Meirihluti Íslendinga vill ekki eiga nágranna með fíknivanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 08:00 Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Mun meiri fordómar mælast gegn einstaklingum með fíknivanda á Íslandi en með annan vanda. Meira en helmingur Íslendinga vill ekki fólk með fíknivanda sem nágranna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin er af Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kostuð er af landssamtökunum Geðhjálp. Um er að ræða fyrsta skiptið sem viðhorf til fíknivanda eru mæld hér á landi og verða þau hér eftir mæld á tveggja ára fresti. Sigrún kynnti niðurstöðurnar í morgun en um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var af Gallup. Sigrún hefur áður fylgst með fordómum hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir í sambærilegri rannsókn. Í rannsókninni eru fordómar skoðaðir út frá sex mismunandi víddum. Marktækt meiri fordómar vegna fíknivanda Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi ekki komið sér á óvart að það hafi mælst mestu fordómarnir gagnvart fíknivanda. Hins vegar hafi það komið á óvart hvað þeir voru marktækt meiri en gegn öðru sem mælt var fyrir líkt og geðklofa og þunglyndi. „Líka hvað það er í raun og veru ótrúlega stöðugt. Því í þessari rannsókn mælum við fordóma á sex mismunandi víddum í rúmlega þrjátíu spurningum og þetta með fíknivandann er gegnumgangandi.“ Hún segir að bera þurfi í huga að spurningarnar um fíknivandann byggi á lýsingu rannsakenda á fíknivanda. Þar hafi verið vandað til verka og ekki teiknuð upp mynd sem oft birtist af fólki með fíknivanda í fjölmiðlum. Lýsing á fíknivanda í rannsókninni. „Það er alveg passað að það séu ekki tengsl við ofbeldi eða afbrot eða neitt slíkt og er þetta til þess að gera mildari lýsing en hefði getað verið valin. Og svo þegar við spyrjum fólk svona í megindlegum könnunum þá vitum við það alveg að ef eitthvað er erum við að vanmeta fordóma frekar en að ofmeta þá.“ Sigrún segir að það sé gífurlega verðmætt fyrir rannsakendur að geta framkvæmt slíka rannsókn á tveggja ára fresti. Áhugavert verði að sjá hvernig næstu ár muni verða í samanburði við árið í ár. „Svo lærum við líka ýmislegt af þessari könnun. Fíknivandi er auðvitað svo flókinn, við veljum eina lýsingu hér, það er líka hægt til dæmis að vera með fleiri lýsingar og kafa dýpra í gögnin.“ Um sextíu prósent Íslendinga vill ekki vera nágranni fólks með fíknivanda. Neikvætt að segja frá eða fara í meðferð Sigrún segir það líka áhugavert að sjá að Íslendingar telji það hafa neikvæð áhrif fyrir fyrir einhvern sem greindur er með geðklofa eða fíknivanda að segja frá eða fara í meðferð. „Og það er náttúrulega mjög alvarlegt að hugsa einhvern veginn að það geti verið þannig viðhorf að fólk leiti sér ekki hjálpar vegna þess að það búist við fordómum.“ Marktækt færri lýsa neikvæðri afstöðu gagnvart því að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis frekar en fíknivanda. Þetta sýnir fram á að fordómar hafa áhrif á líf einstaklinga? „Já. Við vitum það bara að þeir gera það á allskonar vegu. Bæði af því að fólki er neitað um ákveðin tækifæri og það upplifir beina fordóma. En síðan er það sem við vitum líka vegna rannsókna að mjög stór hluti af því sem hefur áhrif er að fólk í rauninni fer að búast við að fá ekki tækifæri, búast við að verða hafnað, af því að það veit alveg hvernig viðhorf eru í samfélaginu,“ segir Sigrún. „Það veit að það er litið á það á neikvæðan hátt og þá fer fólk kannski að forðast ákveðnar aðstæður. Þannig að það eru bæði þessir beinu fordómar en líka þessir óbeinu og svo sjálfsfordómar og þessi ótti um að geta verið hafnað og ákveðið þá að sækja ekki um vinnu eða reyna ekki að stofna til vinskapar eða hvað það er.“ Fíkn Félagsmál Nágrannadeilur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin er af Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kostuð er af landssamtökunum Geðhjálp. Um er að ræða fyrsta skiptið sem viðhorf til fíknivanda eru mæld hér á landi og verða þau hér eftir mæld á tveggja ára fresti. Sigrún kynnti niðurstöðurnar í morgun en um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var af Gallup. Sigrún hefur áður fylgst með fordómum hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir í sambærilegri rannsókn. Í rannsókninni eru fordómar skoðaðir út frá sex mismunandi víddum. Marktækt meiri fordómar vegna fíknivanda Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi ekki komið sér á óvart að það hafi mælst mestu fordómarnir gagnvart fíknivanda. Hins vegar hafi það komið á óvart hvað þeir voru marktækt meiri en gegn öðru sem mælt var fyrir líkt og geðklofa og þunglyndi. „Líka hvað það er í raun og veru ótrúlega stöðugt. Því í þessari rannsókn mælum við fordóma á sex mismunandi víddum í rúmlega þrjátíu spurningum og þetta með fíknivandann er gegnumgangandi.“ Hún segir að bera þurfi í huga að spurningarnar um fíknivandann byggi á lýsingu rannsakenda á fíknivanda. Þar hafi verið vandað til verka og ekki teiknuð upp mynd sem oft birtist af fólki með fíknivanda í fjölmiðlum. Lýsing á fíknivanda í rannsókninni. „Það er alveg passað að það séu ekki tengsl við ofbeldi eða afbrot eða neitt slíkt og er þetta til þess að gera mildari lýsing en hefði getað verið valin. Og svo þegar við spyrjum fólk svona í megindlegum könnunum þá vitum við það alveg að ef eitthvað er erum við að vanmeta fordóma frekar en að ofmeta þá.“ Sigrún segir að það sé gífurlega verðmætt fyrir rannsakendur að geta framkvæmt slíka rannsókn á tveggja ára fresti. Áhugavert verði að sjá hvernig næstu ár muni verða í samanburði við árið í ár. „Svo lærum við líka ýmislegt af þessari könnun. Fíknivandi er auðvitað svo flókinn, við veljum eina lýsingu hér, það er líka hægt til dæmis að vera með fleiri lýsingar og kafa dýpra í gögnin.“ Um sextíu prósent Íslendinga vill ekki vera nágranni fólks með fíknivanda. Neikvætt að segja frá eða fara í meðferð Sigrún segir það líka áhugavert að sjá að Íslendingar telji það hafa neikvæð áhrif fyrir fyrir einhvern sem greindur er með geðklofa eða fíknivanda að segja frá eða fara í meðferð. „Og það er náttúrulega mjög alvarlegt að hugsa einhvern veginn að það geti verið þannig viðhorf að fólk leiti sér ekki hjálpar vegna þess að það búist við fordómum.“ Marktækt færri lýsa neikvæðri afstöðu gagnvart því að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis frekar en fíknivanda. Þetta sýnir fram á að fordómar hafa áhrif á líf einstaklinga? „Já. Við vitum það bara að þeir gera það á allskonar vegu. Bæði af því að fólki er neitað um ákveðin tækifæri og það upplifir beina fordóma. En síðan er það sem við vitum líka vegna rannsókna að mjög stór hluti af því sem hefur áhrif er að fólk í rauninni fer að búast við að fá ekki tækifæri, búast við að verða hafnað, af því að það veit alveg hvernig viðhorf eru í samfélaginu,“ segir Sigrún. „Það veit að það er litið á það á neikvæðan hátt og þá fer fólk kannski að forðast ákveðnar aðstæður. Þannig að það eru bæði þessir beinu fordómar en líka þessir óbeinu og svo sjálfsfordómar og þessi ótti um að geta verið hafnað og ákveðið þá að sækja ekki um vinnu eða reyna ekki að stofna til vinskapar eða hvað það er.“
Fíkn Félagsmál Nágrannadeilur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira