Japanar vilja kyrrsetja herflugvélar eftir slys Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2023 13:12 Brak úr flugvélinni sem brotlenti hefur fundist í sjónum en einungis einn af þeim átta sem voru um borð. AP/Strandgæsla Japan Yfirvöld í Japan hafa beðið Bandaríkjamenn um að stöðva notkun V-22 Osprey flugvéla nærri eyríkinu um tíma. Það er eftir að ein slík flugvél féll í hafið undan ströndum Japan í gær, miðvikudag. Japanar vilja að öryggi vélanna sé tryggt áður en þeim sé flogið aftur en allar fjórtán flugvélarnar í eigu varnarliðs Japans hafa verið kyrrsettar í bili. V-22 Osprey er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Hún tekur á loft eins og þyrla en í kjölfarið er hreyflum hennar snúið fram á við og henni flogið eins og flugvél. Tilefni þess að flugvélin brotlenti í gær er enn til rannsóknar og er enn verið að leita að sjö sem voru um borð. Einn fannst í gær. Fjölmiðlar ytra hafa haft eftir vitnum að vinstri hreyfill flugvélarinnar hafi logað þegar hún hrapaði í hafið. Leit stendur enn yfir í sjónum við Japan.AP/Kyodo News Verið var að fljúga flugvélinni á æfingu en fyrst bárust fregnir af því að átta hefðu verið um borð. Það var svo lækkað í sex en hækkað aftur í átta. Sjá einnig: Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Slys á Osprey-flugvélum eru tiltölulega algeng en flugvélarnar voru fyrst teknar í notkun á tíunda áratug síðustu aldar. Þær eru í notkun hjá bandarískum landgönguliðum, sjóhernum og hjá flugher Bandaríkjanna. Ein slík flugvél hrapaði í sjóinn undan ströndum Ástralíu í ágúst. Þá dóu þrír og fimm særðust alvarlega. Það var fimmta banvæna Osprey-slysið frá árinu 2012. Bandaríkjamenn hafa verið að nota flugvélarnar við leitina að týndu hermönnunum en Minoru Kihara, varnarmálaráðherra Japans, sagði á þingi í morgun að minnst tuttugu V-22 Osprey flugvélum hefði verið lent eða þær tekið á loft við bandarískar herstöðvar í Japan frá því í gær, samkvæmt frétt Reuters. Japan Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Japanar vilja að öryggi vélanna sé tryggt áður en þeim sé flogið aftur en allar fjórtán flugvélarnar í eigu varnarliðs Japans hafa verið kyrrsettar í bili. V-22 Osprey er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar. Hún tekur á loft eins og þyrla en í kjölfarið er hreyflum hennar snúið fram á við og henni flogið eins og flugvél. Tilefni þess að flugvélin brotlenti í gær er enn til rannsóknar og er enn verið að leita að sjö sem voru um borð. Einn fannst í gær. Fjölmiðlar ytra hafa haft eftir vitnum að vinstri hreyfill flugvélarinnar hafi logað þegar hún hrapaði í hafið. Leit stendur enn yfir í sjónum við Japan.AP/Kyodo News Verið var að fljúga flugvélinni á æfingu en fyrst bárust fregnir af því að átta hefðu verið um borð. Það var svo lækkað í sex en hækkað aftur í átta. Sjá einnig: Bandarísk herflugvél hrapaði í sjóinn við Japan Slys á Osprey-flugvélum eru tiltölulega algeng en flugvélarnar voru fyrst teknar í notkun á tíunda áratug síðustu aldar. Þær eru í notkun hjá bandarískum landgönguliðum, sjóhernum og hjá flugher Bandaríkjanna. Ein slík flugvél hrapaði í sjóinn undan ströndum Ástralíu í ágúst. Þá dóu þrír og fimm særðust alvarlega. Það var fimmta banvæna Osprey-slysið frá árinu 2012. Bandaríkjamenn hafa verið að nota flugvélarnar við leitina að týndu hermönnunum en Minoru Kihara, varnarmálaráðherra Japans, sagði á þingi í morgun að minnst tuttugu V-22 Osprey flugvélum hefði verið lent eða þær tekið á loft við bandarískar herstöðvar í Japan frá því í gær, samkvæmt frétt Reuters.
Japan Bandaríkin Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira