Tekjur jukust mikið en tapið áfram gríðarlegt Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2023 22:46 Róbert Wessman er stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. NASDAQ Heildarsölutekjur Alvotech fyrstu níu mánuði ársins jukust í 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Félagið tapaði þó 275,2 milljónum dollara, samanborið við 193,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Þetta segir í fréttatilkynningu um birtingu uppgjörs félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Stjórnendur félagsins munu kynna uppgjörið og helstu áfanga í rekstri á síðasta ársfjórðungi í beinu streymi miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 13 að íslenskum tíma. Þar segir að meðal helstu áfanga þriðja ársfjórðung hafi verið veiting markaðsleyfis fyrir AVT04 í Kanada og Japan, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna við Stelara (ustekinumab) á alþjóðlegum mörkuðum. Þá hafi lyfjastofnun Evrópu mælt með því að markaðsleyfi yrði veitt fyrir AVT04 í þrjátíu ríkjum evrópska efnahagssvæðisins og það bíði nú samþykkis framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Leyfi fyrir lyfið verðmæta gæti fengist fyrir lok febrúar Í tilkynningunni segir að markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðu við Humira, og AVT04 í Bandaríkjunum velti aðeins á niðurstöðu úttektar Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA), sem áætlað er að fari fram 10. til 19. janúar næstkomandi. „Verði jákvæð niðurstaða af úttekt FDA á framleiðsluaðstöðu okkar á Íslandi, sem gert er ráð fyrir að fari fram í janúar 2024, ætti markaðsleyfi fyrir AVT02 í Bandaríkjunum að geta verið í höfn fyrir lok febrúar. AVT02 gæti þá orðið fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan við Humira í Bandaríkjunum í háum styrkleika sem er með útskiptileika. Jákvæð niðurstaða úttektarinnar ætti einnig að geta leitt til markaðsleyfis fyrir AVT04 í Bandaríkjunum í lok apríl, töluvert áður en sala lyfsins getur hafist, sem er í febrúar 2025,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Tapið áfram mikið Í yfirliti yfir helstu niðurstöður uppgjörs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 segir að tap á tímabilinu hafi numið 275,2 milljónum dollara (1,21 dollara á hlut), samanborið við 193,1 milljón dollara (1,00 dollurum á hlut) á sama tímabili í fyrra. Þann 30. september síðastliðinn hafi félagið átt 68,3 milljónir dollara í lausu fé, að undanskildum 25,2 milljónum dala í bundnu fé. Þá hafi langtímaskuldir félagsins numið 912,1 milljón dollara, að meðtöldum næsta árs afborgunum að fjárhæð 13,6 milljónir dollara. Félagið hafi selt breytileg skuldabréf að andvirði 140 milljónir dollara á þriðja ársfjórðungi, þarf af að andvirði 40 milljóna dollara til Teva Pharmaceuticals. Heildarsölutekjur á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Tekjurnar hafi verið vegna sölu á AVT02 í Evrópu og í Kanada. Áfangatekjur og aðrar tekjur hafi verið 8,2 milljónir dollara, samanborið við 48,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Lækkunin sé aðallega vegna þess að á sama tímabili í fyrra hafi áfangatekjur verið bókfærðar þegar klínískum rannsóknum á AVT04 lauk. Kostnaður vegna vörusölu hafi verið 104,4 milljónir dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, en 35,4 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Þessi kostnaður hafi fallið til vegna tekna af sölu AVT02 í Evrópu og Kanada. Rannsóknar og þróunarkostnaður hafi verið 152,8 milljónir dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 133,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Aukninguna megi aðalega rekja til einskiptiskostnaðar að fjárhæð 18,5 milljónir dollara við uppsögn samnings við Biosana um sameiginlega þróun á AVT23 og 30,9 milljón dollara aukins kostnaðar við þróun AVT03, AVT05 og AVT06, en klínískar rannsóknir á þessum lyfjum hafi hafist á seinni hluta ársins 2022 og fyrri hluta þessa árs. Á móti hafi kostnaður lækkað, sérstaklega vegna verkefna þar sem klínískum rannsóknum er lokið, það er AVT02 og AVT04, um 28,3 milljónir dollara. Stjórnunarkostnaður hafi numið 58,6 milljónum dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 156,5 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Lægri stjórnunarkostnað megi einkum rekja til kostnaðar við skráningu félagsins á markað á síðasta ári og minni útgjalda vegna lögfræðikostnaðar á sviði einkaleyfismála. Á móti hafi almennur stjórnunarkostnaður hækkað um 9,3 milljónir dollara vegna kostnaðarliða sem rekja má til þess að fyrirtækið er nú skráð á hlutabréfafmarkað. Þá hafi félagið bókfært 9 milljóna dollara kostnað vegna hlutabréfaréttinda til starfsmanna (e. Restricted Share Units) á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Alvotech Lyf Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu um birtingu uppgjörs félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Stjórnendur félagsins munu kynna uppgjörið og helstu áfanga í rekstri á síðasta ársfjórðungi í beinu streymi miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 13 að íslenskum tíma. Þar segir að meðal helstu áfanga þriðja ársfjórðung hafi verið veiting markaðsleyfis fyrir AVT04 í Kanada og Japan, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna við Stelara (ustekinumab) á alþjóðlegum mörkuðum. Þá hafi lyfjastofnun Evrópu mælt með því að markaðsleyfi yrði veitt fyrir AVT04 í þrjátíu ríkjum evrópska efnahagssvæðisins og það bíði nú samþykkis framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Leyfi fyrir lyfið verðmæta gæti fengist fyrir lok febrúar Í tilkynningunni segir að markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðu við Humira, og AVT04 í Bandaríkjunum velti aðeins á niðurstöðu úttektar Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA), sem áætlað er að fari fram 10. til 19. janúar næstkomandi. „Verði jákvæð niðurstaða af úttekt FDA á framleiðsluaðstöðu okkar á Íslandi, sem gert er ráð fyrir að fari fram í janúar 2024, ætti markaðsleyfi fyrir AVT02 í Bandaríkjunum að geta verið í höfn fyrir lok febrúar. AVT02 gæti þá orðið fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan við Humira í Bandaríkjunum í háum styrkleika sem er með útskiptileika. Jákvæð niðurstaða úttektarinnar ætti einnig að geta leitt til markaðsleyfis fyrir AVT04 í Bandaríkjunum í lok apríl, töluvert áður en sala lyfsins getur hafist, sem er í febrúar 2025,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Tapið áfram mikið Í yfirliti yfir helstu niðurstöður uppgjörs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 segir að tap á tímabilinu hafi numið 275,2 milljónum dollara (1,21 dollara á hlut), samanborið við 193,1 milljón dollara (1,00 dollurum á hlut) á sama tímabili í fyrra. Þann 30. september síðastliðinn hafi félagið átt 68,3 milljónir dollara í lausu fé, að undanskildum 25,2 milljónum dala í bundnu fé. Þá hafi langtímaskuldir félagsins numið 912,1 milljón dollara, að meðtöldum næsta árs afborgunum að fjárhæð 13,6 milljónir dollara. Félagið hafi selt breytileg skuldabréf að andvirði 140 milljónir dollara á þriðja ársfjórðungi, þarf af að andvirði 40 milljóna dollara til Teva Pharmaceuticals. Heildarsölutekjur á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Tekjurnar hafi verið vegna sölu á AVT02 í Evrópu og í Kanada. Áfangatekjur og aðrar tekjur hafi verið 8,2 milljónir dollara, samanborið við 48,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Lækkunin sé aðallega vegna þess að á sama tímabili í fyrra hafi áfangatekjur verið bókfærðar þegar klínískum rannsóknum á AVT04 lauk. Kostnaður vegna vörusölu hafi verið 104,4 milljónir dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, en 35,4 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Þessi kostnaður hafi fallið til vegna tekna af sölu AVT02 í Evrópu og Kanada. Rannsóknar og þróunarkostnaður hafi verið 152,8 milljónir dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 133,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Aukninguna megi aðalega rekja til einskiptiskostnaðar að fjárhæð 18,5 milljónir dollara við uppsögn samnings við Biosana um sameiginlega þróun á AVT23 og 30,9 milljón dollara aukins kostnaðar við þróun AVT03, AVT05 og AVT06, en klínískar rannsóknir á þessum lyfjum hafi hafist á seinni hluta ársins 2022 og fyrri hluta þessa árs. Á móti hafi kostnaður lækkað, sérstaklega vegna verkefna þar sem klínískum rannsóknum er lokið, það er AVT02 og AVT04, um 28,3 milljónir dollara. Stjórnunarkostnaður hafi numið 58,6 milljónum dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 156,5 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Lægri stjórnunarkostnað megi einkum rekja til kostnaðar við skráningu félagsins á markað á síðasta ári og minni útgjalda vegna lögfræðikostnaðar á sviði einkaleyfismála. Á móti hafi almennur stjórnunarkostnaður hækkað um 9,3 milljónir dollara vegna kostnaðarliða sem rekja má til þess að fyrirtækið er nú skráð á hlutabréfafmarkað. Þá hafi félagið bókfært 9 milljóna dollara kostnað vegna hlutabréfaréttinda til starfsmanna (e. Restricted Share Units) á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.
Alvotech Lyf Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira