Segir Talíbana mögulega myndu láta undan alþjóðlegum þrýstingi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2023 08:19 Hamidi hefur talað fyrir því að stúlkur verði menntaðar innan trúarlegra stofnana, sem er leyfilegt, en aðrir segja þá menntun yrðu mjög takmarkaða. epa/Samiullah Popal Margir embættismenn Talíbana styðja endurskoðun banns gegn menntun stúlkna. Þetta segir Rangina Hamidi, sem var menntamálaráðherra áður en Talíbanar komust aftur til valda í Afganistan. Afganistan er eina ríkið í heiminum sem bannar menntun stúlkna og kvenna eldri en ellefu ára en konur hafa einnig verið útilokaðar frá flestum störfum og jafnvel opinberum rýmum. Hamidi, sem nýlega heimsótti Afganistan, segir hins vegar að ákveðin sundrung ríki meðal Talíbana hvað varðar menntun stúlkna og að mögulega myndu stjórnvöld láta undan ef nægilegur þrýstingur myndaðist utan frá. „Talíbanar eru ekki einn stólpi. Það er skoðanaágreiningur á milli þeirra eins og hjá öllum öðrum hópum. Og það er ljóst, sérstaklega hvað varðar bannið gegn menntun stúlkna, að það eru margir innan Talíbana sem styðja að snúa því við.“ Hamidi segir að hvort sem erlend ríki viðurkenni Talíbana sem réttmæt stjórnvöld eða ekki, sé stjórn þeirra daglegur veruleiki 40 milljón manna, helmingur þeirra kvenna og stúlkna. Það sé átakanlegt að vandræðagangur erlendra ríkja gagnvart Talíbönum sé að koma niður á þessum hóp. Afstaða Hamidi vakti athygli á ráðstefnu UN Girl's Education Initiative í Istanbul á dögunum en viðbrögðin voru misjöfn. Sumir þátttakendur ráðstefnunar frá Afganistan lýstu sig mótfallna því að „normalisera“ samskipti við Talíbana, sem ynnu markvisst að því að takmarka réttindi kvenna. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Afganistan Jafnréttismál Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
Afganistan er eina ríkið í heiminum sem bannar menntun stúlkna og kvenna eldri en ellefu ára en konur hafa einnig verið útilokaðar frá flestum störfum og jafnvel opinberum rýmum. Hamidi, sem nýlega heimsótti Afganistan, segir hins vegar að ákveðin sundrung ríki meðal Talíbana hvað varðar menntun stúlkna og að mögulega myndu stjórnvöld láta undan ef nægilegur þrýstingur myndaðist utan frá. „Talíbanar eru ekki einn stólpi. Það er skoðanaágreiningur á milli þeirra eins og hjá öllum öðrum hópum. Og það er ljóst, sérstaklega hvað varðar bannið gegn menntun stúlkna, að það eru margir innan Talíbana sem styðja að snúa því við.“ Hamidi segir að hvort sem erlend ríki viðurkenni Talíbana sem réttmæt stjórnvöld eða ekki, sé stjórn þeirra daglegur veruleiki 40 milljón manna, helmingur þeirra kvenna og stúlkna. Það sé átakanlegt að vandræðagangur erlendra ríkja gagnvart Talíbönum sé að koma niður á þessum hóp. Afstaða Hamidi vakti athygli á ráðstefnu UN Girl's Education Initiative í Istanbul á dögunum en viðbrögðin voru misjöfn. Sumir þátttakendur ráðstefnunar frá Afganistan lýstu sig mótfallna því að „normalisera“ samskipti við Talíbana, sem ynnu markvisst að því að takmarka réttindi kvenna. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Afganistan Jafnréttismál Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira