla enn frekar nýsköpunar- og fjárfestingaumhverfið hérlendis og fjölga þannig stöðugt í hópi áhugaverðra sprotafyrirtækja sem geta orðið okkar næsta Kerecis og Marel. Þarna geta stjórnvöld, sveitarstjórnir, bankar, lífeyrissjóðir og fjárfestar haft mikið að segja með því að auka áhættufjármagn í boði og verða bakland spennandi nýsköpunar í bláa hagkerfinu með því að búa hér til umhverfi sem hlúa að og laða að sér hæfileikafólk alls staðar að. Aukin þekking og skilningur allra þessara aðila á nýsköpunarumhverfinu getur stuðlað að því að opna á frekari styrki til og fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Þannig má auka líkur þess að Ísland verði áfram aðlaðandi kostur fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna og sjá sér hag í því að halda höfuðstöðvum sínum hérlendis þrátt fyrir breytingar á eignarhaldi. Hér þurfa íslensk stjórnvöld einnig að spýta í lófana. Opinberir styrkir til nýsköpunarfyrirtækja á samkeppnisgrunni hafa haft mjög mikið að segja og þá þarf að auka. Skoða þarf hvernig megi auðvelda þekkingarstarfsfólki að flytja til landsins líkt og háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra hefur boðað. Rannsóknarstarfsemi á borð við þá sem stunduð er í háskólum, hjá Matís og Hafrannsóknarstofnun þarf að efla enn frekar. Loks þurfa stjórnvöld að vera opin fyrir því að hlúa að nýjum vaxtartækifærum í bláa hagkerfinu. Heildstæð áætlun um hvernig megi efla þær greinar og starfsemina innanlands væri ugglaust til bóta. Það er sjálfsagt að setja fram heildstæða stefnu um sjávarútveginn eins og gert hefur verið, en athyglina þarf líka að beina að hraðvaxandi greinum bláa hagkerfisins. Mikil orka hefur farið í að skapa sátt um “Auðlindina okkar” sem er gott. En kann að vera að nú sé kominn tími til að beina orkunni sem farið hefur í að ræða framtíð hefðbundins sjávarútvegs, sem býr við takmarkaða auðlind, í umræðu um nýjar þekkingargreinar í bláa hagkerfinu sem búa oft við óþrjótandi auðlindir. Höfundar eru stofnandi og framkvæmdastjóri Sjávarklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Á skömmum tíma hafa mörg af mest hraðvaxandi fyrirtækjum hérlendis verið seld erlendum fjárfestum. Við fögnum þessum aukna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskri nýsköpun og auðlindum henni tengdri. En þessi þróun kallar þó á að við metum hvaða áhrif hún getur haft á íslenska nýsköpun og athafnalíf. Eins er mikilvægt að rekstrarskilyrði þessara fyrirtækja séu sem best þannig að höfuðstöðvar þeirra haldist hér áfram. Sjávarklasinn hefur ekki hingað til talið skipta máli hvaða litur er á vegabréfum eigenda íslenskra fyrirtækja en þegar erlendir aðilar taka að fullu yfir okkar framsæknustu fyrirtæki er ástæða til að skoða áhrifin af því. Í þessari greiningu Sjávarklasans er fjallað um erlenda fjárfestingu og möguleg áhrif hennar á bláa hagkerfið hérlendis. Nýverið var nýsköpunarfyrirtækið Kerecis selt erlendu fyrirtæki og nutu margir innlendir fjárfestar um allt land góðs af þeirri sölu. Önnur dæmi má taka af leiðandi fyrirtækjum sem hafa verið seld erlendum aðilum á undanförnum árum. Má þar nefna Stofnfisk (Benchmark Genetics) sem er eitt framsæknasta fyrirtæki heims í laxahrognaframleiðslu og Ensímtækni (Zymetech) sem er í forystu á heimsvísu í þróun þorskensíma. Nú berast fréttir af áhuga erlendra fjárfesta á Marel, verðmætasta fyrirtæki landsins. Marel hefur um árabil verið eitt helsta tákn um nýsköpun í íslenskum sjávarútvegi og forystu Íslands á því sviði á heimsvísu. Erlendir fjárfestar hafa lengi átt hlut í Marel en nú hafa erlendir fjárfestar sýnt áhuga á yfirtöku á Marel. Sama hvort af þeim viðskiptum verður eða ekki, vekur þessi möguleiki upp vangaveltur um hvaða áhrif slík yfirtaka og sölur á íslenskum fyrirtækjum, sem eiga það sammerkt að vera með talsverða markaðshlutdeild á stærri mörkuðum og jafnvel á heimsvísu, hefur almennt á íslenskt atvinnulíf og ekki síst nýsköpun. Afhverju skipta höfuðstöðvar máli? Það er mjög jákvætt að íslensk nýsköpun sé að fá jafn mikla viðurkenningu á alþjóðamarkaði og áhugi erlendra fjárfesta ber með sér. Spurningin er hins vegar hvernig best sé að tryggja að höfuðstöðvar og helsta stoðstarfsemi þessara fyrirtækja, sem mörg eru með einkaleyfi eins og á fullnýtingu hluta þorskins, verði áfram í landinu. Fá dæmi eru um lönd eða svæði, með svipaðan fjölda íbúa og Ísland, þar sem byggst hafa upp jafn mörg alþjóðafyrirtæki eins og hérlendis; fyrirtæki sem hafa höfuðstöðvar hér úti á miðju Atlantshafi. Væntanlega er ekkert eitt sem hefur skapað þessa sérstöðu Íslands, en afleiðingar hennar hafa verið mun meiri en við gerum okkur flest grein fyrir. Stóru fyrirtækin eins og Marel, Össur, Alvotech, CCP og Hampiðjan hafa þurft á margvíslegri stoð- og tækniþjónustu að halda sem hefur orðið til hérlendis vegna þarfa þessara fyrirtækja. Hér má nefna m.a. geislaskurð, hugbúnaðarþróun og íhlutaframleiðslu, en þessi þjónusta og hugvitið sem hún byggir á hefur síðan staðið öðrum nýsköpunarfyrirtækjum til boða. Þannig hefur staðsetning höfuðstöðva þessara fyrirtækja stuðlað að þekkingar- og tækniyfirfærslu sem flýtt hefur fyrir framförum, nýsköpun og útrás í ýmsum greinum. Mörg innlendu stoðfyrirtækjanna hafa þróað búnað í samvinnu við þessi stóru fyrirtæki, sem orðin er sjálfstæð útflutningsvara stoðfyrirtækjanna. Það má því segja að öflug alþjóðleg fyrirtæki á borð við Marel hafi verið kjarninn í uppbyggingu klasa tækni- og hugvitsfyrirtækja sem hafa síðan smám saman myndað öfluga heild. Þetta net stoðfyrirtækja er líklega önnur ástæða þess að þrátt fyrir að fyrirtækin séu yfirtekin af erlendum aðilum þá haldist meginstarfsemin hérlendis. Samkeppni um höfuðstöðvar Erlendar athuganir, sem hafa beinst að áhrifum höfuðstöðva alþjóðlegra fyrirtækja í borgum, hafa eðlilega beinst að þekktum heimsborgum. Athugun sem gerð var fyrir Lundúnaborg leiddi í ljós að um 40% af erlendum fjárfestingum í borginni komu til vegna verkefna fyrir höfuðstöðvar fyrirtækja eða stoðþjónustustarfsemi í kringum þær. Staðsetning höfuðstöðva virðist því skipta miklu máli um fjárfestingar á svæðum og er ástæða fyrir áhuga borga á að laða til sín höfuðstöðvar fyrirtækja. Algengt er að stærri borgir á Vesturlöndum keppi um að bjóða stórfyrirtækjum aðstöðu og fríðindi setji þau upp höfuðstöðvar sínar í borgunum. Ástæðan er sú, eins og áður er rakið, að störf í höfuðstöðvum eru „margfaldandi“ störf fyrir hagkerfi borga. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er talið að þessi margföldunaráhrif séu frá einu og upp í fjögur störf fyrir hvert starf sem verði til í höfuðstöðvum fyrirtækja. Önnur ástæða áhuga samfélaga á höfuðstöðvum er sú staðreynd að í höfuðstöðvum starfa sérfræðingar sem greiða oft háa skatta og nýta margvíslega aðra þjónustu í stórum stíl. Þetta fólk er því mikilvægir skattgreiðendur og hvetjandi fyrir allt efnahagsumhverfi borga. Loks má nefna að til þess að laða að hæfileikafólk og fyrirtæki þarf að vera til staðar nokkur fjöldi fyrirtækja, sem hafa höfuðstöðvar á svæðinu. Með nægilegum fjölda áhugaverðra fyrirtækja, sem stunda alþjóðastarfsemi, eru meiri líkur á því að hæfileikafólk velji að flytja til svæðisins þar sem það hefur meiri vissu fyrir því að þótt til uppsagna komi hjá einu fyrirtæki séu tækifæri fyrir þekkingarstarfsmenn í öðrum áhugaverðum fyrirtækjum á svæðinu. Hérlendis hefur þetta verið hindrun fyrir mörg íslensk fyrirtæki í að laða til sín erlent vinnuafl sökum fábreyttra atvinnutækifæra. En fleiri höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja geta stuðlað að því að laða til landsins fleiri þekkingarstarfsmenn og skapað þannig aukinn hagvöxt. Hér má einnig bæta við að samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna njóta góðgerðarfélög ýmis konar verulegs ábata af því að höfuðstöðvar stórra fyrirtækja séu á þeim svæðum sem þau starfa. Gott dæmi um þetta í okkar samfélagi er stuðningur sjávarútvegsfyrirtækja við fjölbreytta starfsemi íþróttafélaga og annarra samfélagslegra verkefna í sinni heimabyggð. Hingað til hafa eldisfyrirtækin verið minna áberandi í þessum efnum, en sum eru þó að feta sig meira inn á þessa braut! Viljum við verða útibúaland Miðað við stærð landsins og samanburð við álíka lönd hefur Íslandi farnast vel að halda í höfuðstöðvar öflugra fyrirtækja á meðan mörg álíka samfélög eru fremur eins konar útibúalönd. Á þessum svæðum, þar sem höfuðstöðvar skortir, hefur orðið meiri atgervisflótti en á svæðum sem hafa haldið í höfuðstöðvar fyrirtækja. Án efa hefur skipt máli hér að stofnendur þessara fyrirtækja og helstu stjórnendur eru íslenskir. Um flest þeirra fyrirtækja, sem nefnd hafa verið hér að framan, hefur það átt við. Ekkert erlent fyrirtæki, sem hefur haft erlenda stofnendur og stjórnendur, hefur valið að flytja höfðustöðvar sínar til landsins. Besta leiðin til að tryggja að höfuðstöðvar framtíðarfyrirtækja í bláa hagkerfinu verði áfram hérlendis er að tryggja að rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja sé samkeppnishæft. Ekki er síður mikilvægt að efla enn frekar nýsköpunar- og fjárfestingaumhverfið hérlendis og fjölga þannig stöðugt í hópi áhugaverðra sprotafyrirtækja sem geta orðið okkar næsta Kerecis og Marel. Þarna geta stjórnvöld, sveitarstjórnir, bankar, lífeyrissjóðir og fjárfestar haft mikið að segja með því að auka áhættufjármagn í boði og verða bakland spennandi nýsköpunar í bláa hagkerfinu með því að búa hér til umhverfi sem hlúa að og laða að sér hæfileikafólk alls staðar að. Aukin þekking og skilningur allra þessara aðila á nýsköpunarumhverfinu getur stuðlað að því að opna á frekari styrki til og fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum. Þannig má auka líkur þess að Ísland verði áfram aðlaðandi kostur fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna og sjá sér hag í því að halda höfuðstöðvum sínum hérlendis þrátt fyrir breytingar á eignarhaldi. Hér þurfa íslensk stjórnvöld einnig að spýta í lófana. Opinberir styrkir til nýsköpunarfyrirtækja á samkeppnisgrunni hafa haft mjög mikið að segja og þá þarf að auka. Skoða þarf hvernig megi auðvelda þekkingarstarfsfólki að flytja til landsins líkt og háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra hefur boðað. Rannsóknarstarfsemi á borð við þá sem stunduð er í háskólum, hjá Matís og Hafrannsóknarstofnun þarf að efla enn frekar. Loks þurfa stjórnvöld að vera opin fyrir því að hlúa að nýjum vaxtartækifærum í bláa hagkerfinu. Heildstæð áætlun um hvernig megi efla þær greinar og starfsemina innanlands væri ugglaust til bóta. Það er sjálfsagt að setja fram heildstæða stefnu um sjávarútveginn eins og gert hefur verið, en athyglina þarf líka að beina að hraðvaxandi greinum bláa hagkerfisins. Mikil orka hefur farið í að skapa sátt um “Auðlindina okkar” sem er gott. En kann að vera að nú sé kominn tími til að beina orkunni sem farið hefur í að ræða framtíð hefðbundins sjávarútvegs, sem býr við takmarkaða auðlind, í umræðu um nýjar þekkingargreinar í bláa hagkerfinu sem búa oft við óþrjótandi auðlindir. Höfundar eru stofnandi og framkvæmdastjóri Sjávarklasans.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar