Loka nú öllum landamærunum við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 16:38 Landamæraverðir í austurhluta Finnlands. AP/Emmi Korhonen Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað. Petteri Orpo, forsætisráðherra, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði að hún tæki gildi þann 30. nóvember, samkvæmt ríkisútvarpi YLE. Lokuninni er ætlað að stöðva flæði innflytjenda að landamærum Finnlands. Ráðamenn þar hafa sakað ráðamenn í Kreml um að gera fólkinu kleift að fara til Finnlands eða jafnvel flytja þau. „Markmið okkar er að binda enda á þetta fordæmalausa ástand á austurlandamærum Finnlands eins fljótt og auðið er,“ sagði Orpo á blaðamannafundi í dag. „Við sættum okkur ekki um tilraunir til að grafa undan þjóðaröryggi okkar. Rússland hefur skapað þetta ástand og getur einnig bundið enda á það.“ All border crossing points on the land border between Finland and Russia will be closed until 13 December. Prime Minister @PetteriOrpo: "We don t accept any attempts to undermine our national security." More https://t.co/KqzKNIG0GE pic.twitter.com/RJom22v6Qn— Finnish Government (@FinGovernment) November 28, 2023 Finnar lokuðu öllum landamærastöðvunum nema einni í síðustu viku vegna fjölda hælisleitenda sem komið hafa að landamærunum. Í frétt Reuters segir að um níu hundrað manns frá Kenía, Marokkó, Pakistan, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen hafi farið yfir landamærin í þessum mánuði. Í október var fjöldinn undir einum manni á dag. Sjá einnig: Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Eins og áður segir saka Finnar Rússa um að auðvelda fólkinu að komast að landamærum Finnlands. Það er sagt vera vegna þess að Finnland gekk til liðs við Atlantshafsbandalagið fyrr á árinu, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Orpo sagði í gær að yfirvöld í Finnlandi hefðu upplýsingar um að Rússar hefðu aðstoða fólkið og að hælisleitendur stefndu enn að landamærunum. Pólverjar sökuðu Rússa um að flytja farand- og flóttafólk og skapa flóttamannakrísu við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands árið 2021. Þá reistu Pólverjar girðingu við landamærin og sakaði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa skipulagt þetta. Finnland Rússland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Petteri Orpo, forsætisráðherra, tilkynnti ákvörðunina í dag og sagði að hún tæki gildi þann 30. nóvember, samkvæmt ríkisútvarpi YLE. Lokuninni er ætlað að stöðva flæði innflytjenda að landamærum Finnlands. Ráðamenn þar hafa sakað ráðamenn í Kreml um að gera fólkinu kleift að fara til Finnlands eða jafnvel flytja þau. „Markmið okkar er að binda enda á þetta fordæmalausa ástand á austurlandamærum Finnlands eins fljótt og auðið er,“ sagði Orpo á blaðamannafundi í dag. „Við sættum okkur ekki um tilraunir til að grafa undan þjóðaröryggi okkar. Rússland hefur skapað þetta ástand og getur einnig bundið enda á það.“ All border crossing points on the land border between Finland and Russia will be closed until 13 December. Prime Minister @PetteriOrpo: "We don t accept any attempts to undermine our national security." More https://t.co/KqzKNIG0GE pic.twitter.com/RJom22v6Qn— Finnish Government (@FinGovernment) November 28, 2023 Finnar lokuðu öllum landamærastöðvunum nema einni í síðustu viku vegna fjölda hælisleitenda sem komið hafa að landamærunum. Í frétt Reuters segir að um níu hundrað manns frá Kenía, Marokkó, Pakistan, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen hafi farið yfir landamærin í þessum mánuði. Í október var fjöldinn undir einum manni á dag. Sjá einnig: Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Eins og áður segir saka Finnar Rússa um að auðvelda fólkinu að komast að landamærum Finnlands. Það er sagt vera vegna þess að Finnland gekk til liðs við Atlantshafsbandalagið fyrr á árinu, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Orpo sagði í gær að yfirvöld í Finnlandi hefðu upplýsingar um að Rússar hefðu aðstoða fólkið og að hælisleitendur stefndu enn að landamærunum. Pólverjar sökuðu Rússa um að flytja farand- og flóttafólk og skapa flóttamannakrísu við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands árið 2021. Þá reistu Pólverjar girðingu við landamærin og sakaði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa skipulagt þetta.
Finnland Rússland Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira