„Búin að bíða spennt eftir þessum degi,“ skrifar Birgitta Líf við mynd í hringrásinni (e.story) á Instagram.
Af myndunum að dæma virðist drengurinn dafna vel í móðurkviði enda farið að síga á seinna hluta meðgöngunnar.


Birgitta Líf og Enok greindu frá kyni frumburðarins á eftirminnilegan hátt í september með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til í veislunni sem minnti einna helst á atriði úr bandarískum raunveruleikaþáttum.
Parið byrjaði að rugla saman reytum í ársbyrjun 2022 en þó nokkur aldursmunur er á parinu þar sem Birgitta er nýorðin þrítug og Enok er 21 árs.