Meirihluti Íslendinga vill ekki eiga nágranna með fíknivanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 08:00 Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Mun meiri fordómar mælast gegn einstaklingum með fíknivanda á Íslandi en með annan vanda. Meira en helmingur Íslendinga vill ekki fólk með fíknivanda sem nágranna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin er af Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kostuð er af landssamtökunum Geðhjálp. Um er að ræða fyrsta skiptið sem viðhorf til fíknivanda eru mæld hér á landi og verða þau hér eftir mæld á tveggja ára fresti. Sigrún kynnti niðurstöðurnar í morgun en um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var af Gallup. Sigrún hefur áður fylgst með fordómum hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir í sambærilegri rannsókn. Í rannsókninni eru fordómar skoðaðir út frá sex mismunandi víddum. Marktækt meiri fordómar vegna fíknivanda Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi ekki komið sér á óvart að það hafi mælst mestu fordómarnir gagnvart fíknivanda. Hins vegar hafi það komið á óvart hvað þeir voru marktækt meiri en gegn öðru sem mælt var fyrir líkt og geðklofa og þunglyndi. „Líka hvað það er í raun og veru ótrúlega stöðugt. Því í þessari rannsókn mælum við fordóma á sex mismunandi víddum í rúmlega þrjátíu spurningum og þetta með fíknivandann er gegnumgangandi.“ Hún segir að bera þurfi í huga að spurningarnar um fíknivandann byggi á lýsingu rannsakenda á fíknivanda. Þar hafi verið vandað til verka og ekki teiknuð upp mynd sem oft birtist af fólki með fíknivanda í fjölmiðlum. Lýsing á fíknivanda í rannsókninni. „Það er alveg passað að það séu ekki tengsl við ofbeldi eða afbrot eða neitt slíkt og er þetta til þess að gera mildari lýsing en hefði getað verið valin. Og svo þegar við spyrjum fólk svona í megindlegum könnunum þá vitum við það alveg að ef eitthvað er erum við að vanmeta fordóma frekar en að ofmeta þá.“ Sigrún segir að það sé gífurlega verðmætt fyrir rannsakendur að geta framkvæmt slíka rannsókn á tveggja ára fresti. Áhugavert verði að sjá hvernig næstu ár muni verða í samanburði við árið í ár. „Svo lærum við líka ýmislegt af þessari könnun. Fíknivandi er auðvitað svo flókinn, við veljum eina lýsingu hér, það er líka hægt til dæmis að vera með fleiri lýsingar og kafa dýpra í gögnin.“ Um sextíu prósent Íslendinga vill ekki vera nágranni fólks með fíknivanda. Neikvætt að segja frá eða fara í meðferð Sigrún segir það líka áhugavert að sjá að Íslendingar telji það hafa neikvæð áhrif fyrir fyrir einhvern sem greindur er með geðklofa eða fíknivanda að segja frá eða fara í meðferð. „Og það er náttúrulega mjög alvarlegt að hugsa einhvern veginn að það geti verið þannig viðhorf að fólk leiti sér ekki hjálpar vegna þess að það búist við fordómum.“ Marktækt færri lýsa neikvæðri afstöðu gagnvart því að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis frekar en fíknivanda. Þetta sýnir fram á að fordómar hafa áhrif á líf einstaklinga? „Já. Við vitum það bara að þeir gera það á allskonar vegu. Bæði af því að fólki er neitað um ákveðin tækifæri og það upplifir beina fordóma. En síðan er það sem við vitum líka vegna rannsókna að mjög stór hluti af því sem hefur áhrif er að fólk í rauninni fer að búast við að fá ekki tækifæri, búast við að verða hafnað, af því að það veit alveg hvernig viðhorf eru í samfélaginu,“ segir Sigrún. „Það veit að það er litið á það á neikvæðan hátt og þá fer fólk kannski að forðast ákveðnar aðstæður. Þannig að það eru bæði þessir beinu fordómar en líka þessir óbeinu og svo sjálfsfordómar og þessi ótti um að geta verið hafnað og ákveðið þá að sækja ekki um vinnu eða reyna ekki að stofna til vinskapar eða hvað það er.“ Fíkn Félagsmál Nágrannadeilur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin er af Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og kostuð er af landssamtökunum Geðhjálp. Um er að ræða fyrsta skiptið sem viðhorf til fíknivanda eru mæld hér á landi og verða þau hér eftir mæld á tveggja ára fresti. Sigrún kynnti niðurstöðurnar í morgun en um var að ræða netkönnun sem framkvæmd var af Gallup. Sigrún hefur áður fylgst með fordómum hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir í sambærilegri rannsókn. Í rannsókninni eru fordómar skoðaðir út frá sex mismunandi víddum. Marktækt meiri fordómar vegna fíknivanda Í samtali við Vísi segir Sigrún að það hafi ekki komið sér á óvart að það hafi mælst mestu fordómarnir gagnvart fíknivanda. Hins vegar hafi það komið á óvart hvað þeir voru marktækt meiri en gegn öðru sem mælt var fyrir líkt og geðklofa og þunglyndi. „Líka hvað það er í raun og veru ótrúlega stöðugt. Því í þessari rannsókn mælum við fordóma á sex mismunandi víddum í rúmlega þrjátíu spurningum og þetta með fíknivandann er gegnumgangandi.“ Hún segir að bera þurfi í huga að spurningarnar um fíknivandann byggi á lýsingu rannsakenda á fíknivanda. Þar hafi verið vandað til verka og ekki teiknuð upp mynd sem oft birtist af fólki með fíknivanda í fjölmiðlum. Lýsing á fíknivanda í rannsókninni. „Það er alveg passað að það séu ekki tengsl við ofbeldi eða afbrot eða neitt slíkt og er þetta til þess að gera mildari lýsing en hefði getað verið valin. Og svo þegar við spyrjum fólk svona í megindlegum könnunum þá vitum við það alveg að ef eitthvað er erum við að vanmeta fordóma frekar en að ofmeta þá.“ Sigrún segir að það sé gífurlega verðmætt fyrir rannsakendur að geta framkvæmt slíka rannsókn á tveggja ára fresti. Áhugavert verði að sjá hvernig næstu ár muni verða í samanburði við árið í ár. „Svo lærum við líka ýmislegt af þessari könnun. Fíknivandi er auðvitað svo flókinn, við veljum eina lýsingu hér, það er líka hægt til dæmis að vera með fleiri lýsingar og kafa dýpra í gögnin.“ Um sextíu prósent Íslendinga vill ekki vera nágranni fólks með fíknivanda. Neikvætt að segja frá eða fara í meðferð Sigrún segir það líka áhugavert að sjá að Íslendingar telji það hafa neikvæð áhrif fyrir fyrir einhvern sem greindur er með geðklofa eða fíknivanda að segja frá eða fara í meðferð. „Og það er náttúrulega mjög alvarlegt að hugsa einhvern veginn að það geti verið þannig viðhorf að fólk leiti sér ekki hjálpar vegna þess að það búist við fordómum.“ Marktækt færri lýsa neikvæðri afstöðu gagnvart því að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis frekar en fíknivanda. Þetta sýnir fram á að fordómar hafa áhrif á líf einstaklinga? „Já. Við vitum það bara að þeir gera það á allskonar vegu. Bæði af því að fólki er neitað um ákveðin tækifæri og það upplifir beina fordóma. En síðan er það sem við vitum líka vegna rannsókna að mjög stór hluti af því sem hefur áhrif er að fólk í rauninni fer að búast við að fá ekki tækifæri, búast við að verða hafnað, af því að það veit alveg hvernig viðhorf eru í samfélaginu,“ segir Sigrún. „Það veit að það er litið á það á neikvæðan hátt og þá fer fólk kannski að forðast ákveðnar aðstæður. Þannig að það eru bæði þessir beinu fordómar en líka þessir óbeinu og svo sjálfsfordómar og þessi ótti um að geta verið hafnað og ákveðið þá að sækja ekki um vinnu eða reyna ekki að stofna til vinskapar eða hvað það er.“
Fíkn Félagsmál Nágrannadeilur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent