Meirihluti Íslendinga vill ekki eiga nágranna með fíknivanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 08:00 Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Mun meiri fordómar mælast gegn einstaklingum með fíknivanda á Íslandi en með annan vanda. Meira en helmingur Íslendinga vill ekki fólk með fíknivanda sem nágranna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin er af Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kostuð er af landssamtökunum Geðhjálp. Um er að ræða fyrsta skiptið sem viðhorf til fíknivanda eru mæld hér á landi og verða þau hér eftir mæld á tveggja ára fresti. Sigrún kynnti niðurstöðurnar í morgun en um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var af Gallup. Sigrún hefur áður fylgst með fordómum hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir í sambærilegri rannsókn. Í rannsókninni eru fordómar skoðaðir út frá sex mismunandi víddum. Marktækt meiri fordómar vegna fíknivanda Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi ekki komið sér á óvart að það hafi mælst mestu fordómarnir gagnvart fíknivanda. Hins vegar hafi það komið á óvart hvað þeir voru marktækt meiri en gegn öðru sem mælt var fyrir líkt og geðklofa og þunglyndi. „Líka hvað það er í raun og veru ótrúlega stöðugt. Því í þessari rannsókn mælum við fordóma á sex mismunandi víddum í rúmlega þrjátíu spurningum og þetta með fíknivandann er gegnumgangandi.“ Hún segir að bera þurfi í huga að spurningarnar um fíknivandann byggi á lýsingu rannsakenda á fíknivanda. Þar hafi verið vandað til verka og ekki teiknuð upp mynd sem oft birtist af fólki með fíknivanda í fjölmiðlum. Lýsing á fíknivanda í rannsókninni. „Það er alveg passað að það séu ekki tengsl við ofbeldi eða afbrot eða neitt slíkt og er þetta til þess að gera mildari lýsing en hefði getað verið valin. Og svo þegar við spyrjum fólk svona í megindlegum könnunum þá vitum við það alveg að ef eitthvað er erum við að vanmeta fordóma frekar en að ofmeta þá.“ Sigrún segir að það sé gífurlega verðmætt fyrir rannsakendur að geta framkvæmt slíka rannsókn á tveggja ára fresti. Áhugavert verði að sjá hvernig næstu ár muni verða í samanburði við árið í ár. „Svo lærum við líka ýmislegt af þessari könnun. Fíknivandi er auðvitað svo flókinn, við veljum eina lýsingu hér, það er líka hægt til dæmis að vera með fleiri lýsingar og kafa dýpra í gögnin.“ Um sextíu prósent Íslendinga vill ekki vera nágranni fólks með fíknivanda. Neikvætt að segja frá eða fara í meðferð Sigrún segir það líka áhugavert að sjá að Íslendingar telji það hafa neikvæð áhrif fyrir fyrir einhvern sem greindur er með geðklofa eða fíknivanda að segja frá eða fara í meðferð. „Og það er náttúrulega mjög alvarlegt að hugsa einhvern veginn að það geti verið þannig viðhorf að fólk leiti sér ekki hjálpar vegna þess að það búist við fordómum.“ Marktækt færri lýsa neikvæðri afstöðu gagnvart því að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis frekar en fíknivanda. Þetta sýnir fram á að fordómar hafa áhrif á líf einstaklinga? „Já. Við vitum það bara að þeir gera það á allskonar vegu. Bæði af því að fólki er neitað um ákveðin tækifæri og það upplifir beina fordóma. En síðan er það sem við vitum líka vegna rannsókna að mjög stór hluti af því sem hefur áhrif er að fólk í rauninni fer að búast við að fá ekki tækifæri, búast við að verða hafnað, af því að það veit alveg hvernig viðhorf eru í samfélaginu,“ segir Sigrún. „Það veit að það er litið á það á neikvæðan hátt og þá fer fólk kannski að forðast ákveðnar aðstæður. Þannig að það eru bæði þessir beinu fordómar en líka þessir óbeinu og svo sjálfsfordómar og þessi ótti um að geta verið hafnað og ákveðið þá að sækja ekki um vinnu eða reyna ekki að stofna til vinskapar eða hvað það er.“ Fíkn Félagsmál Nágrannadeilur Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin er af Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kostuð er af landssamtökunum Geðhjálp. Um er að ræða fyrsta skiptið sem viðhorf til fíknivanda eru mæld hér á landi og verða þau hér eftir mæld á tveggja ára fresti. Sigrún kynnti niðurstöðurnar í morgun en um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var af Gallup. Sigrún hefur áður fylgst með fordómum hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir í sambærilegri rannsókn. Í rannsókninni eru fordómar skoðaðir út frá sex mismunandi víddum. Marktækt meiri fordómar vegna fíknivanda Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi ekki komið sér á óvart að það hafi mælst mestu fordómarnir gagnvart fíknivanda. Hins vegar hafi það komið á óvart hvað þeir voru marktækt meiri en gegn öðru sem mælt var fyrir líkt og geðklofa og þunglyndi. „Líka hvað það er í raun og veru ótrúlega stöðugt. Því í þessari rannsókn mælum við fordóma á sex mismunandi víddum í rúmlega þrjátíu spurningum og þetta með fíknivandann er gegnumgangandi.“ Hún segir að bera þurfi í huga að spurningarnar um fíknivandann byggi á lýsingu rannsakenda á fíknivanda. Þar hafi verið vandað til verka og ekki teiknuð upp mynd sem oft birtist af fólki með fíknivanda í fjölmiðlum. Lýsing á fíknivanda í rannsókninni. „Það er alveg passað að það séu ekki tengsl við ofbeldi eða afbrot eða neitt slíkt og er þetta til þess að gera mildari lýsing en hefði getað verið valin. Og svo þegar við spyrjum fólk svona í megindlegum könnunum þá vitum við það alveg að ef eitthvað er erum við að vanmeta fordóma frekar en að ofmeta þá.“ Sigrún segir að það sé gífurlega verðmætt fyrir rannsakendur að geta framkvæmt slíka rannsókn á tveggja ára fresti. Áhugavert verði að sjá hvernig næstu ár muni verða í samanburði við árið í ár. „Svo lærum við líka ýmislegt af þessari könnun. Fíknivandi er auðvitað svo flókinn, við veljum eina lýsingu hér, það er líka hægt til dæmis að vera með fleiri lýsingar og kafa dýpra í gögnin.“ Um sextíu prósent Íslendinga vill ekki vera nágranni fólks með fíknivanda. Neikvætt að segja frá eða fara í meðferð Sigrún segir það líka áhugavert að sjá að Íslendingar telji það hafa neikvæð áhrif fyrir fyrir einhvern sem greindur er með geðklofa eða fíknivanda að segja frá eða fara í meðferð. „Og það er náttúrulega mjög alvarlegt að hugsa einhvern veginn að það geti verið þannig viðhorf að fólk leiti sér ekki hjálpar vegna þess að það búist við fordómum.“ Marktækt færri lýsa neikvæðri afstöðu gagnvart því að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis frekar en fíknivanda. Þetta sýnir fram á að fordómar hafa áhrif á líf einstaklinga? „Já. Við vitum það bara að þeir gera það á allskonar vegu. Bæði af því að fólki er neitað um ákveðin tækifæri og það upplifir beina fordóma. En síðan er það sem við vitum líka vegna rannsókna að mjög stór hluti af því sem hefur áhrif er að fólk í rauninni fer að búast við að fá ekki tækifæri, búast við að verða hafnað, af því að það veit alveg hvernig viðhorf eru í samfélaginu,“ segir Sigrún. „Það veit að það er litið á það á neikvæðan hátt og þá fer fólk kannski að forðast ákveðnar aðstæður. Þannig að það eru bæði þessir beinu fordómar en líka þessir óbeinu og svo sjálfsfordómar og þessi ótti um að geta verið hafnað og ákveðið þá að sækja ekki um vinnu eða reyna ekki að stofna til vinskapar eða hvað það er.“
Fíkn Félagsmál Nágrannadeilur Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent