Loka nú öllum landamærunum við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 16:38 Landamæraverðir í austurhluta Finnlands. AP/Emmi Korhonen Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. Petteri Orpo, forsætisráðherra, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði að hún tæki gildi þann 30. nóvember, samkvæmt ríkisútvarpi YLE. Lokuninni er ætlað að stöðva flæði innflytjenda að landamærum Finnlands. Ráðamenn þar hafa sakað ráðamenn í Kreml um að gera fólkinu kleift að fara til Finnlands eða jafnvel flytja þau. „Markmið okkar er að binda enda á þetta fordæmalausa ástand á austurlandamærum Finnlands eins fljótt og auðið er,“ sagði Orpo á blaðamannafundi í dag. „Við sættum okkur ekki um tilraunir til að grafa undan þjóðaröryggi okkar. Rússland hefur skapað þetta ástand og getur einnig bundið enda á það.“ All border crossing points on the land border between Finland and Russia will be closed until 13 December. Prime Minister @PetteriOrpo: "We don t accept any attempts to undermine our national security." More https://t.co/KqzKNIG0GE pic.twitter.com/RJom22v6Qn— Finnish Government (@FinGovernment) November 28, 2023 Finnar lokuðu öllum landamærastöðvunum nema einni í síðustu viku vegna fjölda hælisleitenda sem komið hafa að landamærunum. Í frétt Reuters segir að um níu hundrað manns frá Kenía, Marokkó, Pakistan, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen hafi farið yfir landamærin í þessum mánuði. Í október var fjöldinn undir einum manni á dag. Sjá einnig: Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Eins og áður segir saka Finnar Rússa um að auðvelda fólkinu að komast að landamærum Finnlands. Það er sagt vera vegna þess að Finnland gekk til liðs við Atlantshafsbandalagið fyrr á árinu, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Orpo sagði í gær að yfirvöld í Finnlandi hefðu upplýsingar um að Rússar hefðu aðstoða fólkið og að hælisleitendur stefndu enn að landamærunum. Pólverjar sökuðu Rússa um að flytja farand- og flóttafólk og skapa flóttamannakrísu við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands árið 2021. Þá reistu Pólverjar girðingu við landamærin og sakaði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa skipulagt þetta. Finnland Rússland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Petteri Orpo, forsætisráðherra, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði að hún tæki gildi þann 30. nóvember, samkvæmt ríkisútvarpi YLE. Lokuninni er ætlað að stöðva flæði innflytjenda að landamærum Finnlands. Ráðamenn þar hafa sakað ráðamenn í Kreml um að gera fólkinu kleift að fara til Finnlands eða jafnvel flytja þau. „Markmið okkar er að binda enda á þetta fordæmalausa ástand á austurlandamærum Finnlands eins fljótt og auðið er,“ sagði Orpo á blaðamannafundi í dag. „Við sættum okkur ekki um tilraunir til að grafa undan þjóðaröryggi okkar. Rússland hefur skapað þetta ástand og getur einnig bundið enda á það.“ All border crossing points on the land border between Finland and Russia will be closed until 13 December. Prime Minister @PetteriOrpo: "We don t accept any attempts to undermine our national security." More https://t.co/KqzKNIG0GE pic.twitter.com/RJom22v6Qn— Finnish Government (@FinGovernment) November 28, 2023 Finnar lokuðu öllum landamærastöðvunum nema einni í síðustu viku vegna fjölda hælisleitenda sem komið hafa að landamærunum. Í frétt Reuters segir að um níu hundrað manns frá Kenía, Marokkó, Pakistan, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen hafi farið yfir landamærin í þessum mánuði. Í október var fjöldinn undir einum manni á dag. Sjá einnig: Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Eins og áður segir saka Finnar Rússa um að auðvelda fólkinu að komast að landamærum Finnlands. Það er sagt vera vegna þess að Finnland gekk til liðs við Atlantshafsbandalagið fyrr á árinu, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Orpo sagði í gær að yfirvöld í Finnlandi hefðu upplýsingar um að Rússar hefðu aðstoða fólkið og að hælisleitendur stefndu enn að landamærunum. Pólverjar sökuðu Rússa um að flytja farand- og flóttafólk og skapa flóttamannakrísu við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands árið 2021. Þá reistu Pólverjar girðingu við landamærin og sakaði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa skipulagt þetta.
Finnland Rússland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira